Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1955, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1955, Qupperneq 2
W- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS C16 Iiefur í skaut skáldsnillingnum Halldóri Kiljan Laxness, er um leið fagnaðarefni íslenzku þjóð- inni allri. Snemma kallaði listin á hann. Þegar í æsku gerði hann sér fulla grein fyrir bókmenntaköllun sinni. Ef flett er upp í fyrstu bók hans, Barni náttúrunnar, er hann skrif- ar aðeins 17 ára gamall, verður strax vart við eitthvað óvenjulegt. Islenzk sveitarómantík hefur feng- ið nýjan ferskan blæ. Orðaval skáldsins er að nokkru nýtt, per- sónumótun sérstæð. En með Vef- aranum mikla frá Kasmír stígur nýtt stórskáld fram og hefur upp raust sina, hrifur og hneykslar. Þetta fyrsta stórverk skáldsins hef- ur verið kallað nornabrugg hug- myndanna. Bókin er ein allsherjar rökræða um lífið og manninn, þar sem allt er rifið til grunna og reist til skiptis. En bókin endar á sigri kirkjunnar yfir heiminum. Salka Valka er saga af einu öm- urlegu sjávarþorpi, þar sem „mannlífið er allt í fiski og úr fiski“, en þó gerir skáldið Óseyri við Axlarfjörð að miðdepli heims- ins. Skáldið sjálft segir: „Þegar öllu er á botninn hvolft, þá ákvarð- ast maðurinn þó og stjórnast af nokkrum mjög einkalegum og ein- öngruðum augnablikum. Þessi augnablik eru það fyrst og fremst, sem gera manninn að einstaklingi, að sérstæðum heimi, að nokkurs konar plássi út af fyrir sig.“ Næst kemur hið risavaxna verk, Sjálfstætt fólk, saga einvrkjans, barátta íslenzku þjóðarinnar við óbliða náttúru landsins í þúsund ár. Þá er bókin um skáldið og niður- sctninginn Ólaf Kárason. „Skáldið cr tilfinning heimsins og það er í skáldinu, sem allir aðrir menn eiga bágt“, segir á einum stað í þessu undursamlega skáldverki, sem í vissum skiiningi á sér engan líka í bókmenntum samtíðarinnar. Og þessara orða hljótum vér að minnast hvert sinn er við opnum bók eftir þetta mikla, viðkvæma og miskunnarlausa baráttuskáld. íslandsklukkan er saga íslenzku þjóðarinnar. Þar hrærist íslenzk þjóðarsál einna dýpst. Þar tekur skáldið mörg vandamál til með- ferðar, meðal annars hættuna af hersetu. Gerpla er háðsaga um stríðs- manninn og garpinn, sem vill sigra heiminn með vopnum, en jafn- framt er lofgjörð sungin þeim, sem fara með friði og drenglyndi. Á hinum óhémju afkastamikla skáldferli sínum sækir Laxness jafnan yrkisefnið i islenzk örlög, íslenzkar persónur. Náttúra ís- lands, fegurð þess og íslenzk tunga eru honum aflgjafi og óþi'jótandi uppsprettulind. Hann lætur Arnas Arnæus segja við Hamborgarann: „Minn herra hefur ekki séð Ísland rísa úr hafi eftir langa og erfiða sigiingu. Þar rísa hreggbarin fjöll úr úfn- um sjó og jökultindar slungnir stormskýjum. Ég hef staðið til hlés í kuggi í sporum þeirra veðurbitnu sjóræn- ingja af Norvegi, sem lengi létu undan drífast fyrir veðrum í hafi; uns altíeinu upprís þessi mynd. Það er ekki til ægilegri sýn, en ísland, sem það rís úr hafi. Við þá sýn eina skilst sú dul, að hér voru skrifaðar mestar bækur í samanlagðri kristninni.“ Og Steinn Elliði kemst svo að orði 1 Veíaranum: „í júní stendur fjallsalurinn fágaður og prýddur eftir vorregnið, og allt ymur af lækjaniði og fuglasöng á hinum eilífa degi vorsins. Og júlí vefur fjöllin mín tign og kyrð, vefur þau tíbrá og draumi, og kvöldin fer að skyggja, og það er svana- söngur við heiðavötnin, og upp af hverunimi mínum stíga ljósar þok- ur, sem læðast fram og aftur um dalina mína. . . ..! Hvílíkt skírlífi, hvílík goðheimatign! Það er innsta þrá mín ■ að mega ganga hér aftur, að mega sveima eins og kynlegur fugl yfir íslenzk- um fjöllum á kyrrum hásumars- nóttum eftir að ég er dáinn.“ Sá, sem þannig talar, hefur til- finningu fyrir tign og töfrum ís- lenzkrar náttúru. Á þessa lund mæla engir aðrir en þeir, sem bera í brjósti heita og aðdáunarfulla ást til íslands. Fáir íslendingar núlifandi munu eins fróðir um íslenzkt mal og Lax- ness. Hann hefur öðlazt furðulegt vald á íslenzkri tungu og lagt við hana mikla alúð. Mál hans er Ijúf lingslag og tröllaslagur, segir Ein- af ÓI. Sveinsson. Skáldverk hans bera vitni um mikinn lærdóm, næmleik og ást til íslenzkunnar. Slík var hrifning hans af þýðingu Brands biskups á Alexanderssögu, að hann átti að því frumkvæði fvr- ir áratug, að þessi snilldárþýðing var prentuð handa almenningi, til þess að allir, sem unna íslenzku méli, mættu „njóta þess, eins og ég hef löngum gert, að hevra í henni niðinn af uppsprettum tung- unnar......Hverjum manni, sem ritar á íslenzku, ætti að verða til eftirdæmis sá hreinleiki og tignar- bragur norræns máls, sem hér birt- ist í samhæfingu við erlent efni“, segir Laxness í formála. Þegar lesið er þetta 700 ára gamla snilldarverk, koma mér í hug orð Árna Pálssonar: íslenzk tunga hefur ekki lagt undir sig löndin, eh hún hefur lagt úndir sig aldirnar. En það er fleira, sem auðkennir Laxness, en hinar undurfögru náttúrulýsingar og safaríka tungu- tak. Allar hinar meitluðu pérsónur, sem þegar standa óbifanlegar í ís- lenzkri þjóðarvitund: Salka Valka, Ólaíur Kárason Ljósvíkingur, Jón

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.