Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1955, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1955, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 159 UTANFÖR SÉRA ÓLAFS Séra Ólafur mun hafa verið hjá- trúarfullur. Og um þessar mundir dreymir einhverja kerlingu í Döl- um vestur, að það eigi að liggja fyrir honum að verða biskup Upp frá því hafði séra Ólafur enga eirð í sínum beinum og sumarið 1765 siglir hann svo til Kaup- mannahafnar, án þess að hafa feng- ið leyfi til þess, hvorki hjá biskupi né amtmanni. Séra Gísla föður hans féll þetta illa. Skrifaði hann biskupi og kveðst álíta að með þessu hafi séra Ólafur fyrirgert prestþjón- ustu hjá sér. Svarar Finnur biskup því um sumarið, að Ólafur sé leyst- ur frá aðstoðarprestsþjónustunni og eigi ekki afturkvæmt til henn- ar nema með sérstöku konungs- leyfi, þar sem hann hafi sama sem strokið burt af landinu. Var þá séra Ólafur Einarsson settur að- stoðarprestur í Saurbæarþingum. En það er af séra Ólafi Gíslasyni að segja, að hann sat í Kaupmanna- höfn veturinn 1765—66 og þóttist hafa þar mikilvægt erindi. Bar hann það mál upp við kirkju- stjórnina, að settur væri hinn þriðji biskupsstóll á íslandi að Helgafelli á Snæfellsnesi. Eigi hann að vera fyrir Vestfirði og hafa tekjur sínar af Arnarstapa-umboði. Kvaðst hann fús til þess að taka að sér biskupsembættið og reyndar vera sjálfkjörinn til þess. Heldur fékk hann daufar undir- tektir ráðandi manna, því að þeir gátu ekki skilið hver þörf væri á að stofna þriðja biskupsstólinn á íslandi. Gerðist séra Ólafur þá aðsúgsmikill og vildi hafa sitt fram með harðneskju, ef það gengi ekki á annan hátt. Er meðal annars sagt að hann hafi náð fundi Thotts geheimeráðs, og hafi þá orðið svo ólmur, að sá gamli haíi orðið hræddur og flúið inn í næsta herbergi og beðið þjón sinn að vera við meðan klerkur talaði máli sínu. Harboe biskup hafði og kall- að hann „en forfærdelig Mand“. Hannes Finnsson var þá í Kaup- mannahöfn og skrifar hann Finni biskupi föður sínum um framkomu prests og segir þar meðal annars: „Séra Ólafur Gíslason hefir hér verið í öllum extremis í vetur, stundum betlað, stundum keypt gull og gersemar. Opinberanir, draumarugl, heimska og biblía tvinnast saman hjá honum án per- sónu eða kringumstæða aðgrein- ingar, og þess á milli óþolanlega hissug grófheit". Þessi för varð séra Ólafi dýr, talið að hún muni hafa kostað um 300 rdl. Fannst honum kirkju- stjórnarráðið vera skylt til þess að endurgreiða þennan kostnað, þar sem hann hafði farið þessa ferð í erindum kirkjunnar. Fór hann fram á að sér væri endurgreidd- ir 200 rdl., eða þá að hann fengi þá að láni. En þeirri málaleitan var synjað. Varð hann þá reiður mjög og kom á hann hálfgerður berserksgangur, svo að hann klæddi sig úr hempunni og fleygði henni fyrir fætur þeim háu herr- um í stjórnarráðinu, en þeir létu sem sér stæði alveg á sama hvort hann væri í hempunni eða ekki. Þennan vetur urðu konunga- skifti í Danmörku. Friðrik V. lézt, en Kristján VII. sonur hans kom til valda. Hugðist Ólafur þá vinna sér hylli hins nýa konungs og orkti um hann kvæði, er hann kallaði „Kongliga Skialldborg". Kvæði þetta ásamt danskri þýð- ingu og athugasemd með hendi séra Ólafs, er enn til í Thotts safni og er talið fram borið af „Óverð- ugasta Guðs Sendiboða frá íslandi“. Aðra frægð hefir hann víst ekki fyrir kvæðið hlotið en að það skuli vera geymt enn. Áður en séra Ólafur færi heim til íslands, sótti hann um að mega koma aftur til Kaupmannahafnar með konu og börn, en stiftamtmað- ur áleit að hann ætti ekkert er- indi þangað, skaut þó umsókn hans til atkvæðis amtmanns. HEIKSLIÐ í HVOLSKIRKJU Þegar séra Ólafur kom heim úr sighngunni, mun honum hafa mis- líkað stórum að faðir hans hafði tekið annan aðstoðarprest. Var þó kyrt um sinn. En svo var það 9. sunnudag eftir trinitatis (27. júlí) að séra Ólafur Einarsson átti að messa á Hvoli. Þangað kom séra Ólafur Gíslason. Og er nafni hans var kominn upp í prédikunarstól- inn, gerði hann sér lítið fyrir, rak hann þaðan burtu en steig sjálf- ur í stólinn og prédikaði. Þetta þótti að vonum hið mesta hneiksli og kærði séra Gísli son sinn fyrir biskupi. Eftir þetta (í ágúst) reið séra Ólafur svo suður til Skálholts og ætlaði að fá leiðrétting mála sinna hjá biskupi. Ætlaði hann sér að reyna að fá annaðhvort Stafholt eða Reynivelli. En svo óheppilega vildi til, að kæran út af framfcrði hans í Hvolskirkju barst samtímis til biskups og var hann því víst ekki mjúkur á manninn. Hann var og ferðbúinn suður til Bessastaða til þess að vera við jarðarför frú Þórunnar Guðmundsdóttur, konu Magnúsar amtmanns Gíslasonar. Reið séra Ólafur með honum þang- að og ræddust þeir við um mál hans á Bessastöðum. Bauð biskup honum þá, í áheyrn margra manna að láta brotthlaupssök hans og misferli hans í Hvolskirkju niður falla, gegn því að hann greiddi 6 rdl. sekt og biði síðan með þolin- mæði eftir því að fá eitthvert prestakall. En þá varð Ólafur prestur uppi og viðhafði slík stór- yrði að biskupi blöskraði og eins þeim er hjá voru, en þeir höfðu áður verið tilbúnir að skjóta sam-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.