Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1955, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1955, Blaðsíða 2
222 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS að byrja með og kom út annað hvort ár. Fyrsta ritið var aðeins tvær arkir, en síðar hafa þau stækkað og oftast verið um 8—10 arkir. Alls hafa komið út 21 rit, er hafa nærri einvörðungu fjallað um skógræktarmál. Því miður eru mörg hin eldri rit uppseld fyrir löngu. Sum er ekki unnt að ná í, því að bókasafnarar sprengja verð- ið upp fyrir þeim, sem gætu haft gagn af að lesa þau. Dæmi eru til að fyrsta heftið hafi verið selt fyrir kr. 500.00, en ýmis önnur fyrir tugi króna, þótt upphaflegt verð hafi aðeins verið tvær krónur. Ýniis störf ÁRID 1935 gekkst íélagið fyrir friðun Bæarstaðarskógar í Öræf- um. Sú girðing komst upp fyrir samskot góðra manna í Reykjavík. Þetta var mikið happaverk, en í Bæarstað hefur megnið af öllu birkiíræi verið sótt undaníarin 20 ár. Árið 1936 tók félagtö við Rauða- vatnsstöðinni í Mosfellssveit úr höndum fyrri eigenda. En sú stöð var afhent Skógræktarfélagi Reykjavíkur samtímis Fossvogs- stöðinni. Á síðari árum hefur ver- ið plantað þar bæði sitkagreni og öðrum trjátegundum, sem eru vænlegri til þroska en gömlu fjalla- fururnar. Árið 1938 hófst Skógræktarfélag- ið handa um að vinna að friðun Heiðmerkur. Vann stjórn félagsins lengi að undirbúningi hennar og gat bæði lagt fram girðingarefni og peninga þegar bæjarstjórn Reykjavíkur tók málið að sér. En bæjarstjórnin hefur síðan unnið af miklum skörungsskap að því að gera Heiðmörk að friðlandi Reyk- víkinga ásamt Skógræktarfélagi Reykjavíkur og ýhnsum öðrum fé- lagssamtökum, sem fengið hafa þar lönd til að gróðursetja í. Árið 1940 átti Skógræktarfélag íslands frumkvæði að stofnun Tryggvagarðs við Selfoss til minn- ingar um 50 ára afmæli Ölvesár- brúarinnar. Skógræktarfélag Ár- nesinga hefur síðan annazt hann ásamt hreppsnefnd þorpsins. Samtímis lýðveldiskosningunum gekkst Skógræktarfélag íslands ásamt Landsnelnd lýðveldiskosn- inganna fyrir stolnun Landgræðslu -sjóðs. Sá sjóður hefur reynzt skógræktarmálunum hin mesta lyftistöng, þótt hann sé enn langt of lítill. Þá heíur Skógræktarfélagið tví- vegis gengizt fyrir gagnkvæmum íerðum íslendinga og Norðmanna til gróðursetningarstarfa. I ráði er að slík mannaskifti verði einnig á þessu vori. Á þennan hátt hefur 90 Islendingum gefizt kostur á að kynnast Noregi, og hér hefur verið tekið á móti jafnmörgum Norð- mönnum. í vor munu 50 manns bætast við þessa tölu. Stofnun héraðsskógræktarfélaga MARGT fleira mætti nefna af störfum Skógræktarfélags íslands, en hér skal að lokum aðeins drepið á aðalþáttinn í allri starfsemi fé- lagsins. Frá upphafi vega átti Skóg- ræktarfélag íslands að vera lands- félag eða sambandsfélag annarra skógræktarfélaga. Samtímis stofn- un Skógræktarfélags íslands var stofnað skógræktarfélag í Eyafirði, en önnur félög voru ekki stofnuð að sinni, nema Skógræktarfélag Skagfirðinga og Vestmannaeyja, en það félag fékk hægt andlát eftir fá ár. Lítið samband var á milli hinna þriggja félaga um nokkur ár, og baukaði hver í sínu horni. Skóg- ræktarfélagi Eyfirðinga varð all- vel ágengt um margt, en félagið í Skagafirði var lítils megnugt sakir fátæktar. En það var líka annað og meira, sem gerði gæfumuninn milli Skagfirðinga og Eyfirðinga. Eyfirðingar stóðu á gömlum merg sem ræktunarmenn og fyrir starf- semi Ræktunarfélags Norðurlands var mönnum trjárækt ekki eins mikil nýlunda og Skagfirðingum. Á árunum 1938 og fram til 1940 voru loks stofnuð 6 héraðsskóg- ræktarfélög, og gengu þau öll í Skógræktarfélag Islands ásamt hinum tveim fyrrnefndu. Árið 1940 var kveðið svo á í skógræktarlög- unum, að Skógræktarfélag íslands skyldi vera sambandsíélag allra skógræktarfélaga landsins. — Fra 1941—1944 voru enn stofnuð 8 hér- aðsskógræktarfélög, og voru því 16 félög starfandi í árslok 1944. Er hér var komið sögu var full nauðsyn á því, að héraðsfélög væru stofnuð í Reykjavík og Haínarfirði. En það varð ekki fyrr en haustið 1946, að Skógræktaríélag Reykjavíkur og Hafnarfjarðar tóku til starfa. Af- henti þá Skógræktarfélag íslands þessum félögum nokkuð af eign- um sínum, og starfar nú félagið aðeins sem sambandsfélag, en var áður bæði sambandsfélag og hér- aðsfélag fyrir Reykjavík og ná- grenni. Störf síðari ára NÚ eru héraðsfélögin orðin 28 að tölu. Eru starfandi félög í öllum sýslum landsins nema Kjósarsýslu, Vestur-Húnavatnssýslu, Norður- Isafjarðarsýslu og Vestmanneyum. í nokkrum sýslum eru tvö félög, einkum þar sem langt er milli byggðarlaga eins og í Vestur- Skaftafellssýslu og Barðastrandar- sýslu. Vöxt skógræktarfélagsskaparins má nokkuð marka af tölu félaga, en hún mun hafa verið hér um bil þessi: 1930 voru 2 fél. með um 350 meðlimi 1935 — 3 — — — 450 — 1940 — 9 — — — 1400 — 1945 — 18 — — — 3800 —

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.