Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1955, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1955, Blaðsíða 16
IÆSBÓK MORGUNBLAÐSINS [ (560 BRIDGE r r r r A D 5 4 2 V Á 10 ♦ — * Á K G 1 9 7 G A 10 8 7 6 ¥ — ♦ K D G 10 X 8 2 N V A S 7 5 A Á G 9 3 ¥ K G 8 7 4 3 ♦ Á 3 * 4 A K ¥ D 9 6 5 2 ♦ 8 6 4 2 * D 5 3 Spil þetta knm fvrir í heimsmeistara- keppni ok áttust við Fn«lendingar 05 Ameríkumenn. N gaf n» savðí 3 tigla á báðum borðum, en m^num lauk svo á báðum borðum að V saeði lauf. Á báðum borðum kom út T K, en spilamennskan varð ólík. Bandaríkiamaðurinn tók slaginn með T Á. Svo sló hann út trompi og „svín- aði“ og fyrir það náðí hann drottn- ingunni. Eftir það var auðvelt að vinna spilið. Englendingurinn fór öðru v>si að. — Hann gaf T K en dran m»ð trompi á hendi. Svo sló hann út L Á og LK. en náði ekki L D. Þá sló hann út H Á og sá nú nokkurn veginn hvprnií spil- in lágu. Þá kom H 10 og var dreDÍn með H K í borði. Svo kom H G og S nevddist til að drepa með H D, en hún var drenin með trompi. Nú kemur spilarinn S inn á LD, en hann verður að spila annaðhvort hiarta eða tígli. Hann kaus að SDÍla tigli og slagurinn var tekinn með ás í borði. Þá kemur H 8 og S verður að drepa með H 9, en hún er drepin með trompi. V hafði áður fleygt af sér snaða í tígulinn og nú slær hann út spaða undir ásinn, og á nú alla slavina, þarf ekki einu sinni að nota spaðann, því að spaðarnir á hendi geta farið í hjarta. ----- H.TÓNUM LÝST Hljóða-Bjarni flæktist víða um land og kom því víða. Þótti hann sjaldan góður gestur, enda launaði hann oft- VARÐSKIPIÐ ÞÓR — Mynd þessi var tekin þegar fyrsti snjórinn hafði fallið á Esjuna, og vildi þá svo til að varðskipið Þór var statt í Reykjavíkurhöfn. En varðskipin liggja sjaldan í höfn. Þau eru alltaf á sveimi meðfram strönd- um landsins til þess að verja ina nýu landhelgi fyrir auknum ágangi er- lendra veiðiskipa. Munu fæstir gera sér fulla grein fvrir því hvað vér eigum þessum litlu varðskipum mikið að þakka og hvern hlut þau eiga í þvi, ef in aukna landhelgi verður viðurkennd. (Ljósm. Ól. K. M.) ast greiða með því að tala illa um þá, er skutu skjólshúsi yfir hann. Þetta er haft eftir honum: „Eg kom á bæ, þar hefi eg séð mestan hjónamun: Konan var sem grængolandi norðan- sjór, en bóndinn sem dauðs manns skuggi á uglu. — Eg kom á bæ. Þar var bóndinn eineygur, en það eina auga var honum svo gott sem önnur þrjú, og hann hefði haft eitt í hnakka. En konan var eins og þristrend þjöl, þú skilur það kunningi, hvernig sem þjölin er lögð snýr ætíð upp ein röðin. — Á einn bæ kom eg á Árskógsströnd og fann bóndann. Hann var sem þoka yfir feni, en út úr honum stóðu 18 þúsund gaddar. Hún nísti tönnum sem sauður, kominn að bana, fallinn í pytt.“ (Sig. próf. Gunnarsson, Hall- ormsstað). GALTARÁ Það hafði orðið, þá Nikulás lögréttu- maður frá Múla á Skálmarnesi Finns- son, var kominn að Gufudal og nokk- uð við öl, að Jón varalögmaður Ólafs- son var þar gestkominn hjá Árna presti Ólafssyni bróður sínum. Fóru þeir bræður með Nikulás út í kirkju og ertu hann mjög í orðum. En sökum þess, að Nikulás var svakafenginn við öl, þá skammyrti hann þá báða mjög. Vitnuðu þeir þá, er þeir höfðu menn til þess sett í kirkjuloftinu, er allt heyrðu glögglega, hvað þeir mæltu. Hótuðu þeir síðan Nikulási lögsókn og kom svo, að hann sá sitt óvænna og lét úti við þá jörðina Galtará, 12 hundruð að dýrleika. — Það var nokkru seinna, að þeir voru við sam- kvæmi Jón prestur Ólafsson i Trölla- tungu og Árni prestur í Gufudal. Varð Árna presti illt af öli og spjó. Þá mælti Jón prestur: „Geturðu ekki selt upp Galtaránni, maður guðs!“ (Stranda- manna saga). Akvæðavísa Gísli Engilbertsson verslunarstjóri var allvel hagmæltur maður, en mun lítið hafa fengizt við Ijóðagerð fyr en á elliárum sínum. Gísli fékkst mikið við útveg. Einhverju sinni var veiðar- færum stolið úr kró hans. Þá festi hann þessa vísu á króargaflinn: Skilir þú ei vamma vin veiðarfæri mínu, niður muntu í náhvals gin, nær þá kölski sínu. Brá svo við, að veiðarfærin voru aftur komin á sinn stað daginn eftir. (Sagnir úr Vestmanneyum).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.