Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1956, Qupperneq 13

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1956, Qupperneq 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 209 dal, h,iá móður sinni og stjúpa til heimilis, og 1855 er hann talinn til heimilis hiá þeim á Suðureyri. Eftir það sést hann hvergi skrifaður hér í manntölum, enda þá búinn að stofna heimili í Romsey í Dan- mörku. Kona hans hét Anna og sonur þeirra Ole Johnsen Thorla- cius. Ólafur eldri Thorlacius var oft nefndur Ólafur danski, af því hann var mörg ár í Danmörku, þar sem hann gekk á skóla og lærði sigl- ingafræði, svo hann varð lærður skipstjóri. Hann flutti vörur til Bíldudals á síðari kaupmannsárum Þorleifs stjúpa síns, og nokkur ár eftir að Þorleifur hætti verslun. Á sumrin stundaði hann fiskiveið- ar á skútunni, en á hverju hausti flutti hann á henni íslenzkar vörur til útlanda. Ýmsir Arnfirðingar réðust á skipið meðan því var hald- ið úti að sumrinu til fiskiveiða. Ólafur var afarmenni að kröft- um og vissu menn ekki til, að honum yrði nokkurn tíma afl- fátt. Eitt sinn er Ólafur var að leggia ^kipi sínu, bar það til að bragð af akkerskeðjunni brást um handlegg hans. Greip Ólafur þá um keðjuna með þeirri hendinni/ sem laus var og stöðvaði með því út- rennsli hennar, meðan hann náði bragðinu af handleggnum, og geta allir skilið, að heljarafl hefur þurft til þess. Sveinn Gíslason bóndi á Klúku í Dalahreppi, afi Árna Friðrikssonar fiskifræðings, var hraustnr maður á sínum yngri árum og talinn ein- hver bezti ræðari sveitarinnar og voru þá í hreppnum ýmsir knáir menn. Sveinn var háseti á skútu Ólafs. Var það eitt sinn, að þeir fóru tveir á bát frá skútunni í land. Var rokveður, en veðurstaðan þannig að svipaðan róður þurfti á bæði borð. Var þetta á Bíldudals- vognum. Sveinn stóð með báðar fætur í þóttu og reri af öllum kröftum, en Ólafur hamlaði og hafði þó horfsráðin. Þegar menn brostu að þessum aðförum, sagði Ólafur, að þeir skyldu varlega brosa að Sveini, því það myndu fáir vera betri ræðarar en hann. Ólafur yngri bróðir Ólafs danska var hreppstjóri og bjó lengst af sínum búskap í Dufansdal. Hann var hraustmenni og frækinn glímumaður og talinn af sumum jafningi Ásgeirs á Álftamýri, sem var mikið hraustmenni eins og flest ir bræður har’s. s'mir séra Jóns Ásgeirssonar, þess afburða íþrótta- manns og forvitra. Eitt sinn var það, er þeir bræður, Ólafarnir, voru orðnir fullþroska og upp á sitt bezta, að maður sá, sem ég hefi þessar afrekssögur Ólafs danska frá, sá þá bræður Ólafana vera að glíma á Bíldudals- túninu. Sagði maður þessi og orð- aði það þannig: „Að Ólafur eldri hefði farið með Ólaf yngra bróður sinn eins og hann væri að leika sér að barni.“ Svo mikill krafta- munur hefði verið á þeim bræðr- um. Þessar þrjár sögur, sem að ofan eru ritaðar um afl Ólafs Thorlacius- ar danska, sagði mér Gísli sál. Jónsson, sem var miög lengi vinnu- maður hjá Einari sál Gíslasyni, föð- urbróður mínum í Hringsdal, en eítir það vinnumaður hjá mér, sem þetta ritar, til dauðadags. Gísli, sem var áreiðanlegur og sannorður maður, hafði þessar sögur eftir Jóni föður sínum, sem var háseti hiá Ólafi danska, ásamt Sveini Gíslasyni, sem um getur í sögunni, og var áhorfandi, er þessir atburð- ir gerðust. Jón var talinn skýrleiks maður ýkjulaus og áreiðanlegur, hagyrðingur góður, eins var líka Gísli sonur hans. Atvikin að dauða Ólafs eldra Thorlaciusar danska, voru þessi: Um sumarmáUn árið 1864 var hann að flytja vörur á skonnortunni EUzabetu, sem hann þá var stýri- maður á, til Bíldpri"1'’verslunar frá Kaupmannahöfn. c>kpði þá sá ó- heillaatburður, að einn hásetinn á skipinu féll fyrir borð í sjóinn. Þetta skeði njjlægt ströndum Eng- lands í vondu veðri. Óláfnr. sem mun hafa verið afburðri 5n"drnað- ur, varpaði sér þegar t’l s>mds, synti til mannsins og fékk b’-vrgað honum, þrátt fyrir sjóganginn og veðurvonzkuna. Eftir þetta mikla afreksverk og sjóvolk veiktist Ólaf- ur. Mun hann hafa fengið lungna- bólgu. Þó komst hann lifandi með skipinu til Bíldudals, en var fluttur helsjúkur heim að Litleyri, þar sem Helga móðir hans og Þorleifur stjúpi hans bjuggu með Valgerði dóttur sinni. Var Helga móðir hans þá orðin mjög heilsulaus og nær rúmliggjandi. Valgerður hálfsystir Ólafs vaktí yfir honum og hjúkraði honum í legunni. Sagði hún að hann hefði verið með óráði síðustu sólar- hringana, sem hann lifði. Hann dó að Litleyri 11. maí 1864 rúmlega 40 ára gamall. Hann var jarðaður í Otrardal 17. maí af séra Þórði Þor- grímssyni, sem þá var prestur í Otrardal. Það er því alrangt, að Ólafur muni hafa dáið í Danmörku eins og Hannes Þorstejnsson segir í Sýslumannaæfum Boga Benedikts- sonar. Slíkur dauði sem Ólafs er sannkallaður hetjudauði. . ....... Valgerður, hálfsystir Ólafs. gift- ist 1866 Stefáni Benediktssyni föð- urbróður Ólafs Lárussonar prófess- ors og þeirra systkina, Dóttir þeirra Valgerðar og Stefáns er Björg, mesta merkiskona, á Skólavörðu- stíg 29A í Reykjavík, sem gift er Árna S. Bjarnasyni fyrrverandi dvraverði. Sagði frúBjörg mér sögu þessa. Hafði hún söguna eftir Val- gerði móður sinni, sem hjúkraði og vakti yfir bróður sínum eins og fyrr er sagt. Er saga þessi því sönn og áreiðanleg í alla staði. En slík- ar hetjudáðir sem þessi ættu sízt að gleymast, heldur vera minnst og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.