Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1955, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1955, Blaðsíða 16
60 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE ÞEGAR um veik spil er að ræða, verð- ur sagnhafi ætíð að reyna að gera sér grein fyrir því, hvernig spilin skiftast á hendur andstæðinga og haga spila- mennsku sinni samkvæmt því. Svo er í þessu spili. A 10 5 V Á 3 ♦ Á 10 9 3 2 * 10 7 6 5 A D 8 V K D 4 ♦ G 5 * 9 8 4 3 N V A S A K 3 2 V G 9 8 7 2 ♦ K873 *DG2 AÁG 9 7 6 4 V 10 6 5 ♦ D 6 * Á K Sagnir voru þessar: s V N A 1 sp pass 2 t pass 2 sp pass 2 gr. pass 3 sp pass 4 sp pass pass pass V sló út HK, sem var gefinn, en þar sem A lét H8 sló V aftur út hjarta, sem var drepið með ás í borði. Nú sér S að mestar líkur eru til þess að hann muni missa tvo slagi í trompi og einn slag í tigli, og þar með væri spilið tapað. Þó er von til þess að losna við tapslag í tígli, ef laufin eru 3 og 4 hjá andstæðingum og sá sem hefur þrjú hafi D og G. Þetta varð að reyna. S sló því út L5 í borði og tók tvo slagi á LÁ og LK. Nú kom út H10 og var drepin með trompi í borði. Svo kom út L7, drottningin kom í og var drepin með trompi á hönd. Nú var L10 fríspil og í hana gat farið tígulhrak. Eftir þetta gátu andstæðingar aðeins fcngið 2 slagi í trompi. Marteinslaug. í ferðasögubroti, sem birtist í Jóla Lesbókinni, var minnst á Marteinslaug HEIÐURSBORGARI AKUREYRAR Bæarstjórn Akureyrar kaus Davíð Stefánsson skáld heiðursborgara kaup- staðarins í tilefni af sextugsafmælinu. Myndin hér að ofan er frá afmælis- hófinu í Sjálfstæðishúsinu og er tekin þegar Þorsteinn M. Jónsson, forseti bæ- arstjórnar Akureyrar, afhendir skáldinu heiðursborgaraskjalið. Fremst á myndinni er dr. Páll ísólfsson, sem stjórnaði afmælishófinu. (Ljósm. P. Thomsen) . hjá Haukadal í Biskupstungum. Um þá laug segir Eggert Ólafsson í ferðabók sinni: „Skammt frá kirkjunni í Hauka- dal er baðlaug, sem kennd er við heil- agan Martein. Er hún mikið notuð og í miklum metum hjá fólkinú þar. Sum- ir segja að Marteinn biskup í Skál- holti, annar biskup þar í lúterskum sið, hafi látið hlaða laugina, en aðrir halda því fram, að laugin hafi vegna jarteina endur fyrir löngu verið helg- uð Marteini frá Tour, sem kunnur var um allt ísland og svo vinsæll, að minni hans var til skamms tíma drukkið í öllum brúðkaupum og stórveizlum. Sú saga er sögð þar-í sveitinni um Mar- teinslaug þessa, að hún hafi með yfir- náttúrlegum hætti sprottið upp úr hörðum kletti og fallið síðan gegnum lokaðan stokk niður í baðþróna. Þá er og sagt, að vatnið sé gætt lækn- ingamætti, og er til nefndur fjöldi manna, sem þar hefir hlotið heilsubót. Þessa sögu látum við liggja milli hluta, en í raun og veru er það mjög ein- kennilegt, að vatnið sprettur hér upp í gegnum harða klöpp og þétta, sem er tvær álnir á hæð og þriggja álna breið. Vatnið rennur frá uppgönguauganu í tveggja þumlunga víðri opinni rás eða rennu. Sagt er að óknyttapiltar nokkr- ir hafi brotið rennuna upp, en senni- legast er, að hún hafi verið opin frá öndverðu, rétt eins og hún er nú, því að hún er úr annars konar steini en klöppin í kring, en í hana hefir sezt hrúðursskorpa úr vatninu. Vatnið í lauginni er tært og enginn afkeimur að því. Heilnæmt og þægilegt er að fá sér bað í lauginni. Sækja menn því þangað mikið úr nágrenninu í því skyni, og tjalda þá yfir laugina".

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.