Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1955, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1955, Blaðsíða 14
r m^ LESB'ÓK MORGUNBLAÐSINS En eitf er nokkurn veginn víst, að vér munum aldrei stíga fótum á Júpíter. Þar er oss eigi vært. Fyrst og fremst er nú inn mikli kuldi, svo er aðdráttaraflið svo mikið, að 200 punda maður mundi vega þar 514 pund, og í þriðja lagi eru inar banvænu lofttegundir, sem áður er sagt frá. Það væri meira vit í því að reyna að lenda á einhverjum af fylgihnöttum hans og-athuga hann þar. Fylgihnettir Þegar Galileo beindi fyrstu sjón- pipu sinni til himins árið 1609 sá hann fjóra hnetti. er virtust vera í fylgd með Júpíter, og reyndust vera tungl. Símon Maríus sá þessa fylgihnetti um h'kt leyti og nefndi þá Io, Evropa, Ganymede og Call- isto. Alla þessa hnetti má sjá í góð- um sjónauka, og sumir þykjast hafa séð þá með berum augum. Af því má álykta að þeir sé nokkuð stórir. Nýustu mælingar sýna að þvermál Evrópa er 1950 enskar mílur, Io 2310 mílur, Ganimede 3200 mílur og Callisto 3220 mílur. Evropa er því minni en tungl jarð- ar, en bæði Ganymede og Callisto eru stærri heldur en jarðstjarnan Merkúr, enda þótt þéttleikinn sé ekki jafn mikill. Io er næst Júpiter og eru þó 262.000 enskar mílur á milli. Þessi fylgihnöttur þeytist umhverfis Júpiter á einum sólarhring og 18% klukkustund. Evropa er næst, og enda þótt hún sé minni, virðist hún jafn björt og Io, svo af því má ráða að þar endurkastist sólargeisl- arnir betur og þess vegna ætti yfir- borðið þar að vera gljáandi með nokkru móti. Ganimede er björtust og ekki ósvipuð Marz. Nokkrir dökkír blettir eru á henni, en eng- um mun þó koma til hugar að þar sé nokkur gróður, því að bæði er þar naprasti kuldi og svo er þar ^ liklega ekkert loft. Callisto er á Tengdamóðir Maður var að búa sig út á ljónaveiðar í Afríku. Konan vildi endilega fara með honum, og svo var ekki við annað kom- andi en tengdamamma færi líka. Segir svo ekki af þeim fyr en einn morgun snemma inni í frumskógum Afríku. Hjónin vöknuðu í tjaldi sínu og upp- götvuðu að tengdamamma var horfin. Þau fóru að leita hennar og um síðir fundu þau hana i rjóðri nókkru. Þar stóð hún frammi fyrir ljóni, sem var búið til stökks. — Hvað eigum við áð gera? hrópaði konan i örvæntingu. — Ekki neitt, ljónið hefir sjálft komið sér i þessa klipu, og það er bezt að það reyni sjálft að losna úr henni. _.®_ Hjónum hafði orðið sundur- orða og í bræði sinni sagði kon- an: — Eg vildi að ég hefði farið að ráðum mömmu og ekki gifzt þér! Hann varð afar vandræða- legur. — Er það satt að mamma þín hafi bannað þér að giftast mér? — Já, víst gerði hún það, sagði konan. — Hamingjan hjálpi mér, hvað ég hef gert þeirri konu rangt til. _®_ Þegar maðurinn kom heim, margan hátt merkust af þessum fylgistjörnum, því að bæði er hún stærst en þó léttust. Sumir stjörnu- fræðingar hafa því hallazt að því að þetta .sé nokkurs konar „him- neskur snjóbolti". samsettur af sundurlausum ískrystöllum. Lík- legra er þó, að hnötturinn sé úr einhverju léttu efni — máske vikri — en þakinn utan með klaka. Ekki þykir líklegt að þar sé neitt and- rúmsloft. -r Sináhnettir En svo hefur Júpiter 8 aðra fylgi- flóði kona hans í tárum og sagði: — Móðir þín hefir gert mér óheyrða svívirðingu! — Móðir mín? Það getur ekki verið, hún sem á heima á öðru landshorni. — Það er rétt, en það kom bréf frá henni í morgun og ég opnaði það. Hann varð alvarlegur; — Nú, jæja, og hver var svivirðingin? — Neðan á bréfið hefir hún skrifað: Kaara. Dóra, gleymdu ekki að. f á manninum . þmum bréfið þegar þú hefir lesið það. _®_ Maður nokkur var svo hreyk- inn af því hvað hann lék golf vel, að hann kom með tengda- móður sína út á leikvöll og lét hana standa þar sem hún gæti fylgzt vel með leikni sinni. Þegar hann bjó sig undir fyrsta höggið, sagði hann við keppinaut sinn: — Eg þarf að slá knöttinn langt í dag. Það er hún tengdamóðir mín seín stend- ur þarna og horfir á. Hinn hi'isti höfuðið: — Það er vonlaust. Þú hittir hana aldrei á svona löngu færi. _?_ — Skemmtir tengdamóðir þín sér vel hérna uppi í fjöllunum? — Ekki held ég það. Hún er nú loksins komin á þann stað, þar sem hún getur ekki vaðið yfir allt. hnetti, og eru þeir svo lithr, að ekki er unnt að sjá þá nema í beztu stjörnusjám. Þeir eru allir nafnlausir, nema hvað sumir hafa nefnt einn þeirra Amalthea, en það nafn er ekki viðurkennt. Þetta er þó merkilegur hnöttur. Próf. Barnard uppgötvaði hann 1892. Þessi hnöttur er ótrúlega nærri Júpíter — þar eru ekki nema 70.000 mílur á milli. Hann er svo lítill, að hann er ekki nema 150 enskar mílur í þvermál (240 km.), en hann fer hringinn i kring um risann á einum sólarhring. Ef einhver mað- ¦'+. - >-.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.