Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1955, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1955, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS (J59 ur væri staddur á Amalthea, þá mundi honum án ei'a þykja til- komumikil sjón að horí'a á Júpiter, því að hann þekur fjórða hlutann af himinhvolfinu, og þar blasa vel við allar randir hans og blettir. Það er ef til vill ekki óhugsandi, að menn fljúgi þangað einhvern tíma og það 650 milijón km. ferða- lag mundi áreiðanlega borga sig. Það er óhugsandi að menn geti nokkuru sinni lent á Júpiter, en verður þá ekki hægt að i'erðast tíl einhvers ai' fylgihnöttum hans? Ekkert virðist-því til fyrirstöðu að menn geti lent á lo. Evropa eða Amalthea. En vér verðum þó að minnast þess, að þangað er langur vegur, svo að ferðalagið þangað mun taka sex eða sjö ár, nema því aðeins að menn komist upp á að ferðast með þeim hraða, er nú þykír ótrúlegur. Og ekki verður þetta í okkar tið, sem nú lifum. Vér verðum aðeins að láta oss nægja að horfa á þennan mikla hnött í stjörnusjá og dást að mikil- leik hans — og kulda. ungar Kuuðaldin Eins og menn vita eru rauðaldin (tómatar) mjög safamikil og fram til þessa hefur ekki tekizt að geyma þau að neinu ráði, nema á þann hátt að gera úr þeim lög eða mauk. En nú hei'ur mönnum tekizt að gera mjöl ur þeim. Er aðíerðin við það mjög margbrotin, því að fyrst verður að ná öllu vatni úr safanum óg þurrka ávextina síðan við mis- munandi hitastig og undir mis- munandi miklu íargi. En að lokum kemur i'ram nvjöl sem hægt er að selja í pökkum. Og með því að blanda það vatni, fá menn Ijúffeng- an sai'a eða mauk, og í súpur er það jaínvel betra heldur en niður- soðinn safi eða mauk. Nýr hátalari Vélfræðingar hjá Telefunken félaginu í Hannover vinna nú að því að framleiða nýa gerð hátalara, sem engin hljóðþynna er í, heldur hylki, 'fyllt af sérstöku lofti. Er talið að það muni skila tali og tónum miklu skírar heldur en málmþynnan, og ekki sé jaí'n hætt við truflunum. Þetta nýa tæki er kallað Ionoidn. Geymsla a hunangi Hunangi hættir til áð skeiíímast, ef það er geymt fengi, og stafar það ai' halimng í maukinu. Mynd-. ast þar fyrst smákrystallar. en stækka óðum. Nú hai'a menn fund- ið,-að með því að beina hástemmd- um hljóðbylgjum á hunangið méð- an það er nýtt, helzt það óbreytt um lengri tírría, ef það er þá jafn- framt geymt í kæli. Tilraun var gerð um geymslu á hunangi, sem bafði orðíð fyrir hljóðbylgjum og öðru, sem ekki hafði orðið fyrir þeim. Eftir einn mánuð var alveg öskemmt hunangið sem hljóðbylgj- urnarhafði fengið, en hallning var byrjuð í hinu. Það þykir og mérki- Iegt að hljóðbylgjurnar bæta bragð hunangsins. . Ósýnileg göt T-EKIZT hefur nú nýlega að bora svo litil göt á-málma, að þau eru ósýnileg með berum augum. Vídd- in á þessum götum er ekki nema einn mikron í þVermál, e.n einn mikron er þúsundasti hlutinn úr millimetra. X.geislar við vélar VÍSINDASTOFNUN Bandaríkj- anna (National Bureau oí' Stand- ards) hefur nýlega fundið upp áhald til þess að hægt sé að at- huga hreyfla í bifreiðum og flug- vélum meðan þeir eru í gangi. Eru þarna notaðir X-geislar (Röntgen- geislar), sem brotna í sérstökum krystalli og verða bjartir og endur- kastast og koma fram sem mynd af vélinni. Má þá á svipstundu sjá hvað að er, ef vélin er í einhverju ólagi. Með því að nota þessa aðferð geta menn séð í gegn um 18 þuml- unga þykkt stál, eða 7V2 fet af steinsteypu. Nýtt einangrunarefni KOMIÐ er á markaðinn nýtt ein- angrunarefni fyrir rafmagnsvír, sem þolir miklu meiri hita og er þar af leiðandi miklu endingar- betra heldur en nokkurt einangr- unarefni, sem áður hefur verið notað. Vegna þessa er nú hægt að framleiða mjög litla en kraftmikla rafmagnshreyfla, sem geta énzt von úr viti. . Mislitt útsæfti t,!ARÍÐ er nú að lita útsæði a viss- an hátt, svo að menn geti séð á þvi hvernig blómin af því verða á Htinn. Þetta getur komið sér vel þegar ákveða skal saningu í stór beð og menn kjósa að hafa þar sér- staka blómaliti í vissum röðum. Gengis-reikningur HANDHÆGT áhald til þess að finna á augabragði hve mikið menn eiga að fá fyrir péninga sína, er þeir skifta þeim í aðra mynt, hefur verið búið ti' í EandaríkjUnum. Er þetta plastþvrna með áletruðum svörtum-og rr ucum tölustöfum og svo lítil fjri.'fefðar, að menn geta geymt "hana i vegabréfinu síhu. Getur þetta verið mjög þægilegt fyrir þá, sem ferðast v-íða og þurfa oft að víxla peningum. Þegar menn vita g^ngi'þeirra pteninga, sem ver- ið er að víxla, geta þeir gripið til áhaldsins og séð á svipstundu hve mikið þeir eiga að fá í skiftum, og þess vegna engin hætta á að þeir verði féflettir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.