Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1955, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1955, Blaðsíða 14
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS | 58 FORIVIOSA Eyarskeggar vilja Kvorki stjórn Ciang-Kai-shek né Chou En-lai gANDARÍKJAMENN eru ein- ráðnir í því, að láta hina kín- versku kommúnista ekki ná tang- arhaldi á eynni Formósu. Þetta er ekki gert vegna fylgis við Chiang Kai-shek, heldur vegna þess, að Formósa er einn hlekkurinn í þeirri varnarkeðju austan Asíu, sem myndast af Japan, Okinava, Formósu og Filippseyum. Það er vegna þessa, að Eisenhower for- seti hefir lýst yfir þvi, að árás á Formósu verði skoðuð sem árás á heimsfriðinn, en ekki af umhyggju fyrir Chiang Kai-shek og stjórn hans á Formósu. Mönnum er gjarnt að hugsa sér Formósu eins og einhverja smáey, sem litla þýðingu hafi. En það er hinn mesti misskilningur. Þetta er stórt land og þar eru nú 8 milljónir íbúa, eða álíka margir og í Ástralíu. Eyan er afar frjóvsöm og kosta mikil, svo að hún getur eigi aðeins framfleytt öllum þessum fjölda, heldur flyzt mikið af matvælum þaðan til annara landa. Eftir ósigurinn í Kína fluttist r ' Chiang Kai-shek með her sinn til Formósu, og þar er nú sjötti mesti ^jþer .1' heiminum. En hann gengur * & sér árlega, því að ékkert baetíst ! við. Hermennirnir eldast, og lík- r lega er nú meðalaldur hermanna hvergi hærri en þar. Með sama r áframhaldi kemur að því áður en r langt um líður, að her þessi hverf- ur úr sögunni, hermennirnir falla fyrir elli, þótt þeir falli ekki fyrir vopnum. Þetta veldur Chiang á- hyggjum og þess vegna vill hann ólmur fara í stríð við Kína áður en hermennirnir eru orðnir óhæfir til að berjast. Hvernig stendur á því að hann getur ekki endurskapað her sinn, eins og hver annar þjóðhöfðingi? Það stafar af því, að hann á engin ítök í hinum upprunalegu eyar- skeggjum, fær enga nýliða frá þeim, og situr þarna í fullri óþökk þeirra. Þegar fyrstu flóttahersveit- ir hans komu til eyarinnar, risu eyarskeggjar upp og hugðust mundu banna þeim landgöngu. Sló þar í bardaga og hallaði á her- mennina, svo að Chiang varð að senda þangað í skyndi meira lið, áður en hann hafði ætlað sér. Síðan hefir aldrei um heilt gróið milli aðkomuhersins og eyarskeggja. Formósubúar hinir réttu, eða Taiwanese, eins og þeir kalla sig, eru um 6V2 milljón að tölu. Þeir vilja eiga land sitt og fá að búa þar óáreittir. Þeir vilja hvorki hafa stjórn Chiangs né kommúnista yfir sér. Sést þetta bezt á grein eftir Formósumann, sem birtist í jap- anska blaðinu „Nippon Times“ í haust. Þar segir meðal annars: „Formósubúum er hin kínverska borgarastyrjöld með öllu óviðkom- andi. Vér höfum ekki tekið neinn þátt í henni og ætlum ekki að gera. Vér höfum fullan rétt til þess að afsegja kínverska stjórn yfir oss, og vér höfum sjálfir fullan rétt á að ákveða um stjórnarfar og fram- tíðar skipulag á eynni, samkvæmt viðurkenndum alþjóðarétti um að hver þjóð hafi rétt til sjálfstjórnar. Það er yfirgangi stórvelda að kenna, að vér verðum að búa við framandi stjórn, en það er ekki í neinu samræmi við hið helgustu mannréttindi“. Uflagar Tvœr milljónir manna eiga ekkert föðurland NÚ SEM stendur er talið að um tvær milljónir manna í heiminum eigi ekkert föðurland. Margir þeirra hafa að vísu atvinnu og lifa sómasam- legu lífi, en þrátt fyrir það eru þeir eins og rótslitnir kvistir, sem stormar hafa feykt út í bláinn. Rúmlega 88.000 eru enn í flóttamannabúðum, óg 350.000 eru á flækingi um Vesturlönd Evrópu. Þegar fyrri heimsstyrjöldinni lauk og bolsivíkar brutust til valda í Rúss- landi, streymdi þaðan aragrúi flótta- manna, sem hvergi áttu höfði sínu að að halla. Var það hið mesta vandamál hvað gera skyldi við þessa flóttamenn, því að þeir áttu ekki neitt föðurland lengur og höfðu engin vegabréf. Þá var það að Friðþjófur Nansen greiddi úr þessu vandamáli með því að láta Þjóðabandalagið gefa út sérstök vega- bréf handa þessum flóttamönnum, og með slík vegabréf eru sumlr enn í dag. Þetta var fyrsta alþjóðlega vegabréfið, sem út var gefið, og gaf handhöfum leyfi til þess að ferðast land úr landi þangað til þeir gæti séð sér farborða. En svo risu upp fleiri einræðisríki, og þaðan kom nýr straumur flótta- manna. Vandaðist þá málið mjög. Hvað átti að gera við alla þessa menn, er flúið höfðu heimili sín í borgarastyrj- öJdinni á Spáni, í Gyðingaofsóknum Hitlers og landhreinsunum Mussolini? Þeir voru alls staðar óvelkomnir. Svo kom seinni heimsstyrjöldin, og að henni lokinni jókst flóttamanna- vandamálið um allan helming. Sam- jeinuðu þjóðirnar skipuðu sérstaka

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.