Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1956, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1956, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 259 í fyrstu vildu drengímir ekki trúa mér, en mölduðu í móinn, sögðu að ormarnir væru ljótir og vondir og ónýtir nema bara í beitu fyrir laxinn, og hann væri þó hundrað sinnum fall- egri en ég, sem væri helmingi and- styggilegri en ánamaðkurinn. Sitthvaö fleira höfðu þeir við sjálfan mig að athuga og afskiptasemi mína og létu það í ljós með óþvegnum orðum. En þegar ég fór í brjóstvasa minn, dré þar upp frímerkt sendibréf, er ég hafði nýlega fengið í pósti, dró af því umslagið, safnaði saman ormunum, bæði þeim heilu og mörðu, og stakk öllu í umslagið, þá fór áhugi þeirra og eftirtekt að vakna. Ég sagðist ætla að hjálpa ormunum og skyldi sýna þeim hvernig ég færi að því. Nú fylgdu drengirnir mér eftir af miklum áhuga, og litla stúlkan með brúðuna sina vildí iíka komia með og sagði á síftu barnamáli, að órmaTnir væru góðir? Ég bað drengina að leiða iitlu stúlkUna, ' og géi’ðu þeir það, leiddu hana á milli sín, og svo leidd- umst við ’öil. Staður sá, er ákjósanlegur virtist handa ormunum, var ekki langt und- an. Og nú sýndi ég börnunum, hverníg ánamaðkarnir skriðu í jörðina og lýsti fyrir þeim lifnaðarháttum þeirra. Það féU. ekki i.grýtta jörð. Drengirnir, og daman litla með dúkkuoa sína, göptu öil af- undrun og eftirtekt, Anamaðkar eru mjög ijósfæinir og næmir fyrir allri birtu, starfa nær eingöngu á nóttunni og þar sem dimmt er á daginn. Meðan mennirnir sofa og hvílast, starfar ánamaðkurinn í þarfir lífs og þróunar. Þegar lyft er upp stehxum, mykjuskánum eða öðrum hlutum, sem ánamaðkar eru undir, bregða þeir skjótt við, er þeir verða varir við birtuna og skríða niður í moldina. Anamaðkurirm telzt til inna syo- nefndu burstorma og til. þeirrar ættar teljast mörg hundruð tegundir. Hér á landi eru ánamaðkategundir ekki margar. Burstar, einir 8 saman, eru á hverjum lið ánamaðksins. Sjást burst- arnir vart með berum augum nema á staerstu tegundunum, en finnast greini- lega með fingurgómunum ef strokjð er: eflir orminum. Burstarnir koma í stað- inn fyrir fætur. Með þeim rennir ána- maðkurinn sér, smýgur og skríður gegn um jarðveginn. Ef gripið er í annan enda ánamaðksins, um leið og hann er að smeygja sér niSur í aaold- ina, eða jarðveginn, þarf að beita afli til að draga hann til baka, því hann spyrnir á móti með burstunum, og get- ur hann stundum haldið svo fast í móti, að hann slitnar, heldur en að vera dreginn út í heilu lagi. Stærstir verða ánamaðkarnir og frjóvsamastir, þar sem viðurværi er bezt víð þeirra hæfi. Ágæt þykir ána- maðkinum mykja og fúnar jurtaleifar. Smáhrúgur, oftast hringiaga, er hann skilur eftir sig á yfirborði, einkum í grasblettum og görðum, kallazt ána- maðkamold, og er afbragðs áburður fyrir allar jurtategundir., en einkum þó handa glugga- og stofujurtum. Jafnskjótt og jurtirnar fúna á yfir- borðinu dregur ánamaðkurinn þær niður í gangana, sem myndast af slóð hans gegnum jarðvegtnn. Þai- étur hann juftaleiíarnar. Síðan skotrar hann aft- urendanum upp' á yfirborðið til að skilja við sig úrgangseínin, er líta út eins og hringlaga hrúgxu- af mjög fín- gerðri