Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1956, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1956, Síða 8
204 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS FISKIMAIMIMAEYAR FISKIMANNAEYAR eru á sundinu milli Kína og Formósu. Eru þaðan um 50 km. til Formósu, en um 135 km. til Kína. Þær eru taldar 64, (21 byggð) aðallega lágir hólmar og sker. Þrjár stærstu eyarnar heita Penghug, Yuweng og Paisha og lykja þær um stórt sjávarlón, þar sem cr Ijöldi smáeya, en einnig ágæt höfn, þar sem Bandaríkin hafa nú hcrskip, sem eiga að gæta þess að friður haldist á Formósusundi. — Maður að naíni Horace Bristol fekk nýlega að fara til cyanna, og hcfur skrifað um þær fróðlega grein, sem hér fer á eftir. Þótt eyar þessar sé ekki merkilegar vegna landkosta, hafa þær mikla hernaðarþýðingu og má vera að þær komi síðar allmikið við sögu. pORTÚGALAR gáfu eyunum nafn á 16. öld og nefndu þær „Ilhas dos Pescadores“, eða Fiski- mannaeyar, vegna þess að þar lifa menn aðallega á íiskveiðum. En Kínverjar kalla þær Penghu, sem þýðir nánast Brimeyar. Ég kom á ierðaskriístofuna í Tai- pei, höfuðborg Formósu, og bað um far til Fiskimannaeya. Af- greiðslustúlkan sagði að þangað væri að vísu flugferðir daglega, en herstjórnin hefði ráðstafað öllum flugferðum um næstu vikur. Ég dró þá upp skírteini frá yfirvöldunum, er sýndi, að ég hafði leyfi að ferðast til cynna að taka þar myndir og til eyanna að taka þar myndir og sagði að bæði ég og inn stjórnskip- aði túlkur minn, majór Hsu Piao, skyldum fá íar með næstu ílugvél. „En þar er ekkert að sjá,“ sagði hun. Faum dögum seinna lögðum við fjórir a staó i flugvel til Makung, sem er stærsta þorpið á Fiskimanna -eyum. Með okkur voru tveir menn frá Columbia útvarpsstöðinni til að taka sjónvarpsmyndir. I flugvél- inni voru margir aðrir farþegar, og þar var allt fullt af kjúklingum, ávaxtakörfum, bloðum og pósti. Þegar við lentum a flugvellinum hja Makung, skildi eg þegar hvað afgreiðslustúlkan hafði átt við. Þar var ekkert annað að sjá en nokkra menn, sem ætluðu að komast með flugvélinni til Formósu. Þar voru einnig tveir jeppar og hermanna- bíll, sem þyrluðu upp miklu ryki. Þeir voru komnir til þess að sækja herforingja og liðsforingja, sem voru með flugvélinni, og fyrir milligöngu túlksins buðu þeir okk- ur annan jeppann, og velkomið væri að setja dót okkar í herbílinn. Við vorum þakklátir og ákváðum að fylgja farangri okkar og ferðast með herbílnum. Svo var lagt á stað. Majór Hsu var í fremri jeppanum, og á honum blakti fáni setuliðsins. Herforing- inn var í hinum jeppanum og svo komum við seinastir í herbílnum. Við hliðið á flugvellinum var her- vörður, og þar staðnæmdist fremri jeppinn, enda þótt hann hefði mátt halda áfram, þar sem hann var með setuliðsfánann. En herforinginn helt áfram í sínum bíl, og varð- maður h.ljóp æpandi á eftir honum og veifaði marghleypu sinni. Að- stoðarforingi, sem var með okkur, hrópaði að hann mætti ekki skjóta. Þá sneri varðmaður við, kom að bíl okkar og lét bullandi skammir dynja á okkur. Þá steig majór Hsu út úr sínum bíl og ætlaði að út- Vatnsból. Éias og hér uia sja eru alls staðar bálr grjotgarðar, hlaðuir ti! að veita skjol. i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.