Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1955, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1955, Blaðsíða 16
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS [ m losa líkamann við það vatn, sem hann þarf ekki að nota, en seinna bættist það hlutverk við, að sjá um að alltaf bærist nægilega mik- ið af vatni út í líkamann. Og jafn- framt þessu eiga þau að sjá um að hreinsa úr líkamanum óhol1 efni og úrgangsefni. Og með þessu halda þau blóðinu hreinu. Maður getur jafn auðveldlega dáið úr þorsta úti á hafi, eins og á eyðimörk. I sjónum er meira salt heldur en í líkamanum, og ef vér drekkum sjó, þá verður líkaminn sjálfur að leggja til vatn til þess að vega upp á móti seltunni. Vatn, sem vér drekkum, berst út í blóðið, en sjávarseltan dregur vatn úr blóðinu, svo að vér erum ver farnir en áður með því að drekka sjó. Og ef menn drekka nokkuð að ráði af honum, þá verða þeir fyrst brjál- aðir og deya síðan. (Þýtt). tíR BÆN eftir séra Þorlák Þórarinsson: Varð- veit oss frá hungri, drepsótt, dýrtíð, hernaði og landplágum; frá stormum, eldgangi, reiðarþrumum og allra höf- uðskepnanna vofeiflegu skaðræði. — Varðveit oss frá loftöndum, villudýr- um, eiturormum, illkvikindum, draug- um, forynjum og djöfulsins ógnunum; frá grimmum sjúkdómum, slysum, óförum, lífsháska og limatjóni, bráð- um dauða og allri ólukku. Láttu þína hægri hönd leiða oss, þinn anda stjórna oss, þitt englalið vernda oss, vertu sjálfur vor allra meina bót, vor vörn og verja, vor heill og hjálpræði. (Eftir gömlu handriti). SÖLVATEKJA f SKERJAFIRÐI í höfuðdagsstrauminn voru söl tek- in. Var þá farið á bátum út í sker, sem eru innarlega í Skerjafirði, og Stafa-Bridge ¥¥ÉR er alveg ný dægradvöl eða stafa- ■■■ þraut, og hún er máske skemmti- legust fyrir það, að enginn ákveðin lausn er á henni. Það er hægt að leysa hana á fleiri en einn hátt. En keppi- keflið er að fá 13 ráðningar, og það er sama sem að gera stóraslemm. Eins og þið sjáið er hér upp dreginn tígull, spaði, lauf og hjarta, og innan í þeim eru nokkrir stafir, sem á að raða í fjögurra stafa nafnorð, þó ekki eigin- nöfn manna né dýra né örnefni. Nokkr- ir stafir geta talist til tveggja lita og geta menn þá valið um hvorum litn- um þeir láta þá fýlgja. Nú á t. d. að byrja í spaða og finna þar eitthvert 4 stafa orð, sem endar í tígli. Fyrsti staf- urinn er gefinn, svo að þetta ætti að vera auðvelt. En svo verður næsta orð að byrja á þeim staf, er hið fyrra end- aði á, og þannig koll af kolli þangað lágu sölin á flúðum. Náðist ekki í þau nema í góðri fjöru. Voru þau tekin með höndunum, tínd í smáhrúgur og borin í laupum út í bátinn. Voru bát- arnir fylltir af þeim, en ekki voru þau talin hirðandi, nema þau væri hrein og enginn skeljungur í þeim. Þegar heim kom, voru þau breidd upp á tún, og látið rigna úr þeim einn dag, og svo var þeim snúið og þau þurrkuð í tvo daga. Því næst voru þau borin inn í hlaða og geymd og gefin að vetrinum kúm til ábætis á kvöldin. Voru kýr ákaflega sólgnar I sölin, enda angaði lyktin af þeim, og græddust kýrnar greinilega, meðan þær fengu sölin. (Sjósókn — endur- minn. Erl á Breiðabólsstöðum). til menn hafa gert stóraslemm, fundið þrettán orð, sem byrja og enda í þeim litum, sem til er tekið á meðfylgjandi skrá. Fyrsta orðið byrjar sem sagt í spaða og endar í tigli, og menn mega ekki fara út fyrir umráðasvið þessara tveggja lita. Næsta orð byrjar svo í tigli, á þeim staf, sem fyrra orðið end- aði á, og því lýkur í laufi. Til þess að finna það mega menn ekki fara út fyrir umráðasvið þessara tveggja lita. Og þannig er haldið áfram. Menn mega nota sama bókstafinn oftar en um sinn, þó ekki tvítekinn í sama orði. Við samning þesssarar þrautar eru ákveðin nafnorð höfð í huga. En það er ekki endilega sú rétta ráðning. Vel getur verið að menn finni önnur orð og komist samt í stóraslemm. Færið orðin inn í reitina á skránni, en þó er ráðlegt að skrifa ekki neitt orð fyr en menn eru vissir um að þeir geti haldið áfram og myndað orð, sem byrjar á seinasta staf, innan takmarka þeirra lita, sem ákveðnir eru. Orðskrípi eða nýyrði mega menn ekki nota. Byrjið þið svo á þrautinni — og góða skemmtun. p- - - ♦ 4 * * 4 f 4 4 4 4 f f G + W » - HÁl 1 .FSU SLE ‘HM mm

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.