Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1955, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1955, Blaðsíða 6
050 v. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ""¦ börn sín af fyrra hjónabandi. Þau Oddur og Margrét eignuðust sam- an einn son, Magnús að nafni, fæddan 1835. — r ENN MUNU PENINGARNIR LIGGJA í JÖRÐ Zakarías sá aldrei glaðan dag eftir áðurnefnt áfall. Hann fór aldr- ei suður eftir þetta, en helt sig heima á Hiöllum. Hann svaf jafn- an á reiðingstorfum. er hann var heima hiá sér, og hafði illan út- bi'mað að öllu levti, bví hann tímdi hvorki að éta né hlynna neitt að sér. Hann varð þunglyndari og ein- rænni með hverium deginum sem leið, unz hann svifti sig lífi tæpum tíu mánuðum eftir áfnllið mikla. Það var 11. maí 1852, að hann skaut sig. — Þá bjó að Gröf í Þorskafirði Arn- finnur Jónsson hreppstjóri, vel að sér og drengur góður. Sagði Zak- arías honum/nokkru fyrir lát sitt, að skammt mundi hann eiga eftir ólifað, skipaði öllu fvrir um útför sína og Ivsti skuld, er Pétur prestur á Kálfatjörn ætti hjá sér. Arnfinn- ur kvað sér ólíklegt þykia, að slíkt mætti hann svo ger vita fyrir, en Zakarías kvað sannast mundu. Skömmu síðar fannst hann skot- inn til bana og bvssa hans skammt frá honum og þótti mönnum ljóst, að sjálfur hefði hann miðað byss- unni í munn sér og hleypt svo af. Fekk Zakarías kirkjuleg eftir nokkuð þjark og dróst af því jarð- arförin til 24. marz, eða miklu leng- ur en venja var á þeim tímum, því þá þótti það heillavænlegast fyrir líkið, að menn væri grafnir áður en útrynni þriðji sólarhringur eftir dauðdaga. Zakarías fekk þó ekki að liggia í friði lengi, því upp var hann graf- inn úr hinum vígða reit, og Lind læknir í Stykkishólmi sendur til að skoða líkið. Fer tvennum sögum um það hvort Zakaríasi var sökkt Hjaltar og menning þeirra eítir Peter Jamieson FINANGRUN, stormar og hörð lífsbarátta eru aðaleinkenni Hjaltlandseya. En þrátt fyrir það eru eyarskeggjar hvorki fáfróðir né hjárænulegir. Má vera að erfið- leikarnir sé skýring á því, að þeir eru svo víðsýnir og kjarkmiklir, að undrun vekur hjá ferðamönnum. Þar bvr til dæmis bóndi í kofa úti á afskekktri ey, en hann a boka- safn, 500 bindi og þarna stundar hann þjóðleg fræði. Stofan hans er rétt við hliðina á fiósinu og hann hkistar á nauðið í kíinum á meðan hann er að lesa. Víkingablóð rennur enn í æðum Hjalta og þeir eru enn í sjóferðum og sigla um öll heimsins höf til þess að afla tekna handa búunum (en á eyunum eru nú um 2500 bændabýli). Bátarnir þeirra eru með norrænu lagi og minna mjög á gömlu norsku langskipin. Sexær- ingarnir þeirra, sem þeir kalla „sexern", eru eftirmynd norrænna skipa. Skipasmiður nokkur í Leir- vík fór til Noregs að skoða Gauk- staðaskipið, og afréð þá að smíða nákvæma eftirlíking þess, svo að unga kynslóðin á eyunum gæti séð hvernig skip forfeðranna hefði ver- ið. Hann er nú að lesa íslendinga- sögurnar til þess að fá þar frekari upplýsingar um skipasmíðar á vík- ingaöld. Um allar Hjaltlandseyar lærir æskan snemma nöfn á siglingaleið- um og höfnum í fjarlægum lönd- um, allt til endimarka jarðar, og á í sömu gröf aftur — eða ekki. Er sama að segja um Zakarías sjálfan og peninga hans, — að enginn veit um þeirra hvílustað. bæunum er til safn minjagripa frá þessum stöðum, en börnin safna frímerkjum „da men awa" (frá öðrum þjóðum). Konurnar eru sívinnandi og fyrir útflutt prjónles þeirra fá eyarnar þúsundir Sterlingspunda á ári. Fingur þeirra eru orðnir bognir og dofnir af því að halda sífellt á prjónum, en þær prjóna stöðugt fh'kur, sem eru annálaðar fyrir hvað þær sé hlýar, snotrar og skrautlega prjónaðar. Allt band er spunnið úr ull. Á eynni Unst prjóna konurnar herðasjöl, úr svo fínu bandi, að hægt er að draga sjölin í gegn um giftingarhring. List, skáldskapur og þjóðsagnir sameinast í inu fjölbreytta út- prjóni kvennanna á Hjaltlandi. Til er þjóðsaga um unga stúlku, sem var krypplingur. Hún horfði á er kónguló var að vefa vef sinn og óskaði þess að hún gæti sjálf gert eins vel. Um nóttina dreymdi hana að hún heyrði rödd, sem sagði: „Lass, sit no haand-idle. Geng dee wis an doe as da eterkap does; her noo, takk du diss wires". (Stúlka mín, sittu ekki auðum höndum. Farðu að eins og kóngulóin. Hérna, taktu við þessum prjónum). Hún vaknaði við þetta og fann þá prjóna og ull í rúminu hjá sér, og undir eins byrjaði hún að prjóna og stældi kóngulóarvefinn. Önnur ung stúlka fór niður að sjó í ofsaveðri. Kærastinn hennar hafði róið um morguninn, en var ekki kominn að, og hún var örvílnuð, því án hans fannst henni lífið autt og tómt. Hún leitaði fram og aftur um f jör- una hvort hún fyndi þar ekkert rekið úr bátnum. Og sem hún er á þessu reiki, tekur hún eftir því

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.