Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1955, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1955, Blaðsíða 14
[ 466 : - LESBÓK MORGUNBLAÐSINS LIFSSNS LINÐ r fram § henni allar stjömur þótt þær beri ekki meiri birtu en einn 1 milljónasta af birtu hinna dauf- ustu stjarna, sem greindar vrerða með berum augum. Með öðrum ! orðum, á þessari mynd sjást stjörnur, sem eru þrisvar til tíu sinnum lengra í burtu heldur en 1 fjarlægustu stjörnur, er áður þekktust. Þessi mynd nær yfir 25 sinnum stærra svið af himin- • geimnum, heldur en áður hafði tekizt að ljósmynda. Eg hefi oft verið beðinn um að skýra frá því í stuttu máli hvaða gagn sé af þessari himinmynd. Það er ekki hægt. Gagnsemi henn- ar fyrir stjörnufræðinga er næst- um takmarkalaus. En á einstök atriði mætti þó minnast. í fyrsta lagi þá hefir mynd þessi stórkostlega þýðingu, þar sem hún sýnir geiminn eins og hann leit út frá Palomarfjalli um miðja 20. öld. Hér er í fyrsta skifti fengið eina fullkomið „landabréf* af him- ingeimnum, eins og hægt er að gera með beztu tækjum. Það bend- ir stjörnufræðingum á hvar þeir eigi að leita sér frekari vitneskju með 200 þumlunga Hale-stjörnu- 1 sjánni, eða einhverri annari öflugri ! stjörnusjá. Þarna er hægt að glíma 1 við hvað sem er, því að á mynd- inni eru halastjömur, smástirni, venjulegar stjörnur, stjörnuþokur, stjarnahverfi, vetrarbrautir og vetrarbrautahverfi. Fyrir 25 árum uppgötvaði dr. Edwin P. Hubble, að fjarlægir himinhnettir voru á hraðri ferð út í geiminn og hraðinn því meiri sem þeir voru lengra burtu. Upp úr þessu kom fram sú kenning, að rúmið væri að þenja$t út. Til þess að sannprófa þessa kenhingu verð- ur að hafa upp á mörgum mjög fjarlægum stjörnuhverfum og mæla hraöa þeirra. Myndirnar frá Palomar hafa í þessu efni reynzt mjög þýðingarmiklar fyrir dr. TlffENN HAFA heyrt getið um „þungt vatn“ — vísindamenn kalla það deuterium — sem notað er við kjarnorku-framleiðslu. Það er dýrara en gull, en er þó alveg eins og venjulegt vatn að útliti, og menn geta drukkið það án þess að finna neinn mun þar á. Þetta „þunga vatn“ nota vísindamenn nú til þess að rannsaka hvaða gagn vatn gerir líkama mannsins, hvaða áhrif það hefir á blóðið, og hvern- ig fer fyrir mönnum ef þeir fá annaðhvort of mikið eða of lítið vatn. Þeir láta menn drekka þetta þunga vatn, eða því er dælt inn í æðar manna. Og vegna þess að þungt vatn er frábrugðið venju- legu vatni í því, að hver öreind vetnis hefir tvær rafeindir í stað einnar geta vísindamenn fylgzt með því á hringferðinni um mann- legan líkama. Þeir rannsaka þvag Milton L. Humason, sem tók upp rannsóknastarf dr. Hubble, þegar hann féll frá. Dr. Humason hefir þegar fundið stjörnuþyrpingar, sem eru á svo hraðri ferð að þær fara um 60.000 km á sekúndu. í öðru lagi má geta þess að allar myndirnar eru teknar á tvenns konar plötur, sem ýmist eru næmar fyrir rauðu eða bláu ljósi. Vegna þessa geta stjörnufræðingar gert greinarmun á inum kólnandi rauðu sólum og inum heitu bláu sólum. Þetta mun létta starf þeirra og rannsóknir mjög mikið. í þriðja lagi má geta þess, að nú geta stjörnufræðingar séð hvernig stjörnur, stjörnuþokur og og svita og þeir geta komizt að því hvar vatnið staðnæmist í lík- amanum. Það eru ekki nema rúm 25 ár síðan þungt vatn var uppgötvað, og enn skemmra síðan farið var að framleiða það að nokkru ráði. Tvær aðferðir eru til þess að fram- leiða þungt vatn. Önnur er sú að eima venjulegt vatn, því að þunga vatnið þarf meiri hita til þess að gufa upp; þetta er þó seinleg að- ferð, því að úr 13.000 smálestum af venjulegu vatni fást ekki nema 13 grömm af þungu vatni með þessu móti. Hin aðferðin er sú að hleypa rafmagnsstraum í venju- legt vatn. Allir vita að vatn er manni nauðsynlegt til þess að geta lifað, en fáir gera sér víst grein fyrir því, að líkami mannsins er að tveimur þriðju hlutum vatn. Ekk- vetrarbrautir eru staðsettar í geimnum. Vér vissum áður að stjörnur hnappast billjónum sam- an og mynda disklaga hverfi, er vér köllum vetrarbrautir. Á mynd- inni má sjá margar milljónir þeirra. En oss skortir alla þekk- ingu á því hvernig þessi heims- hverfi skipast í hin stærstu heims- hverfi, samband vetrarbrautanna. í fjórða lagi mun myndin hafa mikla þýðingu fyrir þá sem eru að rannsaka útvarpsbylgjurnar, sem koma til jarðarinnar einhvers staðar utan úr ómælisdýpi geims- ins. Nú getur myndin ef til vill bent mönnum á hvaðan þessar undarlegu bylgjur koma.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.