Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1956, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1956, Síða 4
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 200 inu. Hún lagði fyrir stjórnina 8. apríl 1943: Frumvarp til stiórn- skipunarlaga um stjórnarskrá lýð- veldi«ins íslands, og Tillögu til jjiHgsályktunar um niðurfelling Sambandsla ganna. Á fullveldisdaginn (1. des.) s. á. lýstu þingflokkar þriggja flokka yfir því, að beir væri sammála um að stofna lýðveldi á fslandi eigi síðar en 17. júní 1944. og mundu á næsta þingi bera fram stjórnar- skrárfrumvarp milliþinganefndar. Málið kom svo fvrir Alþingi í öndverðum janúar 1944. Barst þá skeyti frá konungi um að hann gæti ekki „meðan núverandi ástand varir“ viðurkennt lýðveldisstofn- un á íslandi. Út af þessu gáfu rík- isstjóm og flokkarnir út sameigin- lega vfirlvsingu og segir bar: ..Það er réttur íslenzku þióðarinnar siálfrar. og hennar einnar, að taka ákvörðun um stiórnarform sitt. Al- þingi og ríkissfiórn hafa lagt t’l yfð þióðina. að hún ákveði að ísland verði gert að lvðve^d'. svo sem hugur fslendinga hefir um langan aldur staðið til. Ríkisstjórn og stjórnmálaflokkarnir eru sammála um, að fregnin um boðskan kon- ungs geti engu brevtt um afstöðu þeirra til stofnunar lvðve'd's á fs- landi“. Síðan samþvkkti Albingi niðurfelling Sambandslaganna og stjórnarskrá fvrir lýðveldíð. og var ákveðið að bera sambandsslit- in undir bióðaratkvæði. Sú atkvæðagreiðsla fór fram í maí um vorið, og aldrei hafa ís- lendingar verið iafn sammála um neitt eins og sambandsslitin, bví að 71,122 nreiddu atkvæði með þeim, en aðeins 377 á móti. Og svo rann upp sú mikla stund, er þjóðveldið skyldi endurreist að Lögbergi á Þingvöllum. Það var jafnframt hátíð alþjóðar. Hið eina, sem skyggði á í hugum sumra manna var það, að Kristjáni 10. konungi væri bökuð stórsorg með þessu, því að hann var ástsæll hér á landi. Hér var ekki um neina unnreist gegn honum að ræða, heldur heilagan rétt siálfstæðrar b'óðar til að ráða má.lum sínum. Og hver einasti íslendingur hefði kosið að það mætti verða án nokk- urrar óvildar annarra. Skáldið Matthías Jochumsson kvað einu sinni, löngu áður en far- ið var að hugsa um skilnað: Bróðurlegt orð Snorraland Saxagrund sendir, samskipta vorra sé er.dir: Bróðurlegt orð. Það var þetta sem íslendingar vildu, fulla vináttu við Danakon- ung og dönsku þióðina, brátt fvrir sambandsslitin. On begar hátíðin stóð sem hæst á Lögbo’-ai. kom ið bróðurle^a orð frá siálfum kon- unoj. Forcætisráðherra las unn skevtí frá honnm bar s«m hann á—i''ði foipnzku hióðinni p'lra he'ilq á beosiim t'mamótum og lét í liós há von. að tengsl hennar við in önnur Norðurlönd mætti stvrkiast. Skevti betta varð t'l bess að full- komna föunuð fslendin.ga. Konung- vtr v°r sá drengskanarmaður, er bejr bötðu revnt hann að áður. Og beraveggir Almannagiár skulfu undan fagnaðarónum mannfiöld- ans. Fér hafði ræ«t von og hug- svn skáldsins: BróðurleCTt orð inn- siglaði sambandsslit íslands og Danmerkur. n Þetta er sagan um bað hvernig á því stendur. að Friðrik 9. konung- ur. sem nú heimsækir oss, varð ekki konungur íslands. Vér erum vinir hans engu að síður. Og það mun allra manna mál, að vinátta og gagnkvæmur skilningur íslend- inga og Dana hafi mjög batnað á seinni árum. v Friðrik konungur 9. er fyrsti er- lendi þjóðhöfðinginn, sem kemur í opinbera heimsókn til íslands. Það er gleðilegt tímanna tákn og tal- andi vottur um þann bróðurhug, sem nú ríkir meðal íslenzku og dönsku þjóðanna. Norðurlönd eru mestu lýðræðislönd Evrópu og skilja allra þjóða bezt hvað felst í orðinu frelsi. Norðmenn skildu við Svía 1905 og íslendingar skildu við Dani 1944. Hvergi í heiminum hefði slíkir atburðir getað gerzt fjand- skaparlaust nema á Norðurlöndum. Það er þeirra mikli heiður. Og hvergi eru þjóðhöfðingjar jafn „frjálsir“ eins og á Norðurlöndum. Þeir þurfa ekki að hafa lífvörð um sig hvar sem þeir fara. Þjóðirnar sjálfar sem heild eru lífvörður þeirra. Þeir og þjóðin eru eitt. Og til til vill kemur þetta hvergi fag- urlegar í ljós en í Danmörk. Þegar vér fögnum nú dönsku konungs- hjónunum, erum vér því um leið að fagna allri dönsku þjóðinni. En þó ber þess að geta, að kon- ungshjónin eiga hér marga vini. Þau komu hingað í heimsókn sum- arið 1938 og ferðuðust nokkuð um landið. Var þeim fagnað ágæta vel hvar sem þau komu, og kynntust þau þá mörgum íslendingum, og munu þau kynni nú rifjuð upp og vinátta endurnýuð. Það er innileg ósk allrar íslenzku þjóðarinnar, að heimsókn kon- ungshjónanna megi verða þeim til óblandinnar ánægju, að hún megi verða til enn nánari vináttu og skilnings milli frændþjóðanna, og til að styrkja tengslin milli Norð- urlandanna í heild. — Læknir, viljið þér segja mér hvað að mér gengur? — Frú mín góð, þér eruð of feit, þér málið yður hroðalega. þér litið á yður hárið, þér reykið allt of mikið, og svo eruð þér á skökkum stað. Ég er blaðamaður, læknir- inn er í næsta herbergi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.