Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.1956, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.1956, Blaðsíða 4
296 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ’ gjám austan undir Tindaskaga og i Hrafnabjörgum. Gígaröðin frá J Þjófahrauni austan undii Tinda- skaga nær ofan í hraunið skammt ; norðaustan undir Miðfslli. Það má : telja víst, að hraunið, sem liggur '* á yfirborði jarðar á Þingvöllum, sé ,* runnið frá Tindafjallaheiði bak við -J Hrafnabjörg. Vafalaust hefir fleira j en eitt hraunflóð þurft til þess að r< fylla upp í allar ójöfnur í lands- f laginu og skapa þá víðlendu hraun- sléttu, sem lá umhverfis Þingvalla- vatn norðanvert að seinustu gos- unum afstöðnum, áður en jarð- hræringar röskuðu landslaginu á : nýjan leik. t Saga Þingvallavatns mundi vera J geisifróðleg og skemmtileg aflestr- ar ef skráð væri öll. En því miður ’ er þekking okkar á henni mjög í molum. Við þekkjum ekki nema » einstöku atriði úr sumum köfluzn | hennar. Víðátta vatnsins og dýpt, hæð yfirborðsins yfir sjó, að- / rennsli, frárennsli og vatnið í því hafa verið margvíslegum breyting- um háð af völdum jarðhræringa, eldgosa og svörfunar. i Þegar hlýna tók í veðri undir lok ísaldar, hefst leysingatímabil, sem varir um þúsundir ára. Fram eftir þessum leysingatíma mun skriðjökull hafa fyllt dældina að ' meira eða minna leyti. Er líða tek- ur á vortímann, minnkar skriðjök- ullinn í dældinni og lón verða til með ströndum fram í suðurhluta hennar. Að lokum hverfur jökull- 1 inn alveg úr dældinni og eftir er stórt jökulvatn. Frá Langjökli rennur jökulsá milli Lágafells og Tindaskaga suður í vatnið. Yfirborð Þingvallavatns hefir Staðið allmiklu hærra í lok ísald- ar en nú. Umhverfis Krók og Ölfusvatnsheiði í Grafningi eru miklir malarhjallar um það bil 25 m yfir núverandi vatnsborði Þing- vallavatns. Malarhjallar þessir eru greinilegar strandmyndanir og vitnisburður þeirra verður ekki dreginn í efa. Erfiðara er að finna merki eftir afrennsli er samsvari þessum strandhjöllum. Stærri jök- ulvötn, eins og Jökulsá á Fjöllum og Hvítá í Árnessýslu, svo að tvö dæmi séu nefnd, hafa grafið sér breiða og djúpa farvegi á leysinga- tímanum, en í þröskuldinn neðan við Þingvallavatn sjást aðeins auk skarðsins, sem Efra Sog rennur nú um, lítilfjörlegar dældir, sem þar að auki liggja talsvert lægra en strandhjallarnir. Ekki skal farið út í neinar getgátur þessu fyrirbæri til skýringar, það er aðeins nefnt sem dæmi um óleystu gáturnar í þró- unarsögu Þingvallavatns. Eftir lok leysingaskeiðsins er Þing.vallavatn jökulvatn enn um skeið. Afrennsli þess, gamla Efra Sog, hefir farveg gegnum þröskuld- inn milli Dráttarhlíðar og Kaldár- höfða rétt við hliðina á núverandi farvegi sínum og grefur sér æ dýpra gil í móbergið. Enda þótt mó- bergið sjálft sé fremur mjúk berg- tegund og auðgrafin, eru samt í því grágrýtiseitlar, sem eru seig- ari undir tönn en sjálft móbergið. Leifarnar af slíkum eitli eða gangi sjást í gilinu nær miðjum þrösk- uldi, þar sem heitir Borgardalur eða Stekkjarhvammur. Norðan í Dráttarhlíðinni meðfram Ósvíkinni vóttar fyrir hjalla eða þrepi 9 m yfir vatnsborði. Þrep þetta gengur vestur í Björgin vestan við Ósvík- ína, og er þar að finna allstóran hejli, Skinnhúfuhelli Hjalli þessi og hellirinn hafa orðið til eftir að útrennslið ruddi sér braut milli Dráttarhlíðar og Kaldárhöfða og staíar af því, að vatnsborðið hefir haldizt óbreytt um lengri tíma. Líklega hefir svörfunin í árgilinu tafizt á grágrýtishaftinu í Borgar- dal, og brimþrepið og hellirinn orð- ið til meðan áin var að vinna á því. Að þessari kyrrstöðu lokinni held- ur svo svörfunin áfram jöfnum skrefum unz Miðfellshraun brenn- ur, stíflar farveg Gamla Sogs og markar ný tímamót í þróunarsögu Þingvallavatns. Það vill svo vel til, að hægt er að komast náerri um yfirborð Þing- vallavatns áður en Miðfellshraun brann. í bugðunni þar sem Efra Sog beygir ofan í skarðið milli Dráttarhlíðar og Kaldárhöfða koma fram lindir í gilinu rétt ofan við og í vatnsborði áfinnar. Einmitt þarna mun ós Gamla Sogs hafa leg- ið, og að líkindum koma lindirnar upp rétt ofan við þröskuldinn í botni óssins. Lindirnar, og þar með þröskuldurinn, liggja 6—7 m undir núverandi vatnsborði Þingvalla- vatns. Hafi nú ósinn verið tveggja m djúpur á þröskuldinum, er hægt að draga þá ályktun, að áður en Miðfellshraun brann hafi vatnið staðið 4—5 m lægra en það ger- ir nú. Nokkru eftir lok ísaldar te^ur Skjaldbreiður að gjósa og jafn- framt eða skömmu seinna gos- sprungan mikla bak við Tinda- skaga og Hrafnabjörg. Hraun frá SkjaldbreiC renna í farveg jökul- kvíslarinnar frá Langjökli og fylla áður en lýkur dalinn, sem hún rann eftir. Jökulkvísl þessi hefir síðan horfið í hraunið vestan undir Skjaldbreið. Söm verða og örlög annarra lækja, sem renna að hrauninu, og líka alls rigningar- vatns, sem í það fellur. Allt þetta vatn kemur svo fram sem tært bergvatn í uppsprettum í botni Þingvallavatns og í gjánum norður frá því. Allur leir og óhreinindi falla úr því á leiðinni gegnum hraunið. Ef vel er að gáð, sést hægur straumur í vatnsgjánum í Þingvallahrauni, og við Vellan- kötlu eru nokkrar uppsprettur við landið. Gjárnar og uppspretturnar gefa þó ekki nema mjög óljósar hugmyndir um það vatnsmagn, sem rennur gegnum hraunin í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.