Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1955, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1955, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 231 Saschatchewan og hinnar miklu víðáttu, sem nefnist Northwest Territories, er nær alla leið norð- ur að íshafi. Landslag er þarna hálsótt og eru hálsarnir mosavaxn- ir og grýttir, en milli þeirra eru óteljandi stöðuvötn. Hlíðarnar eru þaktar skógi hvar sem nokkur jarð- vegur er. Þarna var áður gullnáma, sem kölluð var Goldfields. Langt er nú síðan hún var yfirgefin. En mestu úraníum námurnar eru norð ur af henni og í kring um Úraníum City. Þessi borg hefir þotið þarna upp á skömmum tíma, h'kt og gull- nemaborgir, en þar eru þó engar drykkjustofur og spilavíti, eins og í gullnemaborgunum. Þar eru komnar stórbygggingar, verslun mikil, en vörur dýrar, og þar er fjöldi bíla á ferð. Þeir hafa verið fluttir þangað á prömmum yfir vatnið. Þarna hafði stjórnin veitt félagi nokkru námaréttindi árið 1949, en þeir samningar voru nú út runnir, og hinu mikla svæði, sem félagið hafði haft til umráða, var nú út- hlutað einstökum mönnum. Var því heldur en ekki líf í tuskunum þarna, því að mörg hundruð manna voru þangað komin til þess að krækja sér í námaland. Þessir menn voru ekki með bagga á baki, eða ríðandi, eins og gullnemarnir gömlu, heldur höfðu þeir komið í flugvélum. Landið var stykkjað niður í skák- ir og var hver þeirra 1500 ferfet. Hver maður gat svo fengið 21 skák. En nú er það svo, að erfitt er fyrir einn mann að fást við úraníumleit, og eru menn því venjulega saman tveir og tveir, og fengu þeir því 42 skákir. Oft ræður stjórnin tvo og tvo menn í þjónustu sína. Er þá venju- legt að annar sé reyndur og ráð- settur og hafi nokkra þekkingu á / úraníumleit, en hinn sé ungur og hraustur. Lætur stjórnin þá fá Geiger-mæla og birgðir til sum- arsins og sendir þá með flugvél til þeirra staða, er henni þykja líklegastir. Margir hafa með sér talstöðvar, til þess að geta altaf haft samband við umboðsmenn stjórnarinnar. Þeim er greitt hátt kaup á mánuði og svo fá þeir 1000 dollara verðlaun fyrir hvern úraníumfund, sem að gagni getur komið. Þeir, sem leita upp á eigin spýt- ur, og eru svo heppnir að finna úraníum, fa endurgreiddan nokk- urn hluta af kostnaði sínum, og þar að auki hlutdeild í ágóðanum af námunni. Getur það komið fvr- ir, að sá sem finnur mikið magn af úraníum, hafi allt að 100.000 dollara upp úr því. Ef stjórninni lízt ekki á einhvern úraníumfund, má viðkomandi sjálfur reka nám- una fyrir eigin reikning. Það voru ekki færri en 5000 námaréttindasvæði, sem úthlutað var í Beaverlodge-héraði í marz- mánuði 1953. Þegar ég kom þang- að norður hafði félag nokkurt sem nefnist Gunnar Gold Mines Ltd. látið bora eftir úraníum, og afleið- TÐNAÐAR og námaborgirnar í Suður Afríku eru svipaðar Babylon að því leyti, að þar ægir saman ótrúlegum fjölda af tungu- málum og mállýzkum. Aðaltungu- málin verða að teljast enska og af- ríkanska, en svo koma um 200 mál Svertingja og fjölda margar mál- lýzkur. Það er t. d. sagt að um 80 tungumál sé að staðaldri töluð í Johannesborg. Það er því skiljan- legt að mikil þörf hafi verið á ein- hverju allsherjarmáli, sem allir gæti skilið og gert sig skiljanlega. Sama máli er einnig að gegna á ingin varð sú, að hlutabréf félags- ins, sem höfðu verið seld á 75 cent áður, hækkuðu nú upp í 15 dollara í kauphöllinni í Toronto. Skömmu síðan fannst úraníum hjá North Bay við Ontariovatn. Þá varð hamagangurinn svo mikill að ná í námalönd þar, að land kirkj- unnar var einnig mælt út. Sumarið 1953 fannst vottur af úraníum hjá Blind River. Þar voru þegar tekin 10.000 námaréttindalönd. Þótt úraníumnámurnar í Kanada séu ekki auðugar, þá eru þær dreifðar yfir mjög stórt svæði. Og í Beaverlodgé-hérnði virðast rú vera fundnar einhverjar allra mestu úraníumnámur í veröld- inni. Eldoradonámurnar, eða Port Radíum, eins og staðurinn er kall- aður, er rétt hjá norðurheim- skautsbaug. Þangað er nokkurra klukkustunda sigling frá Úraníum- borg og geta bátar farið þetta þrjá mánuði sumarsins, frá því seint í júní þangað til seint í september. Þarna er þó unnið allan ársins hring, og á vetrum lenda flugvél- ar þar á ísi rétt hjá námunum. hinum stóru búgörðum. Bændur hafa hundruð vinnumanna af Svert -ingjakyni, og þeir tala sitt málið hver. Þó er þetta einna verst í nám- unum, því að þar ægir saman öll- um tungum og mállýzkum. Upp úr þessum mála hrærigraut spratt svo allsherjarmálið Fana- galo. En hvað er þá Fanagalo? Það er hrognamál, sem kom upp á seinni hluta 19. aldar. Það er sprott- ið upp af nauðsyn, vegna þess að við illt má bjargast en ei við ekkert. Menn greinir mjög á um það hvernig mál þetta hafi sprottið upp. Allsherjarmalið Fanagalo

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.