Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1955, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1955, Blaðsíða 12
E 464 ' LE6BÖK MORGUNBLAÐSINS ' Merkum úiungu núð: Ljósmyndun himi nhvolfsins lokið Þetta er útdráttur úr grein eftir dr. Ira Sprague Bowen, forstjóra hinna miklu stjörnurannsóknastöðva á Mount Wilson og Palomar. Greinina ritaði hann í tilefni af því, að nú er lokið því stórvirki að mynda himingeiminn með svo öflugri fjarsjá, að myndirnar ná til hnatta, sem eru í 600 milljóna ljósára fjarlægð. Að visu er hér ekki um allan himingeiminn að ræða, heldur þá % hluta hans, sem hægt var að mynda af Palomarfjalli. f TNDIR inu mikla hvolfþaki, sem ^ byggt er yfir ina 200 þumlunga víðu Hale-stjörnuspá á Palomar- fjalli í suðurhluta Kaliforníu, er nú dýrmætur fjársjóður geymdur. Og í Pasadena, sem er 145 km. það- an, ér samskonar fjársjóður geymd- ur í kjallara sem er þremur hæð- um undir yfirborði jarðar. En vér stjörnufræðingar höfum þó enga löngun til þess að grafa fjársjóði. Starfsvið vort er í him- ingeiínnum og vér getum tekið undir með Plato, er mælti svo fyrir nær 2500 árum: „Stjörnu- fræðin knýr sálina til þess að horfa hátt, og hún bendir oss frá þessum heimi til annars heims“. Fjársjóður sá, er vér höfum lok- að inni í jarðhvelfingu í Pasadena, verður eigi metinn til fjár. Það eru frummyndirnar af himingeimnum, sem teknar hafa verið á stjörnu- rannsóknarstöðinni á Palomar. En í Hale stjörnurannsóknarstöðinni eru hinar sömu myndir, teknar á gler. Eftir sjö ára þrotlaust starf hef- ir oss nú tekizt að ljósmynda him- inhvolfið. Til þess var notuð in einstæða Schmidt stjörnusjár-ljós- myndavél, sem er 48 þumlungar í þvermál og dregur sem svarar 600 milljónum ljósára út í geiminn. En það samsvarar 3.600.000.000.000.000. 00.000 enskum mílum (36 með 20 núllum á eftir). Nú er verið að senda fyrstu ljós- myndirnar úr þessu safni til stjörnurannsóknastöðva, háskóla og vísindastofnana um allan heim. Þær eru í flokkum og eru 200 myndir í hverjum flokki, en á hverri mynd billjónir stjarna. Alls eru myndirnar 1758, og innan skamms tíma verða þær allar komnar á ákvörðunarstaði. Með þessu móti hefir stjörnufræðin öðlast einstæða heildarmynd af himingeimnum. Eg er viss um að um tugi ára mun hún standa sem óbrotgjarn minnisvarði yfir leit mannsins á sviði ins óþekkta og máske óþekkjanlega. Þessi ljósmyndun var göfugt starf og eg þori að fullyrða að það var framkvæmt með samvizku- semi. En ýmisleg óhöpp komu þó fyrir, og sum næsta brosleg. Það var þýzkur maður, Bernard Schmidt, sem smíðaði stjörnusjár- ljósmyndavélina 1930. En það eru ekki nema sjö ár síðan að Ijós- myndun gat hafizt. Á þessum sjö árum hefir oss tekizt að ljósmynda allt himinhvolfið, eins og það sézt af Palomar-fjalli. Vegna þess hve tækin eru marg- brotin, reyndist starfið erfitt í byrj- un. Fyrstu þrjá mánuðina varð að fleygja tveimur þriðju hlutum af öllum myndunum, vegna galla, sem á þeim voru. Stundum var það að kenna galla á filmunum, stundum var stjörnusjáin ekki rétt stillt, stundum voru myndirnar hreyfðar, og stundum var þetta að kenna loftlagsbreytingum. Yfirleitt má segja að vér höfum orðið að fleygja um 45% af öllum myndum, af þessum ástæðum, því að æðsta boðorð okkar var vandvirkni og nákvæmni. Og við höfðum í upp- hafi gert svo háar kröfur til okkar sjálfra að ógerningur virtist að fullnægja þeim. Það var einmitt vegna þessa hvað margar myndir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.