Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1956, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1956, Blaðsíða 3
^ LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 38 knýja smiðjubelginn. Allir ís- lendingar eru niðjar Skalla- gríms, og margir Borgfirð- ingar hafa verið honum sannír niðjar að atorku og elju að nýta þær miklu gjafir, er skaparinn hef- ur lagt í hendur þeim í hinu fagra héraði Borgarfjarðar. ★ En jafnvel sá mikli bóndi og stórsmiður Skallagrímur, sem brenndi jám úr jörðu í Rauðanesi og sótti sér bjarg úr hafsbotni við Borgareyjar til að lýja það á, hafði það til að kasta fram vísu. Og þær voru bæði mergjaðar og dýrar. Og þetta hefur líka lengi loðað við Borgfirðinga: „Timans bára í Borgaríírði braut hin gömlu skip, löngu er orðinn einskis virði askurinn með svigagirði hlóðargrind og hrip. Alltaf hélt þó visan velli varðist þvi að deyja úr elli, skiptl bara um söngvi og svip.“ Þannig kveður bóndinn á Ás- bjarnarstöðum á 20. öldinni. Og það þarf ekki heldur að leita langt frá Skallagrími til að finna stórskáldið. Það er eitt af sérkenn- um íslenzks eðlis, og hér hefur það sannazt á einum fyrsta innfædda Borgfirðingnum, að það er skammt milli athafnamannsins og bók- menntasnillingsins. Egill Skalla- grímsson hefur líklega ekki verið bóndi á við föður sinn, eða a. m. k. ekki eins mikill eljumaður við smíðar og önnur almenn störf. En fjáraflamaður var hann engu minni, þótt hann kysi heldur að leita upp til Lundar og annarra auðugra staða fjarra landa til að safna silfri í kistur sínar. Það kem- ur þegar íram í fyrstu vísunni, sem með vissu má eigna honum, og sést þar líka, hversu glöggskyggn var Bera móðir hans á eðli sveinsins. En það er eins með Egil og Snorra, niðja hans, að hæst ber hann í minningunni fyrir skáldiðju sína. Jafnframt hinum óhemjulega of- stopa og fégræðgi brýzt fram í honum skáldæð svo sterk og hrein, að fáir eru hans jafnokar síðan. Og þegar harðast var að honum sorfið, í missi sona hans, þá var það hvorki fé né vígsgengi, sem entust honum til þess, að hann mætti hreppa aftur lífsgleði sína, eins og þó bar við, þegar brún hans yggld- ist af ólund og leiða, heldur vár það sjálf gjöf skáldskaparins, íþróttin vammi firrða, er sjálfur alfaðir, goðjaðar, hafði gefið honum: „Þó hefr Mfms vinr mér of fengnar bölva bætr, ef et betra telk: Gáfumk íþrótt úlfs of bági vígi vanr vammi firrða.“ Þess vegna gat hann glaður með góðan vilja og óhræddur beðið heljar. ★ Það er mikillar athygli vert, hversu lík verður niðurstaðan af þessu djúpfæra og stórbrotna kvæði Egils eins og af einu stór- felldasta ljóði annars borgfirzks skálds, er átti það sammerkt með Snorra, að vera annars staðar fæddur og upp alinn, og var um flest algjör andstaða Egils. Hall- grímur Pétursson var kristinn klerkur, en ekki heiðinn víkingur. Þótt sjálfsagt fari ofsögum af fá- tækt hans, þá var honum allra manna Ijósast, að fégræðgin er ekki trygging hamingjunnar, held- ur er valt veraldarlánið. En hann hafði fundið þann fésjóð, er tryggði honum öryggi og æðruleysi við aðkomu dauðans: „Dauði! Ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt. í Kristi krafti eg segi: Kom þú 6æll, þegar þú vilt.“ Báðum var það Ijóst, Agli og Hallgrími, að þegar mest á reyndi, þá voru það andlegu verðmætin, sem ein hafa gildi. Þeir túlkuðu það hvor frá sínu sjónarmiði, eftir trú sinni og lífsskoðun, en þó segja raunar báðir hið sama. Og þetta sama verður einnig niðurstaðan, þegar grafið er eftir því, hversu var farið hinni andlegu höfðings- lund Snorra. Hvers vegna gaf þessi mikli fésýslumaður og stjórnmála- foringi sér tíma til að skrá sagn- fræðirit, skáldskaparmál og goða- fræði? Hvernig gat honum unnizt næði til þess í öllum umsvifum og róstum mestu ofstopaaldar, er yfir ísland hefur gengið? Ekki naut hann skjóls og friðar klaustranna, eins og flestir aðrir nafngreindir sagnritarar þeirra tíma. Ætli hon- um hafi ekki skilizt, sennilega fyr- ir éhrif frá þeim friðsama mennta- höfðingja Jóni Loftssyni fóstra sínum, að andlegu verðmætin eru dýrust, að ljóð og saga eru varan- legri en fasteignir og lausafé, kon- ungshylli og mannaforráð? Andi hans var svo ríkur, að hann gat ekki annað en gert aðra hluttaka í auðæfum sínum. Þar birtist hans sanna höfðingslund, sú er gert hef- ur hann að einum hinum hæsta höfðingja í heimi íslenzkra bók- mennta. ★ Ég minntist á, hversu héraðið hefði átt sinn þátt í því, að þar hefur löngum dafnað búsæld og höfðingjabragur í ytri rausn og velgengni. Það er augljóst mál og þarf engrar skýringar við. Þess er þó sjálfsagt að geta, að ekki eru allar jarðir fallnar til að verða stórbýli, og eiga samt ræktun og framfarir síðustu ára í búnaðar- háttum drjúgan þátt í þvi, að gera eánnig mörg kotbýlin að stórbýlis-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.