Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1955, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1955, Blaðsíða 6
f §38 'W LESBÓK MQRGUNBLAÐSINS jCeiLfc anffaua ni. LEIKGILDI EIKFANG er gripur, sem á að örva tilraunaþrá barns- ins og afla því reynslu. Þetta má kalía leikgildi barnagullsine. — Leikurinn má ekki vera ein- skorðaður við leikfangið, því að þá lærir barnið ekkert af því. Gott leikfang á að kenna barn- inu að leika sér, það á sjálft að benda barninu á að það sé til margra hluta nytsamlegt. Þegar menn velja leikfang, er ágætt ráð að spyrja sjálfan sig sem svo: „Er leikurinn einskorð- aður við leikfangið, eða kennir það barninu að leika sér?“ Ef leikfang hefur þann hæfileika að það getur kennt barninu að leika sér, ef það getur brugðið sér í ótal leikfanga líki, þá gefur það hugmyndaflugi og athyglisgáfu barnsins alveg lausan tauminn. í þessu er leikgildi þess fólgið. Kubbar eru leikfang af þessu tagi. Þá má nota á óteljandi vegu. Börnin geta látið þá tákna hvað sem vera skal og raðað þeim á svo marga vegu að alltaf komi fram nýtt og nýtt viðhorf. Bíll, sem hægt er að draga upp og rennur af sjálfu sér, og er nákvæm eftirlíking af allra ný- ustu bílum, er Ijómandi fallegt leikfang. En leikurinn er allur fólginn í því sjálfu. Það þarf ekki annað en draga það upp, og svo sér það sjálft um leikinn. Hér er það leikfangið sem leikur sér, en ekki barnið. Fullorðnir geta dást að hve haglega það er smíðað, en barnið hefur engan áhuga fyrir því. Það fær ekki skilið hvað það er sem knýr bílinn áfram, því að það hefur engan skilning á vél- fræði og iðnfræði. Það vill að- eins leika sér, taka sjálft þátt í leiknum af lífi og sál. Vel má vera að það hafi gaman að því einn eða tvo daga að sjá bílinn renna sjálfkrafa. En svo er það búið, vegna þess að það getur ekki leikið sér við bílinn. Og svo gefst það annað hvort upp á honum, eða rífur hann í sundur til þess að komast innan í hann og sjá hvað það er sem knýr hann áfram og hvort ekki sé hægt að leika sér við það. Hér hafa verið nefnd tvö dæmi er hafa úrslitaþýðingu, þegar velja skal leikfang handa barni. Það er um að gera að leikfangið sé þannig að það henti barninu sem ímynd hinna ólíkustu hluta, og kenni því að leika sér. istaflokknum, og þess vegna verð- ur að fara að þeim með sérstakri gætni. Félagi Molotov veit að þér hafið þar mikið fylgi, einkum með- al yngra fólksins, og þess vegna vill hann að þér haldið á stjórnar- taumunum þangað til landið hefur sameinazt sovétríkjunum. Ef þér segðuð af yður núna, þá gæti orðið erfitt að útskýra það....“ „Það getur lfka verið að þér yrð- uð að fara frá á annan hátt, og það væri verra fyrir yður,“ sagði Dekanozov. „Bezta ráðið fyrir yður er að ganga í flokkinn....“ Ég svaraði því að ég mundi gera það, sem ég áliti bezt fyrir ættjörð mína. „Það væri bezt fyrir þjóð yðar að þér kennduð henni að vera vin- gjarnleg í vorn garð,“ sagði Dek- anozov. „Og ég skal bæta því við, að félagi Molotov bað okkur að skila til yðar að það sem hann og við höfum sagt yður, mætti alls ekki fara fleiri á milli.“ ★ TVEIMUR mánuðum seinna var Lithaugaland innlimað í sovétríkin eftir gerfiatkvæðagreiðslu. í stað Kreve-Mickevicius kom rússnesk- ur leppur, Gedvilas að nafni. Kreve-Mickevicius var svo hepp- inn að komast lífs í gegnum inn- limun Rússa óg hernám Þjóðverja, og gat svo flúið úr landi 1944. Fór hann þá til Bandaríkjanna og dó þar 7. júlí 1954. Lét hann eftir sig skriflegt allt sem honum og valda- mönnum Rússa hafði farið á milli, og gæti það orðið öðrum til við- vörunar. („East and West“) Bergmálsdýptarmœlar eru ekki alltaf Öruggir ÞEGAR teknar eru dýptarmælingar með hinum nýu tækjum, þá er það gert á þann hátt, að hástemmdar hljóð- bylgjur, hærri en eyru manns nái að greina, eru sendar niður í djúpið, og svo bíða menn þess að þær endurkast- ist sem bergmál, annað hvort frá botni, eða einhverju, sem þær reka sig á. Þessar hljóðbylgjur má senda bæði beint niður og eins skáhallt. Og eftir þeim tíma, sem líður frá því þær eru sendar og þangað til bergmálið kemur, reikna menn út dýpi eða fjarlægðir. En það er ekki sama hvar skip er statt, þegar dýpi skal kanna. Hljóð- bylgjurnar fara hraðar í hlýum sjó en köldum. Og óvíða mun sami sjávarhiti frá yfirborði að botni, heldur er sjór- inn oft eins og í lögum, þar sem skift- ast á hlý og köld lög. Hlýasta lagið þarf ekki endilega að vera við yfir- borð, það getur jafnvel verið nokkuð djúpt á því. Vegna þessa mismunandi hita er öldugangur niðri í sjónum og einnig straumar. Og þessar hreyfingar og hitamismunur niðri í djúpinu hafa áhrif á hljóðbylgjurnar og geta breytt stefnu þeirra og hraða og þannig rugl- að reikninginn fyrir mönnum. Ungur læknir hafði orðið fyrir mikl- um vonbrigðum, því að engir sjúkling- ar höfðu komið að leita hans. Seint um kvöld hringir þó síminn og hann sprettur upp og svarar. En þetta var þá annar læknir, sem spurði hvort hann vildi ekki vera fjórði maður f bridge þá um kvöldið. Ungi læknirinn lofaði að koma. Þá spurði konan hans hvort það væri svo áríðandi að hann þyrfti að fara að heiman þá um kvöld- ið. — Aríðandi? Já, ég hefði nú haldið það! Þarna sitja þrír læknar og geta ekkert gert fyr en óg kem!

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.