Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1955, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1955, Blaðsíða 6
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 458 ekki gott að átta sig á henni í fljótu bragði. Þar er útgerð mikil, siglingar og verksmiðiurekstur. Þar er hver niðursuðuverksmiðjan við aðra, og ber þar mest á Bjell- and, því að hann á þarna tíu verk- smiðjur, sem hann hefir verið að reisa smám saman. Hann er heims- frægur, því að niðursuðudósir hans hafa farið um allan heim og borið nafn hans og Stafangurs til yztu endimarka jarðarinnar. En Stafangur hefir líka annan svip en að vera útgerðar-, siglinga- og verksmiðjuborg. Þar sitja gamli og nýi tíminn hlið við hlið og tog- ast á um yfirráðin. í miðbænum skiftast á gömul timburhús og há- reistar byggingar úr steinsteypu og gleri. Hér eru á víxl öngstræti og breiðgötur með nýtízku versl- unum. Gömlu timburhúsin þrauka í trássi við skipulag og framfarir, halda fast í frumburðarrétt sinn og minnkast sín ekki við hliðina á hinum glæstu byggingum. Þegar út fyrir miðbæinn kemur brevtir staðurinn enn um svip. Þar koma breiðar götur, fagrir trjágarðar og hús með margbreyti- legum byggingarstíl, að öðru leyti en bví, að flest timburhúsin eru súðþiljuð að utan, og er það víst eitt af einkennum Stafangurs. Og ekki má gleyma sölutorginu við botninn á víkinni í miðbænum. Það er gríðarstórt og er þar víst oft margt um manninn. Á miðju torginu stendur líkneskja skáldsins Alexanders Kjellands og gnæfir yfir manngrúann. Kjelland fædd- ist í Stafangri 1849, á ættaróðali feðra sinna. sem heitir Ledaal. Ár- ið 1871 tók hann embættispróf í lögfræði, settist þá að í Stafangri, giftist og keypti Malde teglverk. Rak hann þá verksmiðju í 9 ár, en seldi hana 1881 og fluttist til Kaupmannahafnar. Þar var hann 5 ár og fór þá til Frakklands og var í tvö ár hjá systur sinni, sem átti heima í litlu þorpi rétt utan við París. Árið 1888 kom hann heim og settist að í Stafangri. Gerðist hann nú ritstjóri að „Stav- anger Avis“, en hætti aftur eftir eitt ár. Haustið 1891 varð hann borgarstjóri í Stafangri og amt- maður 9 árum seinna. En þá var heilsa hans mjög á þrotum. Hann andaðist 1906 og er grafinn hjá feðrum sínum í gamla kirkjugarð- inum í Stafangri. En borgin held- ur minningu þessa mikla sonar síns í heiðri, og hefir reist þessa h'kneskju af honum þar sem mest er um manninn. Húsið hans, Le- daal, er varðveitt sem þjóðar helgidómur, og þar býr konungur þegar hann kemur til Stafangurs. í þessu húsi helt Norem fylkismað- ur forsetahjónunum veizlu, daginn eftir að komið var til borgarinnar. Svo segja fornfræðingar að á Rogalandi muni hafa verið þétt- býlla en í öðrum héruðum Nor- egs í fornöld. Og enn er þar mikil byggð í sveitum, og þar úir og grú- ir af nöfnum, sem vér könnumst vel við. Umhverfis Stafangur finn- um vér meðal annars þessi nöfn (að vísu skrifuð á annan hátt): Laufás, Galtavík, Slétta, Breiða- vík, Hlíð, Lómaland, Berg, Hellu- land, Giljar, Haukahlíð, Bergvík, Hella, Dýradalur, Hvammur, Strönd, Holtar, Ás, Tunguland, Botn, Nes, Hrísar, Seljadalur, Hagi, Kolsnes. Völlur, Hóll, Kleppur, Yxnavað, Braut, Dysjaland, Kvfar, Ánastaðir, Hof. Þetta er aðeins tek- ið af handahófi. Norðar eru svo mörg nöfn, að ekki þýðir að telja þau, en geta má þó nokkurra, sem einnig finnast hér á landi, en eru fátíð: Brattland (hér hefir aðeins ver- ið einn bær með því nafni, í Hörgs- landshreppi í V.-Skaftafellssýslu). Göltur (svo heitir bær í Grímsnesi, fjall norðan við Súgandafjörð og bær þar samnefndur). Kléberg (það er örnefni á Kjalarnesi). Flangastaðir (hér voru tveir bæir með því nafni, annar í Gullbringu- sýslu, hinn í Skaftafellssýslu). Lýsa og Lýsufjörður (Lýsa er á Snæ- fellsnesi og þar eru einnig bæa- nöfnin Lýsudalur og Lýsuhóll). Ámós (Ámá var bær í Héðinsfirði; nafnið er dregið af lýsingarorðinu ámur s. s. dökkur, en finnst ekki í öðrum nöfnum hér á landi). Þá er og nafnið Skjaldastraumur, en hér er til Skjaldatröð á Snæfells- nesi. Það er skemmtilegra að ferðast um þá staði þar sem slík nöfn mæta manni hvarvetna, nöfn sem maður þekkir og skilur, heldur en að ferð- ast um lönd þar sem öll nöfn eru framandi og óskiljanleg. ^ERIÐ var um kyrrt í Stafangri fimmtudaginn 9. júní og skoð- að ýmislegt markvert, sem þar er að sjá. Var það fyrst og fremst dóm- kirkjan, sem er mikið hús, en hefir verið byggð í áföngum. Biskups- stóll var settur í Stafangri á dögum Sigurðar konungs Jórsalafara, og Snorri getur um fyrsta biskupinn þar 1128. Hét hann Reynaldur og var enskur. Er talið að hann muni hafa látið byrfa á byggingu þess- arar kirkju. En hann varð ekki langlífur, því að Haraldur gilli lét taka hann af lífi 1133. Magnús kon- ungur lagabætir helt áfram kirkju- smíðinni og er talið að kórinn sé frá hans dögum. Það er sennilega vegna þess að enskur biskup hóf kirkjusmíðina, að kirkjan er helguð enskum dýr- lingi, St. Svithun, sem fslending- ar hafa kallað Sviðhún. Hann var biskup í Worchester, sennilega á árunum 852—862. Á 10. öld var hann tekinn í dýrlingatölu. Þá var dómkirkjan í Worchester endur- reist og helguð honum og skrín hans sett þar inn. Það eyðilagðist

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.