Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1955, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1955, Blaðsíða 4
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS f }56 'Á terb um Noreg með forsetahjónunum Stafangur og Jaðar Hús við höfnina IX. HAFURSFJÖRÐUR OG SÓLA Ekki var höfð nein viðdvöl í Stafangri að þessu sinni, heldur stigið á bíla og ekið rakleitt út á flugvöllinn hjá Sóla, því að þar skyldi kvöldverður snæddur. Leiðin þangað liggur fyrir botn Hafursfjarðar. Er hann ólíkur þeim fjörðum, er vér höfðum áður séð. Engin fjöll eru að honum og hann breiðir úr sér og er allvíður innst. En yzt er hann þröngur mjög og líkist því mest hópi, stóru stöðu- vatni, sem er tengt við hafið með mjóu sundi. Þarna stóð in nafn- fræga Hafursfjarðarorusta, sem svo víða er getið í sögum, en ekki lýst að neinu ráði. Sagt er að Har- aldur konungur hárfagri hafi verið fyrir í Hafursfirði með skipaher sinn, þegar þeir komu þar að Þór- ir haklangur og Kjötvi með sinn her. Haraldur hefur því valið or- ustustaðinn. Varla mun hann hafa farið með skip sín inn í fjörðinn, þar sem hægt var að sækja að hon- um öllum megin. Sennilegra er hitt að hann hafi lagt skipum sín- í Stafangri um síbyrt þvert yfir sundið yzt í firðinum, og þar hafi orustan stað- ið. Urslit þeirrar orustu réðu því, að höfðingjar flýðu land og leit- uðu margir til íslands. Hér er því merkilegur sögustaður, hér skap- ast örlög tveggja þjóða. Eftir þessa orustu verður Noregur eitt ríki, en samtímis byggist ísland og verður að sjálfstæðu ríki. Og nú var íslenzkur þjóðhöfð- ingi kominn í fyrsta skifti á þess- ar örlagaslóðir. Það var merkileg stund. Þjóðirnar, sem skildust hér í bræði fyrir nær 1100 árum réttu nú hvor annari bróðurhönd á þess- um sama stað, til merkis um órofa vináttu og samvinnu fyrir frelsi og friði og sameiginlegum menn- ingararfi. Skilningur á þessu kom ljóst fram í grein í „Stavanger Aft-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.