Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1955, Side 14

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1955, Side 14
706 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS munn ser. Því næst varð hann allt 1 einu fokvondur, barði hamrinum af alefli í vinnubekkinn, sparkaði í stólinn, sem hann sat á, opnaði púltið, tók upp úr því þúsund flór- ina seðilinn og hljóp upp stigann að íbúð hefðarmannsins. „Góði, göíugi herra, ég er yðar skuldbundinn, auðmjúkur þjónn. Takið aftur við fé yðar! það skal ekki lengur vera mér fjötur. Hins vegar viljum við öll syngja, þegar okkur langar til. Fyrir mig og börn mín er það miklu meira virði en þúsund flórínur.“ Um leið og hann sagði þetta, fleygði hann seðlinum á borðið og hljóp lafmóður aftur til fjölskyld- imnar, sem beið hans. Hann kyssti börnin hvert eftir annað; síðan raðaði hann þeim rétt eins og org- elpípum ,settist á lága þrífótinn, og þau tóku ÖU að syngja aftur innilega og af lífi og sál: „Vér undir tökum englasöng, englasöng, og nú finnst oss ei nóttin löng. HaUelúja.“ Sælli hefðu þau ekki getað verið, þótt þau hefðu sjálf átt allt mikla húsið. En eigandi stórhýsisins gekk milli herbergjanna sinna níu og spurði sjálfan sig, hvernig því véki við að þessi lýður á hæðinni fyrir neðan gæti verið svo sæll og fullur lífsgleði í jaínþreytandi og leiðum heimi. Einar Guðmundsson þýddi úr ensku. Séra Pétur Þ. Ingjaldsson: I Hróarskeldu Á H V E R J U sumri í ágúst er þriggja daga borgarhátíð í Hróarskeldu. Er hún haldin undir berum himni í lystigarði borgar- innar, en það er fagur garður með trjálundum og grasi vöxnum rjóðr- um. Garðinum hallar niður að tjörninni. Efst í hallinu er einlyft, gamalt hús með undra síðu strá- þaki. Þar eru veitingar framreidd- ar úti og inni. Er fagurt að standa þar á hlaðinu, líta mannfjölda mik- inn á öllu aldursskeiði þar í rjóðr- inu, en fjær milli trjánna sléttan fjörðinn, þar sem hásigldar skemmtisnekkjur svifa um með þöndum seglum. En sé gengið nið- ur fyrir rjóðrið, er þar breið skóg- argata, sem fyrir nokkrum dögum var kyrrlát og skuggasæl. En nú er hún allt í einu orðin borgar- gata með lífi og fjöri, svo vart verður þar þverfótað fyrir fólki. Enda er báðum megin götunnar komnar búðir er selja ávexti, hress- ingu; þar er og happdrætti, töfra- spil, hringekjur, mylluhús, töfra- tjald, þar sem t. d. Valdosa sýnir listir sínar. Eru þar festar upp um- sagnir manna um hann, þar á með- al úr blöðum heima á íslandi. Neðst í hallanum, í rjóðrinu, er komið fyrir leiksviðspalli. Þar birt- ist fjöldi manna í margs konar embættisbúningum, og ber hver sitt spjald er segir hvaða ráðherra hann sé. En kallari gekk fram og tilkynnti hver þeirra ráðherranna skyldi tala. Féll þá margt létt orða- val, er vakti kátínu almennings, og þótti mönnum þetta góður leikur. Síðan kom lúðrasveit drengja í lit- klæðum á hermanna vísu, og voru þeir eigi sízt ánægðir er lægstir DómkirkjaD í Hróarskeldu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.