Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1955, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1955, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 653 og fyr er getið, og eru þar háir og sundur sprungnir kalksteins- klettar, sem mikið hefir hrunið úr. Með því að grafa og sprengja björg, er niður höfðu fallið, tókst þeim að finna allmarga silfurpeninga. Og í skútum, sem sjórinn hefir gert framan í klettunum, fundu þeir enn fleiri peninga, nokkuð af glerbrotum og ýmislegt annað. Alls fundust þarna um 400 peningar. — ★ — Á þeim árum, er „Zuytdorp“ var í förum, var það venja, ef skip fluttu fjársjóði, að þeir væri hafð- ir í kistum og þær geymdar niðri á skipsbotni, undir öðrum farangri. Það er sjálfságt orsökin til þess, að skipverjum hefir ekki tekizt að bjarga kistunum. Seinna hefir brimið svo brotið þær, skolað sumu á land, en mest hefir útsogið borið með sér aftur út á djúpið. Leiðangursmenn fundu þarna ýmislegt fleira, svo sem brot úr siglutré, fallbyssustæði, brot úr kistum og fleira. Og að rannsókn lokinni voru þeir ekki í vafa um, að rekald þetta væri úr skipinu „Zuytdorp“. Gripirnir voru síðan sendir til Hollands og þar er nú verið að rannsaka þá. — ★ — En þótt leyst sé úr spurningunni um hvaða skip fórst þarna á vest- urströnd Ástralíu, um 70 km. norður af ósum árinnar Murchison, þá er þó annari spurningu ósvarað: Hvað varð um skipshöfnina? Rannsóknamennirnir fundu ó- rækar sannanir fyrir því, að all- margir menn hefði komizt af. Sá- ust þess merki að matvörum og á- höldum hafði verið bjargað undan sjó og borin í hrúgur. Þar sáust og merki þess að eldur hafði verið kveiktur. En hvergi sáust nein mannabein og af því má ráða, að ekki hefir skipshöfnin orðið til þarna. Allar líkur benda til þess að hún hafi lagt leið sína inn í land til að leita mannabyggða. Var henni og ekki vært þarna á strönd- inni vegna vatnsleysis. Nú getur verið, að þeir hafi hitt fjandsamlega villimenn, er ráðist hafi á þá og drepið hvern mann. En hitt er þó öllu sennilegra, að skipbrotsmenn hafi rekist á ein- hvern þjóðflokk blámanna og sezt að hjá honum og blandast hon- um. Kona er nefnd Daise Bates (sjá um hana grein í Jóla-Lesbók 1952). Hún ól aldur sinn meðal frum- byggja Ástralíu, hafði tekið að sér það hlutskifti að reyna að bjarga þeim. Þegar hún var orðin of göm- ul til að standa í þessu, settist hún að í borginni Adelaide og ritaði þar bók um veru sína hjá blá- mönnum. Þessi bók heitir „The passing of the Aborigines“. Þar segir hún frá því, að skömmu eftir aldamótin hafi hún dvalizt meðal frumbyggja hjá Murchison-fljót- inu, og þar hafi hún séð kynblend- inga, sem mjög hefði líkst Hollend- ingum. Hún segir: „Hollenzka ætt- armótið leyndi sér ekki, breið og feit andlit, ljóst og hrokkið hár og þrekinn vöxtur“. Ekki hafði hún þó neina hugmynd um hvaðan inir hollenzku ættfeður þeirra gæti verið komnir. Skammt norðan við strandstað- inn heitir Hákarlavogur (Shark Bay). Maður, sem þar á heima, segist hafa hitt þar kynblendinga árið 1943, og hafi þeir verið með gult hár og blá augu. Einn þeirra segir hann hafi haft mikið glóbjart skegg, vel limaður og með þykka kálfa, og hann hafi alltaf viljað vera á sjó, en blámenn sé mjög frábitnir því. Eru þetta afkomendur skip- brotsmannanna af „Zuytdorp“? Um það er ekki hægt að fullyrða neitt, en ef til viil tekst vísinda- mönnnum að svara þeirri spurn- ingu áður en langt um líður. Utryming villinnuto Fá dýr hafa orðið fyrir jafn grimmi- legum ofsóknum eins og sléttuþjórinn ameríski (bison). Þegar hvítir menn tóku að nema land þar vestra, er talið að um 75 milljónir sléttuþjóra hefði verið þar. Hófust þá þegar ofsóknir gegn þeim og um aldamótin 1800 hafði þeim fækkað um nær helming. En árið 1895 voru ekki nema 1800 eftir. Það var mest fyrir drápgirni manna að svona fór. Dýrin voru ekki lögð að velli vegna kjötsins og húðanna, heldur voru skrokkarnir látnir grotna niður, eða verða vörgum að tafni. — Oft var reynt að temja sléttuþjóra, en það tókst aldrei.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.