Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.1956, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.1956, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 265 ur hefði í bræði sinni hleypt eld- ingaskara á okkur. Morguninn eftir lögðum við á fjallið, en hitinn varð brátt óþol- andi. Okkur bar þá að nokkrum svörtum tjöldum úr geitarhári. Þar voru glaðlegar stúlkur að mjólka geitur. Þær stóðu aítan við geit- urnar og teygðu júgrin aftur á milli fótannaT Skammt frá voru nokkrir múlasnar bundnir. Georg fór þangað til þess að vita hvort við gætum ekki fengið þá leigða. Gráhærður hirðingi stóð þar nokk- uð frá og kallaði á ensku: „Hvað er að? Eruð þið í ein- hverjum vandræðum?“ Það var skrítið að heyra ensku þarna. Hann kom nú til okkar og kynnti sig: George Demetropoulus frá Buff- alo. Var 20 ár í Bandaríkjunum og vann við járnbrautirnar. Svo fekk eg eítirlaun og er nú kominn hcim“. Eg spurði hvort hann gæti léð okkur múlasna. „Auðvitað. Eg á nóg af þeim. Það er bezt að láta konuna fá einn lítinn.“ Svo horíði hann á mig um stund. „Þú ert nokkuð stór — það er bezt að þú fáir tvo!“ Og svo riðum við upp á fjallið á múlösnum frá Buffalo-manni. Uppi á tindinum settumst við niður og snæddum brauð og geit- ost, Goðin voru gefin fyrir hun- ang, svo að við höfðum einnig haft eina krús af því með okkur. Við snæddum og virtum útsýnið fyrír okkui. í suðri blasti við Þessalíu- sléttan og glóði á akrana. í norðri var Makedonía, hálsótt og græn. Og í austri sá út yfir Thermaiko- flóann og handan við hann ina þrjá löngu fingur Khalkidhiki- skagans. Nú söfnuðust ský yíir fjallinu, og allt í einu var komið stevpi- regn með þrumum og eldingum. Hér er ekki gott að vera þegar guðirnir reiðasÞ Við urðum fljótt . holdvot, flýttum okkur þangað sem við höfðum bundið múldýrin og riðum svo eins og af tók til tjald- anna. Þar hressti fólkið okkur á súpu. Og til Kokkinopólus lcomum við svo undir myrkur, þreytt og illa til reika. — O — Leiðin lá nú norður Makedoníu, þar sem minningar um Filippus og Taflan á Aresarhæð með' ræðu Fáls postula. Alexander mikla geymast í hverju þorpi. Við snæddum miðdegisverð í Edhessa, þar sem Filippus var myrtur árið 336 f. Kr. Hér var áður konungssetur, en staðurinn ber ekki nein merki fornrar frægðar. Þá er öðru máli að gegna um Saloniki, sem stofnuð var 315 f. Kr. at' Cassander konungi, mági Alexanders mikla. Þetta er nú önn- ur mest borg í Grikklandi og eru þangað miklar siglingar og verslun mikil. Borgin var áður kölluð Þessalónika. Páll postuli koin þangað a fyrstu trúboðsferð sínni til Evrópu og stofnaði þar söfmrð. Eru tvö bréf hans stiluð til þess sainaðar. Þaðan fór hann svo til Ajænu og helt þar iná irægu rteðu sína á Aresarhæð ÍPöstútáságáh- 17. 22- -3J )ug þar slenCltM' nö r+tól" taíla með ræðunm álstraðn ' ; ‘ í Saloniki skildum viö Jcar* því að nú var fórinni heitið til

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.