Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1955, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1955, Blaðsíða 10
230 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS hafa selzt 150.000 eintök af hon- um. Vegna hinna háu verðlauna hef- ir fiöldi manna farið í úraníumleit á ýmsum stöðum, og þess vegna hafa fundizt úraníumnámurnar í Utah, Wyoming, NewMexikó, Colo- rado og Suður Dakota og á fiölda mörgum öðrum stöðtim. Þá má og nefna námurnar sem fundust hjá Athabascavatni í Kanada, hjá Hur- on-vatni og í Ástralíu. TIRANÍITM FANNST FVTÍST 1780 Árið 1789 var býzki vísindamað- urinn Martin Heinrich Klaproth að rannsaka silfurnámu hiá Jachi- mov í Bæheimi (nú í Tékkósló- vakíu) og fann þá fyrstur manna frumefnið úraníum. Nú eru úraní- um námurnar þarna aðal bakjarl ki''T-norkumála í Rússlandi. Það er nokkuð annað að leita að úraníum heMur en góðmálmum, því að úranum (og Thorium) senda frá sér geisla, sem að vísu eru ósvnilegir, en hægt að finna með Geiger-mælum. Með einum slíkum mæli getur æfður maður farið yfir stórt landsvæði á dag og gengið úr skugga um hvort þar muni nokkurt úraníum að finna. Slíkir mælar eru af ýmsum gerðum og kosta 30—700 dollara. Þeim fylgia stundum hevrnartól og gerist þá hvort tveggja í senn, ef komið er með þá þar sem úraníum-geisla leggur unp úr iörðinni, að mælinálin fer á hreyfingu og brak og brestir heyrast i heyrnartólinu. En þó er ekki ætíð öruggt að þetta stafi af úraníumgeislum, heldur getur það einnig stafað af geimgc:si'iTn cða segulgeislum frá jörðinri. Á und- anförnum fjórum árum hafa ein- stakir menn keypt 10.000 mæla, e'n félög hafa keypt 25.000 mæla. KAPPHLAUPIÐ í KANADA Ég skrapp norður til Beaverlodge Borað eftir úr- aníum. Grjót- kólfunum, sem borvélin skilar af sér, er vandlega haldið til haga og þeir rannsakaðir. hjá Athabasca-vatni þegar kapn- hlaupið um að finna þar úraníum var sem ákafast. Þetta var í sept- ember 1952. Ég fór þangað í flug- vél og hún var full af námamönn- um, verkfræðingum og matreiðslu- mönnum, sem ætluðu að setjast að þar norður frá og taka á móti þeim forða er einstakir úraníum-leitar- menn kæmi með. En leitarmenn- irnir voru þá dreifðir um allt þar nyrðra og kepptust við að nota tímann sem bezt áður en vetur legðist að. Á vctrum er ekki hægt að leita að úraníum þarna, því að snjór þekur þá allt landið og þar er grimmdarfrost. Hvorki liggja vegir né járnbraut- ir til úraníumlandsins. Nyrsta járnbrautarstöðin er hjá Water- ways, sunnan við Athabasca-vatn- ið, en þaðan er um 350 km leið norður til námanna. Allir flutn- ingar verða því að fara fram á vatninu, og eru þar stórir pramm- ar, sem flytja fólk og farangur. í úraníumlandinu hafa svo risið upp tvær nýar borgir, sem menn nefna Eldorado og Úraníum City. Þegar maður nálgast þær í lofti, sjást út frá þeim ótal rauðleit stryk. Það eru moldargötur, sem menn hafa gert þaðan út til námanna, og hvarvetna meðfram götum þessum voru kassar og farangur. Það voru vetrarbirgðirnar handa þeim, sem þar ætluðu að hafast við. Úraníumlandið er á takmörkum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.