Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1955, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1955, Blaðsíða 6
226 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Maur í gullnum rafmola Fyrir miljónum ára féll þessi trjákvoðudropi af barrtré og umlukti nokk- ur skordýr, og þar hafa þau geymzt síðan. ^pUTTUGU milljónir ára er býsna langur tími, en maurinn minn er þó orðinn svo gamall. Stundum tek ég hann upp úr skríni, þar sem ég geymi hann, fága hina gullnu og gagnsæu umgjörð hans, held henni upp að birtunni og dáist að því hvað hann er eðlilegur og eins og lifandi. Stundum er ég þa að brjóta heilan um hvernig á því hafi staðið, að hann sat graf- kyr meðan dapðinn hertók hann. Og þegar ég legg hann niður i skrínið aftur, reyni ég að gera mér grein fyrir sögu hans. Sennilega hefir hann fæðst og alizt upp hjá Eystrasalti, því að þaðan kemur mest af hinu gullna rafi. Á æskuárum hans hefir verið hitabeltis loftslag við Eystrasalt og þá hefir verið þar hitabeltisgróður með olíutrjám, döðlupálmum, tuli- panatrjám, fléttijurtum og margs konar gróðri. Þar hefir hann ferð- ast um skóginn ásamt herskara af drekaflugum, sem höfðu tveggja feta vænghaf, risavöxnum kaker- lökkum og kóngulóm. Á banastundinni hefir maurinn minn verið að skríða undir ein- hverju nálatré. Hægt og rólega fet- aði hann sig áfram að trjákvoðu- kúlu, sem ollið hefir út úr rót trés- ins. Grunlaus hefir hann skriðið út á þessa sléttu kúlu, en í sama bili hana fæturnir orðið fastir. Þeir hafa límzt við koðuna, svo að hann hefir ekki getað hreyft sig. Og trjá- kvoðan hélt áfram að streyma, þangað til hún lukti alveg um hann, hafði sogað hann í sig og féll þétt að honum á alla vegu. Nú var hann kominn í hið gullna hús og lífi hans var lokið, en þá byrja nú ævintýrin fyrst. Kvoðan hélt áfram að renna þangað til hún draup, og þessi dropi með maurn- um í, féll niður í byng visnaðra laufa. Þarna lá hann svo þangað til hinar miklu haustrigningar komu og vatnið flóði milli trjánna og sópaði með sér laufum og fis- um og bar á haf út. Með laufinu hefir rafdropinn borizt, og í sjón- um hefir hann máska legið um milljónir ára. En svo skolar sjór- inn honum á land og hann finnst. Svo hefir það máske verið um árið 600 fyrir Kristsburð, að hann er seldur frá Þýzkalandi til Grikk- lands og kemst í eigu þess manns, sem nefndur er Thales frá Miletus. Það var hann sem fann, að í rafinu var einhver töfrakraftur. Þegar það var núið, fékk það þann hæfileika að draga að sér létta hluti, svo sem hár, sinustrá, eða bómullar- hár. Nú kölluðu Grikkir rafið „elektron“ og því var eðlilegt að þetta dularfulla afl þess fengi nafn- ið „electricity" (rafmagn). Nú hefir rafmolinn minn máske borizt til Afríku, og einhver prins- essa hefir borið hann í ennisdjásni, sem vörn gegn illum öndum. Svo hefir einhver flutt hann til Tyrk- lands og einhver tyrkneskur höfð- ingi hefir borið hann lengi á sér sem vörn gegn sjúkdómum, því að Tyrkir trúa því, að raf hafi þann eiginleika að bægja sjúkdómum frá manni. Til þeirrar trúar er að rekja þann sið, að sígarettu-munnstykki hafa verið gerð úr rafi. Það var upphaflega til þess að engin smit- un skyldi berast milli manna, þótt margir notuðu sama munnstykkið. Það getur líka verið að rafmoi- inn minn hafi borizt til Ítalíu, því að kunnugt er að rómverskar hefð- armeyar sóttust eftir rafi. Það var talinn ómissandi hlutur meðal snyrtitækja þeirra, þótt enginn viti

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.