Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1956, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1956, Blaðsíða 12
256 LESBÓK M0RGUNBLAÐSIN3 Úr djúpi tortíðar Fráfall Kristjáns VIII. konungs Sendibréf Guómundor Gupmundssonar til Halldórs gjörtlara á Ártúnum 1848 pUÐMUNDUR Guðmundsson v gullsmiður og Mormónabisk- up, mun hafa verið fæddur 1827, Rangvellingur að ætt, en fluttist snemma til Vestmannaeya og átti heima í Þórlaugargerði. Hann fór til iðnnáms í Kaupmannahöfn, ásamt öðrum ungum manni frá Vestmanneyum, Sveini Þórami Hafhðasyni. Komust þeir þar í kynni við Mormóna og tóku báðir trú þeirra, fyrstir íslendinga. Þórarinn kom út 1851 og hafði skipunarbréf að boða Mormónatrú, skíra menn og vinna önnur prests- verk. Hann skírði ein hjón í Eyum, en hans naut ekki lengi við, því að hann drukknaði 1852. Þá kom Guðmundur heim og tók að boða trú af kappi og létu þá nokkrir skírast. Árið 1853 sendi danska Mormónatrúboðið hingað mann, sem Lorensen hét. Útnefndi hann Gttðmund til forseta safnaðarins (biskups), en vígði Samúel Bjama- son bónda i Kirkjubæ til prests, og skírði hann svo Margrétu Gisladöttux konu sina. Voru þau bæði talin vel greind og Samúel viðurkenndur dugnaðarmaður. Út af trúboði þessu urðu miklar æsingar og jafnvel ofsóknir, svo að fólkinu varð ekki vært í Vest- manneyum. Afréð það þá að flýa land og leita til Utah, nýlendu Mðrrríóna í Bandaríkjunum. Sum- arið 1854 lcgðu þau svc fjögur á stað írá VestmanneyUm, Guð- mundur Guðmundsson, Samúel Bjarnason og kona hans, og .Helga Jónsdóttir vinnukona frá Garðin- um (hún var frá Klasbarða í Vest- ur-Landeyum). En þá var erfitt að ferðast. Urðu þau fyrst að fara til Kaupmannahafnar, þaðan til Englands, þá með skipi þaðan til New York og svo landveg þaðan til Utah, og fara mikið af þeirri leið gangandi. Voru þau ár á ferða- laginu, Samúel tók sér þegar stórt land, og varð hann fyrsti íslenzki landneminn vestan hafs, og var þess minnst á 100 ára hátíðinni sem haldin var í Spanish Fork í sumar sem leið. Þarna bjó Samúel góðu búi í 34 ár. En Guðmundur settist að í Lehi í Utah, kvæntist danskri konu, og mun hafa stundað þar iðn sína, gullsmíðar. Halldór Þórðarson „gjörtlari" (látúhssmiður) á Ártúnum var fæddur árið 1800. Kona hapis var Gróa Magnúsdóttir. Halldór mun hafa stUndað gullsmíð'anám í Kaupmannahöfn, og senniléga hjá Dalhoff hirðgullsmið, því að hann lætur son sinn heita eftir honum, og var það Dalhoff Halldórsson gullsmiður, er seinast var hér í Reykjavík. Fréttabréf þétta er að finna í handritasafni ÍB í Landsbokasaím, í kiren. sem heitir ,.Eirn Lítill Sam- tíningur Til Ðaegra stittingar og Fróðleiks", með hendi Björns Jóns- scnax á B^earstöðum. FRÁFALL KONUNGS Kristján áttundi kóngur vor cr nú sálaður, og hans son Friðrik er seztur í sæti feðra sinna að stýra ríkinu. Það er sá prins, er fyrr kom til íslands ( og er hann einn af soddan persón- um, er hér hefir komið), og er óskandi að hann með guðs náð yrði sem lengst yfir oss, og að guð gaefi honum Kristj- áns 4. kraft og Kristjáns 8. vísdóm, þar hann var álitinn einn sá vísasti kóngur á Norðurlöndum. Kristján 8. deyði nóttina á milli þess 20. og 21. janúar, eftir að hafa legið sárþjáður nokkra daga, og var harmaður dáinn fyrr en var, en það barst tii baka strax aftur í fréttablöð- unum, sem út ganga hvern morgun, eða dag. En föstudaginn þann 21. janúar vakti okkur borgarlýður með sorglegar fréttir. Einn stríðsmaður gekk á götúm borgarinnar og blés í lúður ákaflega og sorglega, mælandi þessum orðum: „Kristján 8. er dauður, en Friðrik 7. lifir!“ Eftir honum ganga 18 stríðsmenn og báru trommur, þar á eftir 9 með tróm- etur, svo það var hkt sem allur stað- urinn léki á þræði rða reiðiskjálfi- Öll hlið voru læst og enginn gat kom- izt út úr borgmni mestallan daginn. hessir striðsmenn höfðu svart flúr yfir tarometunum og báru svart sorgarflagg Úm öll tíðindablöð kom þennan dag svartur kantur, og mestallt efni blað- anna hljóðaði um dauða konungs með miklum harmtölum. Allir þeir, sem næstir voru kongi, skulu syrgja í 6 mánuði, en almenning- ur í 6 vikur. A hverjum degi er klukk- um hringt 2 tíma f. m. og 2 e. h. í öllum kirkjum borgarinnar. Óskað er að allir vilji heiðra þann fráfállna með því i-ö brúka sorgarklæði, nefnilega gi’art silkifliir um hattinn, og það brúka fiestir heldrj œenn (E-kki tel eg mig í þeirra tölu þo ég hefmdi eftir þeim að ganga með svart flúr um hattinn). Enginn kvenmaður má ganga með rauð bönd um hattinn. í engu húsi má

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.