Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1955, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1955, Blaðsíða 7
L' LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 45? 1538. En þótt skrín dýrlingsins væri í dómkirkjunni í Worchester, var annað skrín hans í dómkirkj- unni í Stafangri, og er þess enn getið þar í máldaga kirkjunnar 1517, en það er eini máldaginn frá þeim tíma sem varðveizt hefir í Noregi. í Noregi voru lögleiddar tvær Sviðhúnsmessur, önnur 2. júlí, en hin 30. október. Telja menn að seinni messan muni vera til minn- ingar um að þann dag hafi dóm- kirkjan í Stafangri verið vígð. í Englandi voru 43 kirkjur helg- aðar Sviðhún, og St. Svithuns Day er þar talinn merkisdagur vegna veðráttu, því að honum fylgi alltaf 40 bræður. Eftir siðaskiftin varð Sviðhúnsmessa 2. júlí að víkja fyr- ir vitjunardegi Maríu, og var hún þá færð aftur til 15. júlí. Ekki er kunnugt, að nein kirkja á íslandi hafi verið helguð Sviðhún. Aftur á móti voru 72 kirkjur á íslandi helgaðar norska dýrlingnum Ólafi helga, eða 17 fleiri en sjálfum dýr- ling íslendinga, Þorláki biskupi. En þótt Sviðhún væri engin kirkja helguð hér á landi, voru messur hans löggiltar hér. Og þess vegna standa enn í dag tvær Sviðhúns- messur í íslenzka almanakinu, Sviðhúnsmessa in fyrri 2. júlí og Sviðhúnsmessa in seinni 15. júlí. Enska þjóðtrúin, að veður breytt- ist með Sviðhúnsmessu og eins og þá viðrar muni viðra næstu 40 daga, barst til Noregs og var þar æði lengi viðloðandi. Til íslands barst þessi trú líka, því að svo segir í gömlum veðurspám: „Bjart veður á Þingmaríumessu (2. júlí) boðar góða tíð, og ef votviðri ganga dagana á undan og birtir upp með henni, verður oftast þurrt í júlí- mánuði“. Biskupsstóllinn í Stafangri stóð fram til 1685, en var þá feldur nið- ur, og ekki endurreistur fyr en 1925. Dómkirkjan er öll úr höggn- um steini, með súlna og vegg- skrauti, og í aðalkirkju standa voldugar og háar súlur hlaðnar úr steinum. Á vegg hangir minning- artafla um „Ögmund Finnsson til Hestby, Kongens og Rikens drott- sete í Norege“. Hann hafði and- ast í Halsnöy-klaustri 14. apríl 1388, og er grafinn hér að kirkj- unni. Frá kirkjunni lá leiðin til einnar af verksmiðjum Bjellands og var hún skoðuð undir leiðsögn for- stjórans, Chr. W. Bjelland, en því miður stóð svo á, að verksmiðj- urnar voru ekki starfandi, vegna þess að nú var engin veiði. Þaðan var svo haldið til Norsk Herme- tikkfagskole. Skóla þenna hafa niðursuðuverksmiðjur í Noregi stofnað og byggt yfir hann stór- hýsi. Reka þær svo skólann sjálf- ar, og greiða í rekstrarkostnað 3% af andvirði framleiðslu sinn- ar, og nægir það, svo að skólinn nýtur einkis styrks af opinberu fé. Er þetta mjög merkileg stofn- un, sem veitir vísindalega þekk- ingu á öllu því er viðkemur nið- ursuðu fiskmetis. í þessum skóla ala þeir upp sína eigin vísinda- menn til starfa í verksmiðjunum. Manni varð á að hugsa sem svo, að gott væri ef einhver efnilegur Islendingur fengi að stunda nám við þennan skóla. Og það væri svo sem eftir Norðmönnum að þeir sýndu Islandi þá velvild að taka einhvern mann þar til náms, enda þótt þetta sé „lokaður“ skóli, og einkafyrirtæki norsku niðursuðu- verksmiðjanna. Chr. W. Bjelland forstjóri og Hapnes skólastjóri sýndu gestunum öll húsakynni og útskýrðu fyrir þeim hvernig kennslunni væri hagað. Þaðan var haldið til Stavanger- flint, en það er verksmiðja, sem framleiðir allskonar leirvörur og postulín. Þar eru um 250 menn í vinnu. Hráefnið (leirinn) er sótt til Englands og tekið úr 10 þúsund ára gömlu leirlagi, en kís til brennslunnar fá Norðmenn heima hjá sér. Brekke forstjóri fór með gesti um alla verksmiðjuna og sýndi þar hvaðeina. Þessar heimsóknir voru til þess að minna menn á, að Stafangur er mikill iðnaðarbær og að iðnaður stendur þar á háu stigi. SUÐUR Á JAÐAR Seinasta deginum í Noregi (10. júní) var varið til þéss að skoða sig um á Jaðri. Þaðan var Þor- valdur á Dröngum, faðir Eiríks rauða, og þaðan var Auðólfur, tengdasonur Helga magra. Hann nam Öxnadal og bjó á Bægisá. Ekið var fyrst umhverfis botn Hafursfjarðar og fram hjá flug- vellinum hjá Sóla. Þetta er stærsti flugvöllur Norðmanna. Eru þar grænar og ræktaðar grundir milli flugbrautanna, og voru þessar grundir nú nýslegnar, en annars var hvergi hafinn heyskapur í landinu. Var byrjað á því að sýna hvað þeir gera við töðuna af flug- vellinum og er það gott sýnishorn þess hvað Norðmenn eru nýtnir og hvað þeim er sýnt um að láta ekkert fara til spillis. Þeir gera töð- una að iðnaðarvöru. Skammt frá flugvellinum hefir verið reist dá- lítil verksmiðja og þangað er ný- sleginni töðunni ekið. Þar er hún svo sett í ofn og þurrkuð við mik- inn hita. Er hitinn svo mikill að nýslegin taðan skrælþornar á 15 mínútum og verður glerhörð. Síð- an er hún möluð og sett í sekki. Fagurgrænt mjölið er notað til þess að fóðra á því svín og hæns. Er ekki sjáanlegur neinn munur á því og „alfaalfa" fjörefnamjölinu, sem selt er í lyfjabúðum. íslendingar gæti vel hagnýtt sína töðu á þennan hátt. Hér í Reykjavík kemur árlega geisimik-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.