Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1955, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1955, Blaðsíða 14
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS J 362 Halldór Jónasson: IÐ EÐA HIÐ JSLENZK tunga hlýtur að taka ýmsum breytingum er tímar líða. En það skiptir ekki litlu, hvort þær breytingar verða henni til auðgunar og fegrunar, eða til skemmdar. Við getum safn- að tökuorðum hvaðan sem er, ef þess er gætt að þau fari vel í ís- lenzkunni. Orð málsins eru hvert sem er sitt úr hverri áttinni og langt frá því að vera öll jafngóð eða íslenzkuleg, þótt þau standi hjá höfundum íslendingasagna eða sjálfum Snorra. En það sem á rit- öldinni gerði gæfumuninn var það, að hér voru á ferðinni sjálfstæðir rithöfundar og skáld, sem óvitandi voru innblásnir af anda eldri rit- menningar og kveðskap hennar Og það voru þessir menn, sem mótuðu þá tungu, sem er in sígilda fyrir- mynd vor enn í dag, bera, Corporacion de Fomento, annast víðtækar nýsköpunarfram- kvæmdir á öðrum sviðum. Við strendurnar eru víða auðug fiskimið en þeirra hefur orðið minni not en skyldi vegna örðug- leika á geymslu og flutningi aflans. En þetta hefur nú breytzt vegna nýrra frystihúsa, sem Corporacíon de Fomento hefur látið byggja. Er nú hægt að setja á markaðinn tals- vert mikið magn af nýum fiski daglega. Saltfisk flytja Venezuelabúar ínn frá Noregi og Nýfundnalandi. Ég tel að íslendingar ættu að fylgjast vel með því sem geríst í Venezuela. Grunur minn er sá að bér megi selja íslenzkan fisk. En eftir ritöldina slitnaði þráð- urinn að nokkru leyti. Ósjálfstæðir rithöfundar fara að þýða helgi- sagnir og guðsorðabækur á ís- lenzku. Setti sú starfsemi brátt mark sitt á málið. Það tapaði nokkru af eðli sínu og hljómfeg- urð, enda voru nú ekki skálda- kvæðin lengur höfð til stuðnings. Ýmsar ambögur komust á kreik, og skal hér bent á eina, sem beit sig fasta í ritmálið því til skemmd- ar og lýta um langan aldur. Þetta var in ástæðulausa breyt- ing á greininum inn, in og it (ið) —áherzlulausu smáorði, semstund- um er sett framan við lýsingarorð. Framan við þetta orð, sem á að vera áherzlulaust, var settur á- herzlustafurinn h og því þannig ruglað saman við bendifornafnið hinn, hin og hitt. Þessu ollu áhrif frá erlendum málum og átti að vera leiðrétting, með því að grein- irinn væri ekkert annað en afbök- un á áðurnefndu bendifornafni. Og enn í dag heyrist það tilfært sem ástæða gegn því að fella niður h-ið í greininum ,,að h-ið sé uppruna- legra“, þvi að eiginlega sé grein- irinn ekkert annað en sérstök notk- un á bendifornafninu hinn. Spurði ég próf. Alexander um hvað hæft væri í þessu, og sagði hann að ís- lenzki greinirinn væri ekki talinn kominn af bendifornafninu hinn, heldur væri hann samstofna við germanska fornafnið jener, sem menn kannast við úr þýzku. Fletti ég svo upp orðinu jener í þýzkri orðabók með málsogiilegum skýr- íngum, ög stóð það heíma — jénér væri af sama stofni og úm eða enn í norrænu, og er þar ekkert li. En það sem máli skiptir í þessu sambandi er ekki uppruninn held- ur ið hljóðfallslega eðli greinisins. Auðvitað er hann ekki orðinn til alveg að ástæðulausu, heldur vegna þess að brageyra manna og tilfinning fyrir hljóðfalli (rytmik) málsins krafðist þess. Og íslenzkan er ekki ein um það að þurfa á áherzlulausum smáorðum að halda í þessu skyni. Það er því einkenni • legt álit sem við og við gerir vart við sig, að sjálfstæði greinirinn sé eitthvert vandræðaorð í málinu, sem helzt eigi að útrýma, enda megi vel komast hjá að nota hann. Auðvitað er það álvafrlustafurinn h, sem hefur gert greininn a'ð vandræðaorði. Ef hann er ritaður rétt og h-laus er vandinn leystur; og þá styður hann hljóðfall bund- ins máls og óbundins, sé hann rétt og hóflega notaður. Eflaust munu þeir sem ófúsir eru að fella h-ið framan af grein- inum, ákalla hefðina og venjuna sem nú er orðin ærið löng. En gegn þeirri íhaldssemi má þá aftur segja að það sé aldrei ofseint að leiðrétta gamlar villur, sem valdið hafa varanlegum málspjöllum. Til þess að læra rétta notkun greinisins, er gott ráð að athuga hvernig Snorri notar hann. Ann- ars er svo að sjá sem sjálfstæður h-laus greinir eigi einkum vel við sjálfstæð lýsingarorð t. d.: — hann skemmti sér ið bezta — og var inn reifasti — valdi úr ina færustu — þann vetur inn næsta — hann er’ alltaf inn sami — Napóleon var kallaður inn mikli. Einnig má nota greininn, þótt nafnorð komi á eftir t. d.: — inn bezti maður — hann fór ina frægustu för — gat. sér í hvívetna ið bezta orð o. s. frv. Jón Ólafsson ritstjóri hóf um áldamötin baráttu fyrir h-lausa gréininum, én varð lítið ágengt vegna ófullkomins rökstuðnings

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.