Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1955, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1955, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 467 n orecjur Þú fagra land með foss í þröngu gljúfri með furuskóg og birkiklædda hlíð, um harðgert lyngið hendi strýk ég ljúfri hér er útsýn dásamleg og fríð. Þú fjallaland með fönn um Jötunheima með fráan elg og grimman skógarbjörn. Til fjalla þinna ég ferðamenn sé streyma er frystir að og ísinn byrgir tjörn. Nestisbagga og værðarvoð ser biiidur vaskur sveinn úr þorpum jafnt sem bæ. Því margra freistar hár og tíginn tindur með töfrabros og hvítan vetrarsnæ. Þú írjalsa land með fornkonunga sogur, með fræga menn eg dýrast meyjava!. Með fleiri þúsund eyar bæði og ögur. Ásýnd þína ég lengi muna skal. OLAFUR JÓNSSON frá Elliðaey. ert líf getur þróazt þar sem ekki er vatn Húðin varnar því að mað- urinn blátt áfram gufi upp. Ef gat kemur á höfuðskelina, þá gufar heilinn upp, því að hann er að 9 tíundu hlutum vatn. Blóð, sviti og tár eru að mestu leyti vatn. Lík- aminn þarf vatn til þess að kæla sig, annars mundi hann brenna upp. Nýrun þurfa stöðugt að fá vatn til þess að geta haldið áfram starfsemi sinni. Og umfram alít þarf líkaminn að fá mikið vatn til þess að geta endurnýað sig. Allar frumur eru forgengilegar og aðrar nýar þurfa að koma í staðinn, en þær skapast ekki nema því aðems áð líkaminn fái nóg vatn. Meðan likaminn getur endur- nýáð sig, gengur allt vel. Og til þess að geta endurnýað sig þarf hkaminn stöðugt á nýu vatm að halda. Vatnið í líkamanum fer for- görðum á ýmsan hátt, og nýtt vatn verður að koma i staðinn ef raenn eiga að halda heilsu og lífi. í öllum vélum er kælingin eitt af því nauðsynlegasta. Svo er og um líkamann. Og þar hefir vatnið öðru hlutverki að gegna. í líkam- anum fer fram stöðugur bruni og vatnið heldur honum í skefjum. Með útgufun vatns úr líkamanum fylgir hiti, sem maðurinn þarf að losna við svo hann blátt áfram brenni ekki upp. Flestar skepnur, og þó sérstaklega maðurinn, þola betur kulda en hita. Líkamshiti manna er um 37 stig, en ef hann kemst yfir 41 stig, þá deya menn, blátt afram vegna þess að þá verð- ur í lífsvefjunum samskonar breyting og menn sjá a eggjahvítu, þegar hún kemur í heitt vatn. Manninum má líkja við sílogandi eld. Stundum er bruninn hægfara, stundum örari, eftir því hvað menn reyna á sig. En um leið og bruninn verður of ör, deyr maðurinn. Lik- aminn verður því stöðugt að kæla sig, og sú afkæling fer fram með útgufun og andardrætti. Og um leið og menn svitna mikið, losnar líkaminn við mikinn hita. Eftir því sem lofthitinn er meiri, eftir því verður líkaminn að losa sig við meiri hita. Þurfi maður þá að vinna einhverja erfiðsvinnu, bogar af honum svitinn og hann þyrstir. Þaðer vegna þess að líkaminn þarf á nýju vatni að halda í stað þess, sem hann missir, og' menn verða að drekka. Ef menn svitna mjög mikið og þurfa þess vegna að drekka mikið, reynir þetta mjög á hjartað, og þess vegna hafa þeir, sem búa í heitum löndum, fundið upp það snjallræði að reyna ekk- ert á sig meðan hitinn er mestur. Svitinn er þó ekki eingöngu vatn, því að með honum skolast einnig salt úr líkamanum. Ef menn svitna mikið, geta liðið margir dagar þangað til líkaminn hefir atfur fengið nóg sait úr matnum til þess að vega á móti því, sem hann hefir misst. Drekki menn mikið vatn til þess að fullnægja vatnsþörf líkamans. er hætt við að blóðið „þynnist“. Það er að vísu ekki hættulegt, en hætt er við að menn verði miður sín, bæðí and- lega og líkamlega í tvo eða þrjá daga. Nýrun eru eitt af merkilegustu líffærum mannsins, því að þau halda vatnsmagni líkamans í jafn- vægi. Ef nýrun bila, þá er skammt dauðans að bíða. Saga nýrnanna er annars einkennileg. Upphaflega voru þau aðeins ætluð til þess að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.