Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1956, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1956, Blaðsíða 11
C LESBÓK MORGUNBLAÐSINS tegundir fiska í sjónurn. Að meðal- tali veiða eyarskeggjar um 15.000 smálestir á ári, og er þá talinn allur fiskur, allt frá sardínum upp í bóníta. Þarna veiðast inir stærstu humrar, sem þekkjast. Stærri bátar með hrevfli. ætlaðir til fiskvelða á djúpmiðum, lágu þarna við hafnarbakkann og voru að taka á móti ísi. því að þeir eru stundum marga daga í hverri veiði- ferð. Eyarskeggjar verða að leggja allt kapp á fiskveiðarnar, því að fiskur er þeirra eina útflutnings- vara, og er seldur til Formósu. Á eyunum eru engin hlunnindi og menn verða að flytja allt inn, timb- ur, kol, olíu, fatnað, ávexti og kornmat. Bandaríkin hafa hjálpað þeim til þess að koma sér upp ís- húsum, svo að aflinn skemmist ekki. Talið er að annar hver maður á eyunum stundi fiskveiðar. Þegar bétar koma í höfn, taka fiskkaupmenn við aflanum og vega hann, en fiskimenn gæta þess vand- lega að þeir sé ekki sviknir á vigt- inni. Svo leggja bátarnir þegar á stað í róður, og klukkan 9 um morguninn höfðu þeir allir látið úr höfn aftur. 4 4 4 CHILUNG heitir nyrzti oddinn á Formósu, og er talinn votviðrasam- asti staður á jarðríki. En þótt ekki sé langt í milli, þá er svo þurrviðra- samt á Fiskimannaeyum að þar er sífelldur vatnsskortur. Þar er hvergi rennandi vatn, heldur fá menn vatn úr brunnum, og frá morgni til kvölds er fólkið að bera vatn í fötum, til þess að vökva garða sína. Af þessum vatnsskorti leiðir, að þar er sjaldan nema ein uppskera á ári. Og þótt þeir hafi nóg vatn, þá mundu sífelldir storm- ar hamla uppskeru. Talið er að þar sé stormur 200 daga á ári, og vind- urinn ber með sér avo mikið salt, að hvergi þrífst nedtt á bersvæði. Tré þrífast þar ekM nema i skjóli ’ 207 og ef stormarnir ná þeim, tæta þeir af þeim limið og gera þau kræklótt og vansköpuð. Og svo koma þarna oft fárlegir fellibyljir. „Hvernig stendur á því að þið skuluð haldast hér við?“ spurðum við eyarskeggja. „Það er vegna þess að forfeður okkar bjuggu hér á undan okkur,“ var svaríð. 4 4 4- EF kommúnistar í Kína ætla að gera innrás á Formósu, þá verða þeir að ná Fiskimannaevum fyrst. Kínverjar náðu Fiskimannaevum fyrst á vald sitt á 6. öld, og þær voru taldar með kínverska ríkinu fram til 1300. Hollendingar höfðu þær á sínu valdi um nokkurt skeið eftir það. Koxinga náði Fiskimannaeyum á sitt vald, og eftir það náði hann Formósu 1660. Þarna hafði hann bækistöðvar sínar til árása á Manchu-stjórnina í Kína. Hann hét réttu nafni Cheng Chen Kung og er enn talin þjóðhetia á For- mósu, í Kína og Japan. Faðir hans var kínverskur, en móðir japönsk. Japanar náðu Fiskimannaeyum í stríðinu við Kína 1895 og síðan Formósu, og höfðu þessar eyar á sínu valdi í hálfa öld. Þeir víggirtu þá Fiskimannaeyar ramlega og þær voru algjörlega einangraðar allan þann tíma, enginn framandi maður mátti koma þar, og enginn mátti fara úr landi. Yfirmaður eyanna sagði við okk- ur að skilnaði: „Ekki má vanmeta það hverja þýðingu eyar þessar hafa. Ef kín- versku kommúnistamir hef ja stríð, munu þeir ráðast fvrst á þær, því að hér verða þeir að útbúa innrás- arflota sinn. Þeir munu kjósa að koma á óvart á Formósu, en það geta þeir ekki. nema því aðeins að þeir hafi bækistöð hér, því að þeir komast ekki yfir sundið frá Kína til Formósu f skjóli einnar nætur. Lítill drengur stóð á götuhomi og hágrenjaði. Gömul og góðleg kona gekk til hans og sagði blíð- lega: — Þú þarft ekki að gróta svona mikið út af þessu. Strókur hætti þegar að orga. hvessti á hana augun og sagði: — Hvað veizt þú um það? ★ Mamma burfti að fara í búð, og Stína litla, sex ára, ótti að vera ein heima á meðan. Mamma sagði við hana: — Ef einhver skvldi hringja meðan ég er burtu, þó skaltu svara og segja: „Mamma er ekki heima, Viljið þér gera svo v«l að segja mér nafn yðar og síma- númer“. En á kurteisan pg kven- iegan hátt. Skömmu siðar hringdi, og kona var í símanum. Stína svaraði: — Mamma ér ekki heima. Vilj- ið hér gera svo vel að segja mér nafn yðar og símanúmer. en á kurteisan og kvenlegan hátt. ★ Gestur kom á afskekktan sveitabæ og barði að dyrum. Drenehnokki kom til dyranna. — Er pabbi þinn heima? spurði gestur. — Nei, en bú getur hitt hann þarna úti í svínastfunni, hann er auðþekktur. því að hann er með hatt á höfðinu. ★ Heima var verið að tala um tilfinningarlausan tanndrátt hjá lækni nokkrum. — Hann er alls ekki tilfinning- arlaus. saeði Sveinn litli. Hann fór með fingurinn ut>p í mig um daginn og ég beit hann og þá æpti hann af sársauka. Enginn óskar hér eftir stríði, eti ef það kemur, þá munum vér 1aka mannlega á móti.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.