Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1955, Side 15

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1955, Side 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 59 Merkileg horg er oð risa upp i British Columbia stofnun til þess að fara með þetta mál og reyna að koma flóttamönnunum fyr- ir. Þessi stofnun gaf út ný alþjóðleg vegabréf, sem enn eru í gildi og hafa bætt mjög kjör flóttamannanna. Auk þess hefir stofnunin fengið milljón manna fastan samastað og greitt fyrir því að 70.000 gæti komizt aftur til ættlands síns. Af þeim 2.000.000 útlaga, sem enn eru í heiminum, getur enginn farið heim til ættlands síns. Ýmsar þjóðir hafa gefið fjölda manna dvalarieyíi hjá sér, en hafa þó orðið tregari á það er stundir liðu. Reynt hefir verið að koma mörgum fyrir í senn sem landnemum á ýmsum stöðum, en sú aðíerð hefir ekki orðið vinsæl. Keynsl- an lrefir orðið sú, að þetta flóttafoik hefir einangrað sig og myndaó nokk- urs konar riki í rikinu, en það er ölium þjóðum lítt gefið um, því að þær þykjast þá ekki vita hvort hægt sé að treysta þessum aðskotadýrum. Hefir þetta aiið á tortryggni og skapað ýmis ný vandamál. Nú sem stendur eru 267.000 flótta- menn i brezka rjkinu og hafa flestir þeirra atvinnu og búa við sæmieg kjör. I Bandaríkjunum eru 128,850 flótta- menn, 400.000 í Frakklandi, 229.300 í Austurriki, 240.000 í Þýzkalandi, 46.000 í Italíu 182.150 í Ástralíu, 123.480 í Kanada, 28.850 í Brazilíu og 44.000 í Svíþjóð. Aðrir eru dreifðir hingað og þangað og sumir eru á sífelldum hrakn- ingi.. Þess er getið um kínverskan flóttamann, sem Nicholas Levitsky heitir, að flóttamannastofnunin kom honum í skip í Frakklandi og sendi hann til Argentínu. Þar var honum neitað um landvistarleyfi og skipið kom með hann aftur til Frakklands. En þá brá svo við, að frönsku yfir- völdin bönnuðu honum að stíga þar á land. Og nú nýlega hefir hann lokið sjöundu ferð sinni yfir Atlantshaf, milli Frakklands og Argentínu. Skipið, sem hann er á, heitir „Bretagne“, og út- gerðaríélag þess verður að sitja uppi með hann. En svo eru einnig þúsundir manna, sem verða að flækjast land úr landi og engin þjóð vill veita viðtöku. Flóttamannamálið er því enn afar mik- ið vandamál í heiminum og ekki séð hvernig því er hægt að ráða til lykta svo viðunandi sé. t FJÖLLUNUM í British Colum- bía var fyrir fáum árum af- skekkt Indíánaþorp, sem hét Kiti- mat. Það var umgirt háum fjöllum og frumskógum. En svo fundust þarna auðugar aluminíum námur og nú er að rísa þar upp eitt af furðuverkum nútímans, iðnaðar- borg, sem ekki á sinn líka. Áður en byrjað var á fram- kvæmdum þarna voru gerðar áæt.1- anir um hvað eina, og var stofn- kostnaður áætlaður 92 milljónir Sterlingspunda. Byrjað var á því að gera raforkustöð, en þó ekki á þessum stað. Hátt uppi í fjöllun- um ér vatn, og úr því rennur á, sem heitir Nechako. Stífla var gerð í hana í 2800 feta hæð yfir sjávar- mál, og er hún ekkert smásmíði, 316 feta há og í hana fóru 6 mill- jónir smálesta af byggingarefni. — Þarna myndast svo gríðarmikil uppistaða og er vatnið leitt úr henni í þveröfuga átt við það, sem áin rann áður og til þess gerð 16 km löng jarðgöng, höggvin á harð- an klettinn. Var svo orkustöðin byggð hjá Kemano, en þaðan eru um 80 km til Kitimat og er raf- magnið leitt þangað með háspennu- streng. Raforkustöðin er út af fyrir sig hið furðulegasta mannvirki. Hún er höggvin 1400 fet inn í f jallið Du Bose og er 712 fet á lengd, 81 fet á breidd og 134 fet á hæð, holuð út úr föstu bergi. Þarna verða hin- ar stærstu raforkuvélasamstæður, sem enn hafa verið smíðaðar. — Fyrstu vélarnar framleiða 450.000 hestöfl og er áætlað að með þeim krafti megi framleiða 90.000 smá- lestir af aluminíum á ári. En síðar á að stækka stöðina upp í 2.240.000 hestöfl, og þá er hægt að framleiða 500.000 smálestir af aluminium á ári. Byrjað var á framkvæmdum við þessa stöð árið 1951, en svo er vatnsmiðlunargeymirinn stór, að hann verður ekki orðinn fullur fyr en árið 1956. Fallhæð vatnsins nið- ur að orkustöðinni er 16 sin'num meiri en hæð Niagarafossanna. Jafnframt þessu var byrjað að skipuleggja hina nýu borg Kitimat og er gert ráð fyrir því að þar verði um 50.000 íbúar, þar sem áður var svo að segja eyðimörk. Verksmiðju liús voru reist og í vor verða komin þarna 600 íbúðarhús. Allar þessar byggingar eru að miklu leyti gerð- ar úr aluminium. Aluminiumfélagið kanadiska (The Aluminium Company of Can- ada), sem stendur fyrir fram- kvæmdum þarna, helur ákveðið að eiga ekki borgina sjálft, enda þótt það byggi hana, heldur selja mönn- um íbúðarhúsin og gera staðinn að sérstöku lögsagnarumdæmi. Var því samin sérstök lögreglusam- þykkt fyrir borgina og staðfest af stjórnarvöldum, áður en nokkurt íbúðarhús var risið þar upp. Og nú hefur sérstök bæarstjórn tekið þar við völdum, með borgarstjóra og öðrum þeim stofnunum, sem nauð- synlegar eru í fTverju bæarfélagi, allt samkvæmt sérstökum lögum, sem ríkisstjórnin í British Colum- bia hefur sett þar um. Brezka stjórnin hefur lagt fram 40 milljónir Sterlingspunda til fyr- irtækisins og jafnframt tryggt Bretum kaup á aluminium þaðan með hagkvæmum kjörum. <L^Ö®®®G^^)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.