mold. Áhrif úrgangsefnanna auka frjómátt moldaxinnar stórkost- lega, og er ánamaðkiu'inn ómetanlegur fyrir alla jarðræltt: grasrækt, garð- rækt og skógrækt. Ánamaðkurinn skríður á haustin svo langt niður í jörðina, að frost nær honum ekki, Þar liggur hann í dvala, oftast. í fanipri, allan veturinn, unz klaki er farinn úr jörðu. Kemur hann þá upp.og.er. þá ærið þui'ítarfrekur og athaínasamur. Ef til vill hef ég útskýrt þetta rneð öðrum orðum og betur við barnanua hæíi, erx héx.er gqrt. Drengirnir .voi-u alltaf að spyrja, ósgðjandi að vilja vita rneira um maðkinn og sagðf ég þeim rnargt fleira, sem héj- er ekkí talið. Við ;vorum perluvinir og leidd- umsf he.im .á þanxi stað, er við fund- umst fyrst. Þar kvaddi ég börnin með kærleikgm; litlu dömunni með dúkk- una sína lyfti ég upp eins hátt og arm- arnir náðu og.kyssti h&na á kinnina á niðurleiðinni. Svona rættist vel úr þessu öilu saman. Þetta voru góð börn og elgkuleg, sögðust alltaí skyldú hjálpa ormunum, en ekki drepa þá, þeir. yrðu svo fegnir að fara í mold- ina. Þau veifuðu öll til mín að skilnaði og kölluðu á eftir mér, að koma aftur á morgun! O— # — O Ef til vill er það þetta sem þarf, að fara betur að börnunum, en oft á sér stað. Áhxifuxa, er þau verða fyrir i æsku, góðum eða illum, geta þau búið að alla ævi. Dauðadæmdi glæpamaðurinn heims- frægi, Caryl Chessman, er ritað hefur bókina: „Klefi 2455 i dauðadeild" segir á einum stað í bók sinni, þar sem hann ræðir um áhrif uppeldisins og um- hveríisins á æskuna, og hver atvik geti ráðið því, að barn eða unglingur, sem er listamannsefni, verður glæpaniaður, en ekki góður þjóðfélagsþegn. Hann segir: „Ungir menn eru fuilir af ákafa og eí'tirvæntingu. Þeir eru hugsjóna- menn og rómantískir að upplagi. Þcir hafa viðkvæmar tilfinningar. Þeir þarfnast ástar. Þeir þuría að finna, að þeir tilheyri umhverfi sínu, séu vel- komnir. En veruleikinn getur leikið þá illa, — grimmdarlega. Ottinn getur koniio inn í líf þeirra, óskiljxxnlegur og óhugrtanlegur ótti. Þeir geta fengið hraeðilega sektartilfinningu, fundizt þeir óhæfir til alls, ekki eiskaðir af iieinum, óvelkomnir, útskúfaðir, einir. Þeim getur t'undizt að þeir séu beittir harðstjórn .. Ætli hann tali hér ekki af eigm reynslu, þessi „forherti", dauðadæmdi glæpamaður? Þetta er úr varnarræðu hans, en hann hefur varið mál sitt sjálrur. Tæp átta ár eru liðin síðan hann var dæmdur til dauða, vegna ótal glæpa, og aftökudagur ákveðinn, en aítökunum frestað hvað eftir annað, — og hversveg;na? Getur svona maður sagl sannleika? Hvað sem því viðvíkur, væri eitt reynandi: Sýnið börnunum nærgætni og rétt- læti og þau munu svara með greið- vikni og kurteisi. Það er óhætt að veita börnum og unglingum eftirtekt og um- fram allt, að hraksmána þau ekki að fyrra bragði. Þau eiga að taka við öllum heiminum, með gögnum og gæð- um, af okkur hinum, eldra fólkinu; einnig sál okkar, heiður, æra og sam- vizka, gengUi í arf til þeirra, — ef þau vilja iáta svo lítið að þiggja það, sem eKki er nú alveg víst. En annað er víst: Þau verða áreiðanlega þakklát fyrir fleira, en að þeim sé sagt ögn um ánamaðkinn. ALLIR FÁ að njóta sanamælis eitir dauoann — jafnvel Stalin.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.