Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1956, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1956, Blaðsíða 2
38 " LESBÓK MORGUNBLAÐSINS verkum sínum, og eru tvímæla- laust mesta bókmenntaafrek eins manns í landi voru, og þótt víðar væri leitað, enda hafa frændur vorir Norðmenn kunnað að meta þann skerf, er Snorri lagði til sögu þeirra og frelsisbaráttu með kon- ungasögum sínum, og sýnt hafa þeir þakklæti sitt í verki með því að reisa hér í Reykholti styttu hans, höggna af þeirra stórbrotn- asta myndasmið. Það er Borgfirð- ingafélaginu til sóma, að hafa tekið upp og haldið þeim sið, að heiðra minningu Snorra Sturlusonar, því að segja má, að vér landar hans höfum í því efni látið vorn hlut eftir liggja. En skemmtilegt er að veita því athygli, að greindur ís- lenzkur bóndi hefur bent á það, að af þeim mönnum, sem oss eru kunnir á gullöld íslenzkra bók- mennta, sé enginn líklegri en Snorri til að hafa ritað það snilld- arverk, er hæst ber allra, Njáls- sögu. Vel má vera, að rök hans standist ekki gagnrýni þeirra, er um þau mál eru fróðastir, en vissu- lega hefur hér komið fram rétt mat á snilli Snorra, og má hann þó telj- ast vel sæmdur af að hafa ritað Egils sögu, sem leidd hafa verið svo sterk rök að að hann hafi gert, að það mun nú almennt viðurkennt orðið af dómbærum mönnum. ★ En ekki var sá tilgangur minn í þessu ávarpi, að taka að mér hlutverk sagnfræðingsins og bók- menntafræðingsins og dæma um Snorra og verk hans, eða leggja nokkuð nýtt til þeirra mála. Til þess skortir mig bæði þekkingu og aðstæður. Það sem ég hef sagt og segi, er eingöngu viðhorf leik- mannsins í þeim málum, lítil til- raun til að minnast þess, sem skylt er að minnast á Snorrahátíð. Ég hafði ekki einu sinni hugsað mér að benda sérstaklega á bokmennta- afrek Snorra, heldur get ég þeirra af því, að Snorri verður ekki nefndur, án þess að þeirra sé minnzt. Það er miklu fremur per- sónan öll, sem ég vil minnast, höfð- inginn, sem birti svipmót sitt að hverju sem hann sneri sér, stór- mennið jafnt á sviði hins ytra sem hins innra lífs. Og um leið og ég geri það, þyk- ist ég minnast Borgfirðinga allra og Borgarfjarðarhéraðs. Ég er sem sé þeirrar trúar, að í Snorra hafi birzt það, sem telja má einkenni Borgfirðinga, að þau hafi birzt í honum í stækkaðri mynd og sam- einuð, þar sem hjá öðrum má finna ýmist þetta atriði eða hitt, í minna eða ríkara mæli. Þessi einkenni mætti ef til vill nefna einu nafni höfðingslund, þótt að vísu sé þá lagt öllu ríkari merking í orðið en venjulega. Á ég þá við þá höfð- ingslund, sem birtist jafnt á sviði ,anda sem efnis, hæfileikann til að fara svo með gáfur og gjafir skap- arans, að allt margfaldist í með- ferðinni og verði bæði manni sjálf- um og öðrum til þurftar og bless- unar. Nú veit ég að vísu, að Snorri var í efnislegum hlutum sér- hyggjumaður, sem fyrst og fremst hugsaði um eigin hag, fullkomlega barn sinnar aldar, sem alræmd er að yfirgangi og ofbeldi höfðingj- anna gagnvart lítilmagnanum. En ég veit ekki, nema það einkenni hafi haldizt við nokkuð lengi meðal höfðingja Borgarfjarðar. Og ég veit líka, að bæði í því efni sem öðrum eru Borgfirðingar ekki ein- ir sér meðal landsmanna, öllum svipar okkur æði mikið hverjum til annara, íslendingum. Og hin andlega höfðingjslund, sem ein- kenndi SnQrra og einkennir Borg- firðinga, er vitanlega ekki sér- kenni, sem þeir eiga einir, hún er líka til meðal Skaftfellinga og Skagíirðmga og i öllum sýslum landsins. En ég minntist á Borg- arfjarðarhérað, og taldi svipmót Snorra birtast í því og varðveitast jafnt sem í Borgfirðingum. Raunar mætti snúa þessu við, og segja, að svipmót héraðsins birtist í Snorra og í Borgfirðingum. Snorri var Dalamaður að uppruna, og ólst að miklu leyti upp í Rangárþingi. En hér átti hann öll sín manndómsár, fyrst á Borg og síðan í Reykholti. Á Borg settist hann í bú Bersa hins auðga. Hann var kominn í hérað, þar sem auðurinn er lagður mönnum í hendur — ef þeir hafa manndóm til að taka á móti. Ég hygg að engu héraði íslands sé hallmælt, þótt fullyrt sé, að Borg- arf jarðarhérað sé þeirra jafnast að landkostum. Og telji menn Skipa- skaga með, sem rétt er, þarf ekki að telja sjávarkostina undan held- ur. Og sjávarhlunnindin undan Mýrum hafa löngum verið mikils metin, svo að jafnvel enn í jarða- matinu frá 1932 eru Hvalseyjar, búlausar eyðieyjar, metnar dýrast- ar allra jarðeigna sýslunnar að landverði. Og ekki má gleyma lax- inum og öðrum góðfiski í ám og vötnum. Það er víða fagurt í Borg- arfirði, þegar vel veiðist, og getur bætt vel upp sóllítið óþurrkasum- ar. Skallagrímur var bæði fyrsti bóndinn og fyrsti stórbóndinn í Borgarfirði, en margir hafa síðan á eftir komið. Fjárafli hans stóð mörgum fótum, bæði upp til fjalla og út til sjávar og í miðju héraði. Hann hefur orðið frummynd og fyrirmynd hins borgfirzka bónda, athafnasamur og framsýnn, verk- hagur og árrisull. Honum var það ljóst, að snemma ber að heilsa góðu dægri. „Mjök verðr ár, sás aura, ísarns meiðr at rísa, váðir Vidda bróður veðrs, leggja skal, kveðja“: Mjög árla verður sá maður að fara á fætur, er safna vill fé, og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.