Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1956, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1956, Blaðsíða 6
r 202 * LBSBÓK MORGU NBLAÐ6INS Man^ af timbrinu hér, og var þá afráðið að halda til íslands. Sunnudaginn 3. maí lögðu þeir á stað. Var þá versta veður, storm- ur og dimmviðri. Inn 8. maí sáu þeir fyrst glóra í ísland, en vissu ekki hvar þeir voru komnir að því. Gekk nú vmist með stormum eða logni og á þriðjudaginn 12. maí sóu þeir Rrimnestanga í norð- austri. Svo stendur í dagbókinni 14. maí: ..Klukkan 1 (um nóttina) sigldum við rétt fram hjá Papev, drógum upp fána til að biðja um hafnsögumann, en enginn kom. Klukkan 4 um morguninn vörp- uðum við akkerum hiá verslunar- staðnum Djúpavogi. Pramminn var settur út og skipstjóri fór í land við annan mann.“ En ekki lítur út fyrir að þeir hafi getað selt neitt þarna og á laugardagsmorg- un 16. maí fóru þeir þaðan. Simnudagsmorgun kl. 4 voru þeir komnir alveg að Bjarnarskeri. Rétt á eftir lygndi og urðu þeir að setja út prammann og róa skipið frá landi, svo að það strandaði ekki. Þegar þeir þóttust úr hættu, var festum kastað, en litlu síðar kom á byr og drógu þeir þá upp segl aftur. Þá stendur í dagbókinni 19. maí: „Kl. 4 komum við inn á Eskifjarðarhöfn, var þar kastað bakborðsakkeri og gefnir út 40 faðmar af keðju. Seglin voru fest og frá öllu gengið á þilfari. Skip- stjóri fór í land. Klukkan 8 var bátur sendur í land með nokkuð af timbri og allt vkr undirbúið að losa skipið". — Miðvikudaginn 20. maí: „Dálítil gola. Bvrjaði að losa og flutti f land nokkuð af timbri, sem selt var. Síðan hvessti og varð þá að hætta uppskipun. Renndi út akkerfesti á enda“. Þama lágu þeir f viku og voru stöðugir stormar og hríðarel og sama sem e. ^-i var skfpað á land. Sigldu þeir sfðan inn 6 Reyðar- fjðrð, og komu við á Breiðavík og Karlsskála. En mánudaginn 22. júní vörpuðu þeir akkerum í Seyð- isfirði, og var það seinasti viðkomu- staður. Þar seldu þeir það sem eftir var af farminum, og nokkuð af því á uppboði, eins og hér má sjá: ÚTDRÁTTUR ÚR UPPBOÐSBÓK NORÐUR-MÚLASÝSLU No. Hið selda Kr. au. 1. 162 sty. 6 fóta borð .... á 3.50 pr. 12 sty. ... 47.25 2. 4 tylftir 7 fóta borð. á 4.50 pr. 12 sty..... 18.25 4. 49 sty. 6 fóta flettingar .... á 2.50 pr. 12 sty...... 10.21 Samtals kr. 756.77 Fleira kom eigi til uppboðs. Upp- boðsþingi slitið. Einar Thorlacius. Vitni: Teitur Ólafsson. Thomsen. Laugardaginn 27. júnf: „Skip- stjóri fór í land um morguninn til þess að afgreiða skipið, er nú siglir heðan til Mandal með seglfestu og lítils háttar af vörum (10 tunnum af lýsi, 20 tunnum af kjöti og nokk- uð af ull. Auk þess eru tveir far- þegar til Mandal)“, segir að Iok- um í dagbókinni. Sunnudaglnn 28. júní lögðu þeir á stað og komu til Mandal eftir neer þriggja mánaða útivist w Þannig var saga smáskipanna sem ferðuðust með ströndum fs- lands á vorin. En ekki tókst öllum jafn giftusamlega, því að annálar siglinganna geta um mörg hörmu- leg slys á þeim árum. Flest skipin tóku aðeins kjalfestu til heimferðar, en sum fengu þó eitthvað af vörum, einsog hér er sagt, kjöt, ull, lýsi og fisk. Einstaka sinnum fluttu þau lifandi hesta til Skotlands, keyptu svo kol þar og sigldu aftur til íslands með þau. En þegar kom fram um 1890 var það ekki svo sjaldgæft, að stærri skipin tæki fiskfarm til Miðjarðar- hafs hafna, og kæmi svo með salt- farm þaðan, annaðhvort til íslands eða Noregs. Af kunnum kaupmönnum, skip- stjórum og timbursölum í Mandal, sem áttu mikil skifti við íslend- inga, má nefna þá Albert Jacobsen og Carl Lund; þeir gerðu og út marga síldarleiðangra þangað á árunum 1870—80. Otto Wathne 6kipstjóri settist að í Ssyðisfirði og rak þar umfangsmikil viðekiftt Hann kom m a, á föstum gufu-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.