Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1955, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1955, Blaðsíða 10
654 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Drykkfelldasfa þjóðin (^EINT á árinu 1954 lagði Pierre Mendés-France forsætisráð- herra fram frumvarp sitt um áfengisneyzlu, og í greinargerð með því frumvarpi er komizt svo að orði að áfengið sé „þyngsta böl frönsku þjóðarinnar". Það var því hann sem opnaði augu alheims fyr- ir ofdrykkju Frakka, en þetta varð honum meðal annars að falli. Margir sem til Frakklands hafa farið, segjast aldrei hafa séð þar drukkinn mann, og furða sig á því. Og það er satt, að Frakkar drekka sig sjaldan dauðadrukkna. En þeir eru heldur aldrei algáðir. Rann- sóknir á blóði hafa svnt. að svo mikið áfengismagn er í því að það mundi annars staðar talið fullgild sönnun fyrir ölvun, enda þótt framandi menn sjái ekki á viðkom- anda. Þess vegna segjast ferða- menn aldrei sjá drukkinn Frakka. Með samanburði á áfengisneyzlu annarra þjóða, sem finnst þó nóg um drykkjuskapinn hjá sér, er ástandið stórum verra í Frakklandi. En ekki koma öll kurl til grafar í inum opinberu skýrslum. Hver maður í vínhéruðunum hefur leyfi til þess að brugga og selja áfengi tolllaust, og frá þeim koma mill- jónir lítra á ári af vínum og sterk- um drykkjum, sem ekki er talið með í opinberum skýrslum. Það er mjög auðvelt að ná sér í áfengi í Frakklandi, því að þar er ein drvkkjukrá fyrir hverja 144 íbúa landsins. (í Bandaríkjunum er ein drvkkjukrá fvrir hverja 1000). Tíundi hlutinn af meðaltekjum hverrar fjölskvldu í Frakklandi gergur þá einnig til vínkaupa. Stjórnin hefur ekki mikinn hag af þessari miklu vínneyzlu. Hún fær 54000 milljónir franka í skatt F#: . ittWniii- ijfÉMriifáHiftfciA' niii& i af. áfengi, en hún verður að greiða 152.000 milljónir franka í þau skakkaföll, sem af áfenginu leiða, svo sem til dómstóla, sjúlcrahúsa, yfirgei'inna barna, í slysahætur, til framfærslu þurfamenna o. s. frv. En hér má svo bæta við kostnaði við lögreglu, tjóni af bifreiðaslys- um (fjórða hvert bílslys er ölvun að kenna). Enn fremur má telja kostnað vegna ungra afbrotamanna og annarra fanga, sem hafa unnið glæpi í ölæði. Þegar frumvnnjaið var rætt í þinginu, vor alls þessa getið og svo var bætt við: ..Þáð.er engin leið til þess að gi/.ka á hve mörgum tug- þúsundum milljóna franska þjóðin tapar á hverju ári vegna þess vinnutjóns, sem leiðir af áfengis- neyzlu.“ Það er talið alveg sjálfsagt í Frakklandi að menn hafi áfengi með sér á vinnustað. Enginn vinnuveitandi hefur neitt á móti því. Franski verkamaðurinn hefur áfengisflösku í nestisböggli sínum, alveg eins og verkamenn í öðrum löndum hafa með sér kaffi. Verka- menn eru síölvaðir við vinnu sína, en það lætur að líkum að þeir muni þá ekki afkasta því, sem þeir gæti annars. Þrátt fyrir opinberar skýrslur og umræður um áfengismálin á þingi, vildi meirihluti Frakka alls ekki kannast við það að áfengismálið væri neitt vandamál þar í landi. Þeir neituðu því að vín hefði skað- leg áhrif á heilsu manna og fundu aðrar skýringar á „lifrarveiki sinni“. Langflestir drekka þrúgu- vín og þeir halda því blákalt fram að það „geti aldrei skemmt neinn mann.“ Samkvæmt opinberum skýrslum hafa 65% af drykkjusjúklingum í landinu veikzt af ofnautn þrúgu- vína. En þessu er ekki trúað. Menn trúa heldur áróðri vínsalanna, sem segja að ein flaska af víni jafn-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.