Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1956, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1956, Blaðsíða 14
£~258 ^ LESBÓK MORGUNBLAÐSrNS r eitt port fyrir konung þá hann ekyldi < keyra þar i gegnum. Þar voru allir málarar eaman koninir, sem sungu þá líkfylgdin íór íram hjá. Þetta port er þaó faliegasta, sem eg hefi séð á ævi minni. Það var líka til að sjá, þvi að þar brunnu 1500 lampar. Þar var upp- máluð sú konunglega kóróna og hans nafn. Þessu var svo kunnáttulega fyrir komið, var það lrka sem það snerist í hring í gulllegum ljóma, sem hafði eins og regnbogaliti. Þetta var allt út- verkað með ljósum. Þar stóðu þessi oro fyrir dyrum portsins: Konungurinn var vís og réttferðugur og kóngurinn elskaöi vizku og kunni að slá upp á ileiru. Á þeirri hliðinni sem sneri frá borg- inni, var eitt .vers,- sem eg man eL Þar voru lika málverk og menn sem blésu í lúðra. Þíu- brunnu 4 befaklar, sinn á hverju horni portsins. Það stcð á- því plássi sem heitir Vestur- brú. Nú kemur likfylgdin Danakonungs. Hann skal flytjast til Hróarskeldu, þar sem hans feður og forfeður liggja. Á undan komu 100 stríðsmenn, það var lifvagtin. Þeir voru i látúnsbrynjum, með hjálma á höfði og mikla korða. Þair blésu í lúðra með sorglegri raust. Svo komu fótgangandi þénarar, allir heidu á stöng með stórum ljósum á endunum. Ei kunni eg að telja þann fjölda, sem var með þessar stangir, er líka kallast befaklar. Nú kemur vagn þess dauða. konungs og þar á eftir. vagninum gekk hans . reiðhesiur. Svo kom sá stóri líkvagn, með 8 hesta hvíta fyrir. Þeir voru allir yfirklæddir með svörtu. Vagnixm var mjög hár og undra fallegur. Hann var með logagylltum 4 stöplum og með gulllegu kögri allt í kring. Fyrir ofan kistuna, ofan yfir höíðagaflinum, stóð eflir venju sú kónglega kóróna. Allt var þetta gull-. legt og mjög fallegt Þar á eítir kom núverandi kóngur, Friðrik 7., með 6 hesta brúna fyrir. vagninum. Lika voru ailir. ráðherrar ríðandi með alvæpni, samt þeirra þén- arar, heila .veginn með befakla. (Hefði eg ei séð fyrr neina prýði, þá hefði eg ugglaust gleymt sjálfum mér að sjá upp á þvilíka viðhöfn og fegurð alit í kring). Allt í knng um borgma var skotið fallstykkjum, hvert heióursmerkiö fylgdi öðru, sem ei var of gert, því konunguriim var vitur maður og gó6- ur og viMi vel þegnum sínum. Htafn: Ögn um ánamabkinn H A N N E R kominn upp, — ána- maðkurinn! — Já, ánamaðkurinn er kominn upp. Upp er hann kominn undan köldum klaka. ÞaS er voðboðinn. Vorið er komið og svo kemur sum- arið. Klakann leysir úr jörð og moldin hlýnar.; Víst er. hann fagur vormorg- vminn. Við þekkjum það öll. Gerið eitt góðir menn og konur, með þvi einhverntima eiga allir að geta skapað sér frí eða friðstund. Hvílið bíia og bifhjól einu sinni eða tvisvar. Risið upp ária morguns og farið á fætur, þegar allt er í gróandanum. Gangið út um græna haga meðan sól- m rís og svífur .hærra á himininn. Náttdöggina eimir efst af stráunum, en dnggardropar, tárhreinir, eins og glitrandi. perlur, hvíla enn í hverju blaði.. Stórar daggperlur, hnöttóttar, ljóma og glitra í blómbikurum. Klæðist gúmmístígvélum eða góðum bomsum. Náttdöggin þétt og þung ligg- ur úrsvöl undir í grasinu og flæðir um fótinn í hverju spori. Væðan er viðkunnanleg og slóðin sést langar leiðir. Grundir. og grafningar, bakkar og berangur, ilma ljúfan af reyrgresinu góða og möðrunni mjúku, en úr urð- um og holtum angar blóðbergið. Fugla- söngur fyllir loftið og það er ást í þeim söng öllum, fyriiboöi frjófgunar og vaxtur. í væðunni skapast vítt útsýni. Nú er að létta naaturþokunni; hún er farin af flóanum, aðeins smáhríslur .eftir og eru að-hjaðna. Svoær og á landi líka. í fjallahlíðum, í gjljadrögiun og gljúfr- um, þar eE hún enn, þokan, að gufa upp greyið, en góðlátlega. Lítið á bændabýlin, þessa dökkgrænu díla, er hjúfra sig vinalega á víð og dreif á bersvæði, undir fjöllum eða í faðmi dala. Sólin rís og roðar í fjarska fjalla- tinda. Fer svo að rjúka á flestum bæ- um. í logpmu cg ládeyðunm standa raykiœir. eum. og stoðir beint upp_ á endann. En í spegilskyggnum fleti fjarðarins, ellegar skuggsjé vatnsins í djúpum dalnum, sjást háreist fjöll, hús og bæir öfug og eins og á höfði, líkt og þar væri huliðsheimur í okkar heimi, sveipaður dásemdum og draum- um. — En nú var það einmitt maðkurinn, sem ég vildi minnast. Næturdöggin er hans heillatími, en undir eins og dagar, flýr hann i fáðm móður sinnar, mold- arinnar. Þarna finnast þó undantekn- ingéir eins og annarstáðar. i morgun, er ég kom úr minní göngu, voru marg- ir ormar uppi í einum stað. í nótt hafði nefnilega rignt, og þó ekki æði mikið. En það vita menn með vissu, að ána- maðkar skrída upp úr moldinni í rign- ingum. Ef til vill mætti álita, að þeir gerðu það til þess að kafna ekki í vatninu, sem sígur mður í jörðina, þó er það ekki aðalorsökin, heldur hin, að forðast kolsýru, sem myndast í jarðveginum fyrir áhrif regnvatnsins. Súrefni í jarðveginum minnkar eftir . mikið regn, með því að loftholur og loftpípur jarðvegsins fyllast, en kol- sýran eykst. Ánamaðkar þola illa kol- sýru og skriða því upp á yfirborðið.. Þessir ánamaðkar, er.ég minntist á, voru allir á litlum bletti, á gangstétt einni, er lá meðfram túnjaðri. TVeir litlir drengir voru að stappa á möðk- unum og merja þá undir fótunum og_ lítil telpa stóð með dúkkuna sína .og horfði á. Ég bað drengina að vera góða við ánamaðkana; hætta að merja þá-og deyða, en .taka þá heldun. upp og hjálpa þeim. að komaat á góðan .og þurran stað, þar sem þeir gætu nkrið - ið í jörðina. Enda. þptt þeir væru..ó- fagrir á að líta, þá væru þeir samt einhver mestu nytjadýr er hrærðust í jörð og á. Þeir aðlöðuðu og undir- byggju jarðveginn fyrir jurtirnar, en á jurtunum lifðu svo aftur menn og dýr og maðkaðirnir sjálfir siðast. Þeir væru því lífsnauðsynlegur hlekkur. í þróunarsögu lifsins á jörðinni og svip- að mætti segja .um.óáejjandi.aórar.lií-. verur, sem vaaru þó ekkí eipp nyt- samar og ánamaðkurjnn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.