Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.1956, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.1956, Blaðsíða 4
264 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS litlum bóndabae. Úti fyrir dyrum stóð kornsáld. Það var með tré- kjálkum, en botninn var úr héra- skinni með ótal götum. „Nú er uppskerutíminn og því er sennilega verið að nota þetta“, sagði Georg, „en fyrir nokkrum árum var það alsiða að láta þessi sáld standa fyrir dyrum úti hverja vetrarnótt. Hérna skammt frá er Pilionfjallið og þar áttu kentár- arnir heima, þessar ófreskjur, sem voru að hálfu menn en hálfu hest- ar. Bændur trúðu því, að einhverja dimma nótt mundi kentár koma á bæinn og krefjast þess að fá heima- sætuna fyrir konu. Væri honum synjað konunnar, mundi hann brjóta niður allan bæinn og drepa alla fjölskylduna. En kentárinn var bæði heimskur og fram úr lagi for- vitinn. Væri því sáld sett við dyrn- ar mundi hann verða óður af for- vitni um hve mörg göt væri á því. Og svo byrjaði hann að telja. En vegna þess að hann gat ekki talið lengra en að tveimur, þá sat hann við þetta alla nóttina, taldi eitt, tvö, eitt tvö þangað til dagur rann. En dagsbirtu þolir hann ekki og varð því að hverfa frá við svo búið“. Þegar Georg hafði lokið sögu sinni,.kom konan á bænum út. Hún Ábóti var tregur til að ljá okkur kaðalinn. þreif sáldið snúðugt og skálmaði burt með það. Þetta var stór og stæðileg lcona og það var auðséð á svip hennar að hún mundi ekki láta sér allt fyrir brjósti brenna. Ég er viss um að það hefir aldrei hvarflað að henni að kentárar væri til. — O — Við heldum nú norður Þessalíu, í gegn um mörg þorp, þar sem storkhreiður var á hverjum' reyk- háfi, og öll full af hálfvöxnum ungum. Það var auðséð að stork- arnir komu líka með storkabörn. Norður af Lárissa bar Olympos- fjallið við loft. Við heldum til Kokkinopólus og fórum að leita þar Bíl ekið um göturnar til að sýna heiman- fylgju brúðurinnar. að gistihúsi. Við ætluðum að hátta snemma og ganga svo á Olympos- fjallið snemma morguns. Við kom- um þarna að kaffihúsi og veitinga- maðurinn var einhver sá feitasti maður, sem ég hefi séð. Georg spurði hann hvar gistihúsið væri, en hann rak upp skellihlátur svo bumban á honum hristist. „Hvað ættum við að gera með gistihús hér í Kokkinopolus?“ sagði hann. „Hér búa allir í sínum eigin húsum og enginn sem ekki á hér heima mundi kæra sig um að vera hér nótt“. Við spurðum þá hvort við mætt- um slá tjöldum á grasflöt skammt þaðan. „Ekki við það komandi", sagði hann. „Þið getið gist hjá mér. Að vísu hrýtur tengdamóðir mín svo að það er eins og þrumur, og krakk- arnir munu æra ykkur með spurn- ingum, en konan mín er mesti snillingur í Grikklandi að búa til mat, og dúnsængur eigum við mjúkar eins og ský. Flýtið ykk- ur nú að drekka kaffið og komið svo heim með mér“. Ekki hafði hann sagt ofsögum af því hvílíkur snillingur kona hans er í matreiðslu. Og rúmin voru mjúk, eins og hann hafði lofað. Og því miður reyndist það líka rétt með hroturnar í tengdamóðurinni. Þær fóru um húsið eins og Seif-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.