Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1955, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1955, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 229 eiga gamla námu, og í hvert skifti, sem hann kæmi niður í hana, fengi hann sterkan hljóm fyrir eyrun. Hann var svo viss um að þetta staf- aði af úraníum þarna, að hann ósk- aði þess að nefndin sendi sér verð- launin um hæl. Þá komu margar tilkynningar frá húsfreyum, sem höfðu keypt sér ódýra Geiger-mæla og leitað að úraníum í kring um hús sín cg bæi. Gömul kona, sem kallaði sig „Uraníum drottningu“, þóttist hafa fundið úraníum í landi sínu. Sett- ist hún að í skúrskrifli þar rétt hjá, vopnuð byssu til þess að verjast hverjum þeim, sem ætlaði að sölsa undir sig þessa „stærstu úraníum námu í heimi“, sem var auðvitað hreinasta vitleysa. Og svo var hún vör um sig að hún þorði ekki einu sinni að láta eftirlitsmenn kjarn- orkunefndarinnar skoða þetta land, af ótta við að þeir mundu taka það írá sér. Vegna þessa mikla bréfaflóðs, gaf kjarnorkunefndin út lítinn bækling, leiðarvísi um það, hvern- ig menn ætti að leita að úraníum. Hver bæklingur kostaði 35 cent og Maður með Geiger-mæli í leit að úraníum. lega 3 milljónir dollara í verð- laun. ÝMISKONAR HJÁTRÚ Þegar mestu leyndinni var létt af kjarnorku rannsóknunum og menn fengu að heyra að úraníum væri það efni, sem allt byggðist á, kom sú skoðun upp að úraníum mundi íinnast hvarvetna, jafnvel í húsagörðum. Og þá byrjaði æðið að leita eftir því. Sumar sælgætis- verslanir tóku þá upp á því, að láta börn fá í kaupbæti það, sem þær kölluðu áhöld til þess að leita að úraníum. Á fyrstu þremur árunum eftir að verðlaunum var heitið fyrir að finna úraníum, bárust kjarnorku- nefndinni rúmlega 15.000 fyrir- spurnir viðvíkjandi því hvernig ætti að finna þetta efni. Og rúm- lega 20.000 sýnishorn voru henni Um hávetur fara menn á flugvél- um upp í óbyRpð- ir til þess að leita að úranium. send, og var það hið furðulegasta samsafn. Kona nokkur skrifaði og sagði að ef kýrnar sínar gengi á ein- hverjum vissum stað í landareign sinni, þá gengi þær úr hárum. Það kenndi hún því, að þar væri úraní- um í jörð og geislarnir frá því mundu valda háralosi kúnna. Maður nokkur suður í Texas kvaðst hafa tekið eftir því að þeg- ar hann væri á leið til borgarinn- ar, þá stöðvaðist úrið sitt altaf á vissum stað. Og hann bað nefndina að senda þangað sérfræðinga sem allra fyrst til þess að athuga hvort þetta stafaði ekki af því að þarna væri úraníum í jörð. Margir spurðust fyrir um það, hvort ekki væri stórhættulegt að taka á úraníum, hvort maður gæti ekki brennst hættulega af því. Gamall maður skrifaði og kvaðst

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.