Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.1956, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.1956, Page 1
17. tbl. XXXI. árg. Sunnudagur 13. maí 1956. \ ferð um Grikkland BANDARÍSKU hjónin Jean og Franc Shor hafa verið á sífelldu ferðalagi á undanförnum árum og hefir Lesbók birt kafla úr ferða- sögum þeirra frá ýmsum löndum. Hér koma nú kaflar úr ferðasögu frá Grikklandi. Þar voru þau í sumar sem leið og höfðu með sér túlk, ungan grískan fornfræðing, sem heitir Georg Galavaris. VEGURINN frá Aþenu til Mara- w þon vindur sig milli Pentelic- us og Hymevtus, og kemur svo skvndilega út á sléttuna, þar sem Abeningar unnu inn fræga sigur á Persum árið 490 f. Kr. Enginn getur verið í vafa um hvar orustan var háð, því að inir follnu Grikkir voru lagðir þarna í haug og hann gnæfir þar enn yfir umhverfið. Við gengum milli rósarunna að þrepunum, sem liggia upp á haug- inn. Lítil stúlka, 10 ára á að gizka, stóð hiá þrepunum, og var með blómakörfu á handleggnum. Hún rétti fram lítinn blómvönd. „Til að minnast föllnu hetjanna". Georg þvddi það sem hún sagði. Eg hafði ekki á mér aðra pen- inga en ávísun á 1.75 dollara. „Því miður“, sagði ég, „ég hefi enga smápeninga". Hún lagði blómin í lófa minn. „Takið þau samt“, sagði hún. „Ekki má heimsækja hetjumar nema því aðeins að hylla þær með gjöf“- Jean komst svo við, að hún stakk ávísuninni í vasa stúlkunnar. En það var sem henni gremdist og hún skilaði ávísaninni aftur. „Ég er enginn betlari“, sagði hún. „Blómin eru ekki virði tíunda hlutans af þessu. Og ég vil að þið farið með blómin upp á hauginn“. Jean tók þá við þeim og kyssti litlu stúlkuna fyrir. Uppi á haugn- um lögðum við blómin hjá mörg- um öðrum blómvöndum. Og er við komum niður aftur spurði Georg litlu stúlkuna hvort nokkurt veit- ingahús væri þarna nærri. „Nei, það eru margar mílur til næsta veitingahúss“, sagði hún. „En eg á heima skammt héðan. Kom'ð heim með mér og borðið með okk- ur. Faðir minn talar ensku reip- rennandi og honum mun þvkja mjög gaman að fá ameríska gesti.“ „Við skulum gera það“, sagði Jean, „þá getum við borgað svo vel að blómin sé líka greidd“. Hún hét Katína, litla stúlkan, og hún fór með okkur að snjóhvítu Delfi, iS fornfræga véfréttahof. húsi með grænum gluggum. Trjá- garður var umhverfis og allt fullt af blómum þar. Mamma hennar var einmitt að binda blómskúfa, sem hún átti að selja. „Eg skal kalla á manninn minn“, sagði konan, „hann talar ensku". Svo kom húsbóndinn, Alexander

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.