Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1955, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1955, Blaðsíða 5
* LESBÓK MORGUNBLAÐSINS W «43 til að fylgja henrii, en reið sjálfur vestur og heim til Hvítadals í grænum hvelli. Var þá búið að rífa hesthúsið og átti að byggja þar annað. Nokkuð af stallinum stóð þó eftir enn, og náði Zakarías þar pen- ingum sínum á síðustu stundu. Sögðu réttorðir menn, að svo væri oftar sem vísað væri honum til, ef nærri lá, að hendur væru hafðar á peningum hans. Eftir það reri Zakarías suður á Kálfatjörn, á vegum Péturs Jóns- sonar, er þar var prestur þá. Þar græddi Zakarías mikla peninga, því hann var með afbrigðum auð- sæll og heppinn fjáraflamaður. — Zakarías fluttist því næst að Hjöll- um í Þorskafirði, hafði keypt þá jörð, og átti þar síðan athvarf sem húsmaður. Ávallt græddi hann peninga. og gróf þá í jörðu. Hafði hann nú fengið sér peningaketil, eða kút, er kallaðir voru „dalakút- ar“ til að geyma í grafna peninga sína. Voru kútar þessir af eiri eða kopar og sérstaklega til þess gerðir að geyma í þeim stærri mynt, dali eða spesíur. Þar af er nafnið dregið — dalakútur. Nú kom það til tals, að hálflenda stórbýlisins Bæar í Króksfirði væri föl til kaups. Hugði Zakarías gott til að kaupa hálflenduna gegn reiðu fé og gróf upp peningakút sinn úr jörðu í því skyni. Sást Zakarías vera að bauka við að þurrka spanskgrænu úr kútnum og telja spesíur, heilar og hálfar, og stafla þeim í bunka. En af einhverjum ástæðum varð ekki af jarðarkaup- unum. Kom þá Zakarías kútnum aftur í jörðina. DALAKÚTURINN TEKINN Orðrómur var á sveimi um það í sveitinni að Zakaríasi hafi litizt vel á vinnukonu á Hjöllum, Ingi- björgu Jónsdóttur, sem nefnd er hér að framan, samkvæmt mann- tahnu 1850, og þau jaínvel verið heitbundin, en hann tortrygginn að eðlisfari og aldrei þorað að sýna henni fullan trúnað og hún þess vegna brugðizt honum. Átti Ingi- björg að hafa vitað hvar Zakarías fól kútinn í síðara sinn. En á vetr- arvertíð fór Zakarías til sjóróðra suðuraðKálfatjörnað vanda. Stóðst þá Ingibjörg ekki freistinguna og sagði Ara bónda hvar sjóður Zak- aríasar væri falinn. Var og sögn sumra, að hún hefði verið til þess neydd. í kútnum voru einungis spesíur, því Zakarías hafði grafið smápeninga sína annars staðar. Ari fór þegar að eyða peningunum og gekk það greiðlega. En það er af Zakaríasi að segja, suður á Kálfatjörn, að uggur var honum á, að peningar sínir væru eigi kyrrir. Var hann sem eirðar- laus og varla mönnum sinnandi. Sagðist hann mega sjálfum sér um kenna, því enginn ætti að treysta konum og heyrðist oft kveða fyrir munni sér hina landfleygu vísu Skáld-Rósu: „Augað snart er tárum tært. Tryggð í partast mola. Mitt er hjartað sárum sært. Svik er hart að þola.“ Undir eins um vertíðarlok þetta vor (1851) tók Zakarías sig upp og hvataði för sinni vestur til Þorska- fjarðar og heim að Hjöllum. Var sagt að hann færi dagfari og nátt- fari eins og óður maður, eirðarlaus og neytti hvorki svefns né matar. Það var á sunnudegi er Zakarías kom heim að Hjöllum. Varð honum fyrst fyrir að vitja peninga sinna, en greip þar í tómt. Hafði hann heyrt á leið sinni, að peningakútur hefði fundizt í jörð á Hjöllum, er drjúgum hefði verið úr eytt og ekkert verið farið dult með. Ari bóndi var við kirkju þá er Zakarías kom, en Ingibjörg flutt vistferlum burt af bænum. Var því ömurleg aðkoma Zakaríasar. Gekk hann um úti náfölur og titrandi, unz Ari bóndi kom heim frá kirkjunni. Réðist hann þegar að Ara og heimti hann á tal með sér út á tún. Sátu þeir þar lengi á tali. Bar Zakarías á Ara, að hann hefði tekið peninga sína ófrjálsri hendi, því vel hefði hann mátt vita hver átti, enda þótt grafnir væri í jörðu. Hótaði hann Ara því að drepa sig og ganga aftur til að drepa hann, ef hann skilaði ekki aftur peningunum. — Gekkst Ara þá hugur við og fekk honum kútinn og það sem óeytt var af peningunum, en 16 spesíum hafðl Ari eytt og gaf Zakarías hon- um þær eftir. Láðu sumir Ara, að hann slíildi skila aftur peningum, þar eð hann gróf þá úr jörðu. Zakarías fór með kútinn eitthvað burt frá bænum og var úti alla nóttina. Er enginn til frásag'nar hvar hann faldi eða gróf „dalakút- inn“ að þessu sinni. Er það leynd- armál enn í dag, og öllum ráðgáta, því Zakarías fór svo brott af okkar heimi að hann kunngerði það eng- um og engir peningar fundust eftir hann nokkurs staðar, svo vitað væri. ÆTT ARA BÓNDA Ari Einarsson, bóndi á Hjöllum, þá er þetta gerðist, var fæddur að Gröf í Þorskafirði 4. september 1816. Þá er bænhús í Gröf og er Ari skírður í því 5. september, dag- inn eftir að hann fæddist. — Þá var siður að skíra nýfædd börn svo fljótt sem auðið var, ef þau kynni að deya, annars var engin vissa fyrir að þau fengi viðiinandi uppeldi í himnaríki. — Forpldrar Ara voru Einar Sveinbjörnsson bóndi í Gröf og kona hans Margrét Aradóttir. Eignuðust þau tvö börn önnur en Ara, Björn og Kristínu. Einar í Gröf varð skammlífur, en ekkja hans Margrét, h giftist aftur Oddi Magnússyni, bónda að Múla í Kollaíirði og flyzt þangað með

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.