Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1955, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1955, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 65.7 Samanburður á fylgihnöttum Júpíters og tunglinu. þafi frumefni, sem mest er af í geimnum, og bæði jörðin og Júpi- ter hafa haft gnægð þess upphaf- lega. Vetnið á jörðinni sogaðist burt en vegna ins mikla aðdráttar- afls Júpiters, helzt það kyrrt þar og í sambandi við önnur frumefni hefur það svo myndað ið þétta en eitraða loftlag utan um hnöttinn. Ildi finnst ekki á Júpiter. Senni- lega hefur það blandazt vetni og myndað vatn, svo að undir loft- hjúpnum er sennilega þykk hella af ísi. En þar sem vér getum ekki séð í gegnum loftefna-hjúpinn á Júpiter, þá verðum vér að gizka á hvernig hnötturinn sjálfur muni vera. Skoðanir vísindamanna Dr. Rupert Wildt við Yale-há- skólann, hyggur að hnötturinn sé myndaður af stein og málmkjarna og utan yfir þykkt lag af ísi og yzt komi svo lag myndað af metan, ammoníak og vetni. Þessa skoðun aðhyltust menn til skamms tíma. En ef hún er rétt, þá hljóta merki- legir hlutir að gerast þar á botni lofthvelsins. Þrýstingur hlýtur að vera langt fram yfir það er vér þekkjum, og enda þótt talað sé um lofttegundir, þá væri þær svo sam- anþjappaðar að mest líktust þær föstu efni. Á yfirborði hnattarins er 138 stiga frost, og það er meira frost en þarf til þess að ammoniak frjósi. Þessi hjúpur utan um hnött- inn ætti þá að vera úr ískrystöll- um, er svipaði til þeirra ískryst- alla er myndast í skýum yfir jörð. Fram á þessa öld var því trúað, að Júpíter væri sjálflýsandi, en þetta er áreiðanlega ekki rétt. Kuldastigið á yfirborðinu er eins og vænta mætti, ef þar gætti ekki neins yls nema frá sólinni. Dr. W. R. Ramsey hefur ekki fallizt á skoðun Wildt um að hnött- nrinn sé gerður úr steinefnum, ísi og lofttegundum. Hann hyggur að aðalefnið í Júpiter sé vetni, og það virðist sennilegt er vér aðgætum hve mikið vetni er í sólinni og öðr- um stjörnum. Ef um 80% af efni Júpiters er vetni, þá verður ekki mikill munur á kjarnanum og yfir- borðinu, að öðru leyti en því, að vegna ins óskaplega þrýstings verður vetnið í kjarnanum líkara málmi heldur en loftefni. Að svo stöddu er ekki hægt að skera úr því hvor þeirra, Ramsay og Wildt muni hafa réttara fyrir sér. Sennilega fer annar hvor þeirra nærri inu rétta. Það sem vér vitum með vissu er, að Júpiter er allt annars eðlis en jörðin, og að þar getur ekkert líf þróazt, eins og vér höfum kynnzt því. Merkileg fyrirbæri Skýahjúpurinn á Júpiter er mjög breytilegur, svo að jafnvel má véita því athygli í litlum sjónauk- um. Stjarnan er að því leyti ein in skemmtilegasta að skoða. Gulur blær er á yfirborðinu, en á honum eru dekkri randir þvert yfir hnött- inn. í fljótu bragði virðast þetta reglulegar dökkar línur, en þegar betur er að gætt, þá eru þær ails ekki reglulegar. Þær eru misbjart- ar, slitna sundur sums staðar og á þeim eru blettir, skörð og hnútar. Blettir eru mjög algengir á Júpi- ter. Einn er merkastur og kallaður „Rauði bletturinn". Það fór fyrst að bera á honum fyrir alvöru 1878 og var hann þá ljósgulur. En svo fór hann vaxandi og hefur orðið dumb- rauður og nær yfir 30.000 mílna langt svæði og 7000 mílna breitt, svo hann er álíka mikill um sig og yfirborð jarðar. Dumbrauði lit- urinn var ekki á honum nema nokkur ár, og eftir 1890 fór hann að smálýsast. Aftur tók hann á sig rauðan lit 1936, og sumir segja að hann sé stundum rauður enn, énda þótt ég hafi ekki séð annan lit á honum en gráan. Þessi blettur fær- ist til á lengdarsvæðinu, svo numið hefur allt að 20.000 mílum á báða bóga. Getur vel verið að þetta sé eitthvert fast efni, sem flýtur á yfirborðinu. Þetta gæti skýrt það, hvers vegna mismunandi mikið ber á honum, að hann væri ýmist yzt, eða sykki meira í lofthvelið. Truflunarbletturinn Önnur fyrirbrigði á yfirborði Júpiters eru ekki varanleg, standa ekki nema nokkra mánuði i mesta lagi. Þó gerast þar merkileg fvrir- bæri. og má bar fvrst telia „Trufl- unarblettinn", sem menn hafa séð að staðaldri síðan 1901. Hann er heldur nær miðbaug en „Rauði bletturinn". Hann gengur umhverf- is hnöttinn, þannig að hann nær Rauða blettinum annað eða þriðja hvert ár og fer fram úr honum. En það sem einkennilegast er, það er eins og hann nái tökum á Rauða blettinum og dragi hann með sér nokkrar þúsundir mílna. En um leið og hann sleppir tökum, sígur Rauði bletturinn aftur á sinn stað. Vér höfum í raun og veru enga hugmynd um, hvernig á þessum röndum og blettum stendur. Sumir hafa gizkað á stórkostleg eldsum- brot, en allar getgátur um það eru á sandi byggðar áður en vér vitum hvernig hnötturinn er ið innra.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.