Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1955, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1955, Blaðsíða 2
cie LESBÓK MORGUNBLAÐSINS hefur í skaut skáldsnillingnum Halldóri Kiljan Laxness, er um leið fagnaðarefni íslenzku þjóð- inni allri. Snemma kallaði listin á hann. Þegar í æsku gerði hann sér fulla grein fyrir bókmenntaköllun sinni. Ef flett er upp í fyrstu bók hans, Barni náttúrunnar, er hann skrif- ar aðeins 17 ára gamall, verður strax vart við eitthvað óvenjulegt. íslenzk sveitarómantík hefur feng- ið nýjan ferskan blæ. Orðaval skáldsins er að nokkru nýtt, per- sönumótun sérstæð. En með Vef- aranum mikla frá Kasmír stígur nýtt stórskáld fram og hefur upp raust sína, hrifur og hneykslar. Þetta fyrsta stórverk skáldsíns hef- ur verið kallað nornabrugg hug- myndanna. Bókin er ein allsher jar rökræða um lífið og manninn, þar sem allt er riíið til grunna og reist til skiptis. En bókin endar á sigri kirkjunnar yt'ir heiminum. Salka Valka er saga at' einu öm- urlegu sjávarþorpi, þar sem „raannlífið er allt í fiski og úr fiski", en þó gerir skáldið Óseyri við Axlarfjörð að miðdeph heims- ins. Skáldið sjálft segir: „Þegar öllu er á botninn hvolft, þá ákvarð- ast maðurinn þó og stjórnast af nokkrum mjög einkalegum og ein- öngruðum augnablikum. Þessi augnablik eru það fyrst og fremst, sem gera manninn að einstaklingi, að sérstæðum heimi, að nokkurs konar plássi út af fyrir sig." Næst kemur hið risavaxna verk, Sjálfstætt fólk, saga einyrkjans, barátta íslenzku þjóðarinnar við óblíða náttúru landsins í þúsund ár. Þá er bókin um skáldið og niður- setninginn Ólaf Kárason. „Skáldið er tilfinning heimsins og það er í skáldinu, sem allir aðrir menn eiga bágt", segir á einum stað í þessu undursamlega skáldverki, sem í vissum skilningi á sér engan líka í bókmenntum samtíðarinnar. Og þessara orða hljótum vér að minnast hvert sinn er við opnum bók eftir þetta mikla, viðkvæma og miskunnarlausa baráttuskáld. íslandsklukkan er saga íslenzku þjóðarinnar. Þar hrærist íslenzk þjóðarsál einna dýpst. Þar tekur skáldið mörg vandamál til með- ferðar, meðal annars hættuna af hersetu. Gerpla er háðsaga um stríðs- manninn og gafpinn, sem vill sigra heiminn með vopnum, en jafn- framt er lofgjófð sungin þeím, sem fara með friði og drenglyndi. Á hinum óhemju afkastamikla skáldferlí sínum saekir Laxness jafnan yrkisefnið i íslenak örlög, íslenzkar persónur. Náttúra ís- lands, fegurð þess og íslenzk tunga eru honum aflgjafi ogóþrjótandi uppsprettulind. Hann lætur Arnas Arnæus segja við Hamborgarann: „Minn herra hei'ur ekki séð ísland rísa úr hafi eftir Ianga og erfiða sigJingu. Þar rísa hreggbarin fjöll úr 'úfn- um sjó og jökultindar slungnir stormskýjum. Ég hef staðið til hlés í kuggi í sporum þeirra veðurbitnu sjóræn- ingja af Norvegi, sem lengi létu undan drífast fyrir veðrum í hafi; uns altíeinu upprís þessi mynd. Það er ekki til ægilegri sýn, en ísland, sem það rís úr hafi. Við þá sýn eina skilst sú dul, að hér voru skrifaðar mestar bækur í samanlagðri kristninni." Og Steinn Elliði kemst svo að orði i Vefaranum; „í. júní stendur fjallsalurinn fágaður og prýddur eftír vorregnið, og allt ymur af lækjaniði og fuglasöng á hinum eilífa degi vorsins. Og júlí vefur fjöllin mín tign og kyrð, vefur þau tíbrá og draumi, og kvöldin fer að skyggja, og það er svana- söngur við heiðavötnin, og upp af hverunum minum stiga Ijósar þok- ur, sem Iæðast fram og aftur um dalina mína.....Hvílikt skírlííi, hvílik goðheimatign! Það er innsta þrá mínað mega ganga hér aftur, að mega sveima eins og kynlegur fugl yfir íslenzk- um fjöllum á kyrrum hásumars- nóttum eftir að ég er dáinn." Sá, sem þannig talar, hefur til- finningu fyrir tign og tófrum ís- lenzkrar náttúru. Á þessa lund mæla engir aðrir en þeir, sem bera í brjósti heita og aðdáunarfulla ást til íslands. Fáir fslendingar núlifandi munu eins fróðir um íslenzkt mál og Lax- ness. Hann hefur öðlazt furðulegf, vald á íslenzkri tungu og Iagt við hana mikla alúð. Mál hans er.Jjúf lingslag og tröllaslagur, segir Ein- ar Öl. Sveinsson. Skáldverk hans bera vitni um mikinn lærdóm, næmleik og ást til íslenzkunnar. SHk var hrifning hans ftf þýðingu Brands biskups á Alexanderssögu, aðhann átti að því frumkvæði fyr- ir áratug, að þessi snilldárþýðing var prentuð handa almenningi, til þess að allir, ¦ sem unna íslenzku máli, mættu „njóla þess, eins og ég hef löngum gert, að heyra í henni niðinn af uppsprettum tung- unnar.....Hverjum manni, sem ritar á íslenzku, ætti að verða til eftirdæmis sá hreinleiki og tignar- bragur norræns máls, sem hér birt- ist í samhæfingu við erlent efni", segir Laxness í formála. Þegar lesið er þetta 700 ára gamla snilldarverk, koma mér í hug orð Árna Pálssonar: íslenzk tunga hefur ekki lagt undir sig löndin, en hún hefur lagt Undir sig aldirnar. Enþað er fleira, sem auðkennir Laxness, en hinar undurfögru náttúrulýsingar og safaríka tungu- tak. Allar hinar meitluðu pei-sónur, sem þegar standa óbifaniegar í ís- lenzkri þjóðarvitund: Salka Valka, Ólafur Kárason Ljósvíkingur, Jón

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.