Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.1956, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.1956, Síða 2
294 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS um mun landið hafa verið íslaust að mestu, svipað og nú er. Á Norð- urlöndum og í Sviss hafa fundizt með vissu minjar eftir fjögur kuldaskeið og þrjú vortímabil. Má ætla, að hlýviðrisskeiðin hafi verið jafnmörg hér. Á einu þessara hlýviðrisskeiða, líklega því seinasta, hófust áköf og mikil grágrýtisgos víða um land. Næstu grágrýtiseldfjöllin við Þing- velli munu hafa verið Ok, Mos- fellsheiði og Lyngdalsheiði. Áður en gosin hófust virðist landslagið hafa verið fremur slétt, enda sorfið af jöklum hins nýafstaðna kulda- skeiðs. Að þeim afstöðnum voru allar minni háttar ójöfnur farnar í kaf, þar sem hraunflóðin náðu til. Þykk grágrýtishella þakti stór svæði á landinu, þar á meðal mest- allt Suðvesturland. Við vitum ekki með vissu hvernig grágrýtiseld- fjöllin litu út, en gerum okkur í hugarlund, að þau hafi verið frem- ur lágar en víðáttumiklar dyngjur, að formi til ekki ósvipaðar Oki, Lyngdalsheiði og Mosfellsheiði eins og þessar fornu grágrýtis- dyngjur líta út enn í dag. Á seinasta fimbulvetri ísaldar- innar tekur landslagið að mótast og þokast í núverandi horf. Á þessu vetrarskeiði fer fram mjög áköf samverkan elds og íss. Líklega hefjast þá einnig þær jarðhræring- ar, sem ráku smiðshöggið á mótun landslagsins umhverfis Þingvalla- vatn á seinustu árþúsundum og eru ennþá að verki. Þegar í byrjun kuldaskeiðsins tekur skriðjökull að sverfa grá- grýtishelluna í dældinni milli Mos- fellsheiðar og Lyngdalsheiðar og dýpka hana. Bráðlega skerast eld- f jöllin í leikinn og yngstu móbergs- fjöllin taka að myndast. Víða um- hvcrfis Úlfljótsvatn er hægt að sjó móberg ofan á grágrýtinu, til dæmis í hlíðum Bíldsfells og Háa- fells. Sama fyrirbæri sést víða í giljum sunnan við Þingvallavatn. Líklega er kúfurinn á Hengli og fjöllunum þar austur af til orðinn úr ungu móbergi, sem hlóðst ofan á grágrýtishelluna á seinasta kuldaskeiði ísaldar. Ef til vill eru og móbergsfjöll- in í Þingvallasveitinni og umhverf- is hana að norðan, frá sama tíma- bili. Eftir því sem móbergsfjöllin hlaðast upp umhverfis Þingvalla- svæðið, þrengist um skriðjökul þann, er mjakast niður um Þing- völl frá miðhálendinu. Einkum kreppti að honum að sunnan, þegar Hengillinn og fjöllin þar umhverf- is verða til. Ef til vill flæddi ein- hver kvísl jökulflaumsins út í Faxaflóa, en meginálman mun hafa fallið til suðurs vestan undir Lyng- dalsheiði og Búrfelli niður um Grafning á haf út. Á þessum slóð- um hefir jökullinn sumstaðar sorf- ið sig niður úr grágrýtinu ofan í berglögin, sem undir því liggja. Þar sem nú liggur Dráttarhlíð og Höfð- inn ofan við Kaldárhöfða, virðist grágnýtið sorfið burt. Einnig í dældinni milli Bíldfells og Háafells og í Grafningnum neðanverðum. Er líða tekur á kuldaskeiðið, hefjast móbergsgos á sprungu milli Lyngdalsheiðar og Úlfljótsvatns- fjalls. Dráttarhlíðin og Höfðinn bak við Kaldárhöfða hrúgast upp og stífla farveg skriðjökulsins. Þegar hér er komið sögunni er í raun og veru hægt að tala um dæld bak við þennan þröskuld, þar sem nú er Þingvallavatn, enda þótt ekki sé vitað, hvort jarðsigin, sem mestan þátt eiga í myndun hennar, séu ennþá byrjuð. Móbergsþröskuld- urinn við Dráttarhlíð varð samt ekki hærri en svo, að skriðjökull- inn flæddi yfir hann og hélt gamla farveginum niður um Grafning. Landsigið, sem á Þingvöllum blasir við augum í gjám og hamra- veggjum, er eldra miklu og stór- kostlegra en Almannagjá, sem ligg- ur í fremur ungu hrauni, ber vitni. Almannagjá, Hrafnagjá, Heiðar- gjá og aðrar sprungur í hraunun- um, sem runnið hafa eftir ísöld, eru merki um seinasta þáttinn til þessa í landsiginu. Þar sem nýju hraunin ná til, eru vegsummerki eldri tíma hulin, og við sjáum ekki nema yngstu misgengin. Við suð- vesturhorn Þingvallavatns sést aft- ur á móti allt misgengið ofan vatns- borðs frá lokum ísaldar. Vestur- veggur Almannagjár er vart meir en 20—30 m á hæð þar sem hann er hæstur, en hamraveggur Jóru- kleifar mun vera 80—100 m hár. Við það bætist svo Langahlíð og Símonarbrekka. Ef þess er gætt, að botn Þingvallavatns er um sjáv- armál þar sem það er dýpst, en brúnir efstu stallanna um og yfir 300 m yfir sjó, fáum við dálitla hugmynd um hversu stórstígar jarðhræringarnar hafa verið, á ekki lengri tíma en frá lokum ís- aldar. Þess ber samt að gæta, að ekki er allur sá hæðarmunrur mis- gengi. Eins og áður var nefnt, mun Þingvallasvæðið upprunalega hafa verið dæld milli Lyngdalsheiðar og Mosfellsheiðar, sem auk þess er sorfin skriðjökli á seinustu ísöld. Ef við athugum sigstallana þrjá, Lönguhlíð, Jórukleif og Símonar- brekku, sjáum við að samanlagt misgengi yfir vatnsborði Þing- vallavatns er þarna samt sem áður milli 150 og 200 m. Seinasta landsigið á Þingvalla- svæðinu átti sér stað 1789, en þá lækkaði hraunspildan milli Al- mannagjár og Hrafnagjár um % úr m. Að sama skapi gekk vatnið á land norðanmegin, en ströndin að sunnan hækkaði lítilsháttar að sögn. Hraunin, sem setja svip á lands- lagið umhverfis Þingvallavatn að norðan og austan, hafa sum runnið frá Skjaldbreið en önnur úr eld-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.