Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1955, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1955, Blaðsíða 11
* LESBÓK MORGUNBLAÐSINS w. 655 .. r-3 —jr. ’”«T7 - ■ ■ "" n 1 2 3 4 5 i 1 I 3 II Itl/ 1} M 15 1» lí II 13 21 21 22 23 24 25 251121 iéiéiéééiiiiiéiiéiééiéiiiiii iiiiiiiiiiiiiife iiiiiiiiiiiií n-rH *>* rfí-land iétÉÉÍÉÍé n éiééééiié -lc^.kalwnd éééééÓ Samanburður áfengisneyzlu á mann meðal nokkurra þjóða. Rildi að næringargildi „5 eggjum, eða flösku af mjólk, eða 370 grömmum af brauði, eða 585 gr. af kjöti“. Þetta etur almenningur eftir og trúir því statt og stöðugt, hvað svo sem opinberar skýrslur herma. En heilbrigðisskýrslur segja að fleiri deyi af áfengisnautn en úr berklaveiki; að mönnum, sem orðið hafa geðveikir af áfeng- isnautn, hafi fjölgað um 200% á tímabilinu frá 1940—51; og að drykkjusjúklingar finnist nú jafn- vel meðal barna. Allur þorri franskra foreldra trúir því ekki að vín sé óhollt fyrir börn. Þegar mæður koma með ung- börn sín, 4—5 ára til læknis, þá er haft eftir þeim: „Þarna heyrirðu, lilla mín, það er ekki mamma þín heldur læknirinn, sem bannar þér að drekka vín.“ Það er læknirinn dr. Suzanne Serin, sem sagt hefur frá þessu. Og hún sagði einnig: „Það er nú daglegur viðburður að börn sýkist af áfengiseitrun. Foreldrar álíta að það sé sama sem að neita börn- um um mat. að neita þeim um áfengi.“ Og svo hefur hún sagt frá þessum þremur daemum-: 19 mánaða bam dó í spftala af „deleriurn tremens“. Því hafði ver- ið gefinn stór skammtur af „pastis“ (absinth). Lucie var 5 ára, en hafði verið rekin af mörgum barnaheimilum fyrir það hvað hún var vanstillt. ITún var áfengissjúklingur, hafði drukkið daglega hálfan pott af víni, vegna þess að faðir hennar bannaði henni að drekka vatn og sagði að börn fengi lömunarveiki af því. Pierre var 7 ára drengur, greind- ur og fallegur. Skyndilega gjör- breytt’st hann og varð illur í skapi. Leitað var sálfræðings. Drengur- inn sagði honum að hann sæi hvíta vængi lemjast um herbergi sitt á nóttunni, og það væri hræðilegt. Drengurinn drakk aðeins „hreint vín,“ eina flösku á dag, og á kvöld- in gáfu foreldrarnir honum port- vín „til þess að hafa úr honum taugaveiklunina.“ Ein af tillögum dr. Serins var sú „að það skyldi bannað að börn hefði með sér vín í skóla til þess að drekka með mat sínum“, og af því má sjá hvernig ástandið er. Nú er svo komið, vegna þess hvernig Mendés-France og aðrir hafa flett ofan af ástandinu, að sumir eru farnir að viðurkenna að áfengismálið kunni að vera vand- rasðamál í Frakklandi. En þeir hafa þá líka ekkj heldur verið í vand- ræðum að finna hvernig á því stendur. Það er að kenpa „bouill- eurs de cru“, það er að segja inum löggiltu heimabruggurum, en af þeim eru nú 3.650.000 þar í landi. Þeim er leyft að brugga og selja 45 milljónir lítra af sterku áfengi á ári, og til þess fá þeir leyfi hjá héraðsstjórnum umtölulaust. En samkvæmt því sem dr. May segir, þá er óhætt að gera ráð fyrir því, að framleiðslan sé helmingi meiri. En þeir, sem skella skuldinni á heimabruggið, glevma því, að allur þorrinn af áfengissiúklingum Frakka hefur sýkzt af víndrykkju. í lok ársins 1954 gaf stjórn Mendés-France út 11 tilskipanir er miðuðu að því að takmarka áfeng- isnautn, og sendi þinginu 8 frum- vörp, sem miðuðu að því að fækka heimabruggurum og hafa hemil á framleiðslu áfengis. Eitthvað af þessu hefur komizt í framkvæmd. En fyrir Mendés-France vakti meira heldur en það, að svifta franska verkamanninn morgun- hressingunni „Café arrosé“ (þ. e. kaffi með rommi út í). Hann hóf markvissa baráttu fyrir því, t.ð breyta háttum þjóðarinnar, venja hana á að drekka óáfenga ávaxta- drykki, breyta vínekrunum í þarf- ari akurlendur og bæta húsakost þjóðarinnar. Margir halda því fram að ill húsakynni sé undirrót drykkju- skaparins í Frakklandi. Menn kjósi heldur að sitja á knæpunum á kvöldin en að fara heim í hreysin og þrengslin þar. Tvær milljónir manna búa í húsum sem eru frá dögum Napoleons mikla eða eldri, og 175.000 búa í húsum frá dögum Kolumbusar. í París eiga 180.000 manna heima í óhæfum íbúðum, þar sem engin þægindi eru, ekki rennandi vatn, ekki rafmagn, ekki gas og ekki salerni. Nú er kominn skriður á að bæta úr þessu. Annað er þó enn merkilegra. í vor sem leið var jarðýtum beitt á vínekrurnar og átti að breyta 15% þeirra í akra, sem gefa af sér nýt-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.