Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1956, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1956, Blaðsíða 1
16. tbl. XXXI. árg. JttorjpnW&ftáins Sunnudagur 6. maí 1956 iSLENZK KONA er plantekrueigandi í Vesturindíum V í Ð A liggja leiðir landans. Lang- ferðamenn rekast á íslendinga hingað og þangað út um heim, og á allra ólíklegustu stöðum. Margir þeirra hafa komið ár sinni vel fyrir borð. En þó er það líklega eins dæmi að íslenzk kona skuli vera plantekrueigandi í hitabeltinu og stjórna þar sjálf. Þessi kona er frú Ása Guð- mundsdóttir læknis Guðmundsson- ar, sem seinast starfaði í Stykkis- hólmi, og konu hans Arndísar Jónsdóttur háyfirdómara Péturs- sonar. Árið 1914 var Ása á leið til ís- lands með skipi frá Bretlandi. Þá kynntist hún enskum lögfræðingi frá London, Henry Newcombe Wright. Hann var þá að búa sig undir að verja doktorsritgerð í lög- fræðí og hafði valið sér sem efni forna stjómarháttu í Englandi, en var nú á leið til fslands til þess að skoða Þingvelli og afla sér upp- lýsinga um réttarfar ins foma lýð- veldis á íslandl Þessí viðkynning varð til þess að þau hneigðu hugi saman og árið 1918 giftust þau og Frú Ása Wright settust að í London. Þar stundaði Wright málfærslustörf, en þar sem hann var heldur heilsutæpur, flutt- ust þau til Cornwall til þess að losna við þokuna í London. Þarna dvöldust þau síðan þar til seinni heimsstyrjöldinni lauk. Þá var Wright sendur í erindum brezku ríkisstjórnarinnar til Bolivia. Á leiðinni þangað komu þau við á Trinidad, syðstu eynni í Vestur- indíum Breta. Þar er loftslag ákaf- lega hlýtt og gott og varð Wright svo hrifinn af því, að hann ákvað að flytjast þangað hvenær sem honum gæfist þess kostur. Vinur hans nokkur átti þar plantekru, 200 ekrur af landi og hús, sem hann hafði ekki skeytt um í nokk- ur ár. Bauðst hann til þess að leigja Wright búgarðinn. En Wright vildi heldur kaupa, og varð það úr. Svo fluttust þau hjónin þangað í desember 1945. Tók Ása þá föður sinn til sín. Hann var þá rúmlega níræður og aldursforseti lærðra manna á íslandi. Hann andaðist hjá þeim árið eftir. Búgarðurinn þama er nefndur Spring Hill Estate og er um 30 km frá Port of Spain, höfuðborg Trinidads. Landið liggur í hlíðum Arima-dalsins og nær nokkuð nið-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.