Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.1956, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.1956, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 297 Ef jbú /erð til Marz ALLTAF er verið að tala um geimflug og ferðalög milli stjarnanna. Hér er grein eftir dr. Robert S. Richarson, sem er stjörnufræðingur og hefir starfað við stjörnurannsóknastöðvarnar á Mount Wilson og Palomar. Hann er einnig í alþjóðanefnd þeirri, er hefir rannsóknir á Marz sérstaklega með höndUm, og hefir gefið út bók um þær rann- sóknir. Þingvallavatn. Yfirborðsrennsli í Þingvallavatn er auk Öxarár, tvær lækjarsprænur að vestan og tvær smáár að sunnan, samtals á að gizka 5—10 teningsmetrar á sek- úndu hverri að jafnaði. Meðal- rennsli Sogsins er aftur á móti rösklega 110 teningsmetrar á sek- úndu. Þessar tölur gefa svolitla hugmynd um vatnsmagn i hraun- unum. Aðalvatnsæðin kemur ofan eftir Þingvallahrauni vestanverðu. Bergvatnsá þessi verður hvorki heyrð né séð, en engu að síður er hún stærri en Laxá úr Mývatni. Vatnsrennslið í hraununum er mjög hægfara. Þess vegna eru þau hin bezta vatnsmiðlun, og gætir árstíða tæpast í rennslinu. Þá kemur að síðasta þættinum í* sögu Þingvallavatns. Þegar Mið- fellshraun brann, fyllti það þáver- andi ósvík, og lítil renna úr því féll eftir farvegi Gamla Sogs nið- ur eftir skarðinu að Úlfljótsvatni. Ný hraunbylgja féll skömmu seinna upp að Kaldárhöfða og Dráttarhlíð og rann spottakorn nið- ur eftir skarðinu á milli þeirra. Þegar hraun eru komin að því að Storkna og orðin tregfljótandi, verða brúnir þeirra oft nokkuð há- ar. Svo fór og í þetta sinn, og myndaðist því allstórt vik milli hraunsins og Dráttarhlíðar. Eftir gosið hækkaði í vatninu, og leitaði það sér útrásar um þetta vik, sem virðist hafa verið nógu stórt til þess að rúma mest allt Efra Sog, án þess að til muna flæddi yfir hraunið við Ósvíkina. Hraunið var nú búið að fylla gamla farveginn í skarðinu, og Efra Sog tók til óspilltra málanna við að grafa sér nýtt gil við hliðina á því gamla. Fór enn á sömu leið og með Gamla Sog, að grágrýtis- eitillinn í Borgardal var seigur fyr- ir og tafði gröftinn. Meðan á eitl- inum stóð, mun vatnsborðið í Þing- vallavatni hafa verið því sem næst jyj A R Z er eina jarðstjarnan, auk jarðarinnar, þar sem vart hef- ir orðið við líf. En að sjálfsögðu geta verið til milljónir annara sól- hverfa, þar sem lífið hefir fest ræt- ur. Um það vitum vér þó ekkert, og eins og nú horfir, eru litlar líkur til þess að vér fáum nokkurn tíma að vita það. Það er ekki ýkja langt síðan að það voru taldir draumórar að hægt mundi að ferðast milli stjarnanna. en að undanförnu hafa orðið svo stórstígar framfarir, að líklegt er að hnattfíug geti hafizt á okkar dög- um — innan tíu ára, segja sumir. 5 m hærra en nú. Undir Hrafns- kletti vestan í Miðfelli liggur báru- garður ofan á hrauninu en annar nýr við vatnið. Hæðarmunurinn á þessum bárugörðum hefir mælzt 5 m með loftvog. Annar bárugarð- ur ofan á hrauninu neðan við bæ- inn í Miðfelli (Sandskeið) mældist 6 m yfir vatnsborði. Grafningsveg- ur yfir Ölfusvatnshefci liggur á malarhjalla í svipaðri hæð. Ekki hefir aldur Skjaldbreiðar- hrauns né Miðfellshrauna verið á- kveðinn, en sennilega má gera ráð fyrir að hin yngstu þeirra hafi brunnið nokkrum árþúsundum fyr- ir landnámsöld. (Auk eigin rannsókna á svæðinu umhverfis Þingvallavatn, en þeim er ekki lokið, er hér stuðst við og höfð hliðsjón af rannsóknum þeirra Trausta Einarssonar, Guðmundar Kjartanssonar og Pálma Hannessonar). ■ • ••••.. í hrifningunni út af þessu hefir það nær gleymst að tala um hvaða erindi vér eigum til annara hnatta. Og vér höfum ekkert verið að hugsa um hvort þetta muni nú borga sig. Flug til Marz múndi t. d. kosta þúsundir milljóna doll- ara. Það verður in dýrasta landa- leit sem sögur fara af. Og hvað fáum vér svo í aðra hönd? Eftir hverju er að sækjast á Marz? _ • — o — Að útliti er Marz ekki mjög ó- líkur jörðinni. Stór landsvæði þar munu svipuð landsvæðum hér á jörð, en þó aðallega eyðimörkum. því að mjög þurlent er á Marz og mestur hluti yfirborðsins er eyði- mörk. ’ j Venjulega er talað um Marz sem litla síjörnu, og satt er það, að um- mál hennar er hér um bil helm- ingi minna en ummál jarðar. En hins ber þá að gæta, að um % af yfirborði jarðar er haf. Sé borið saman þurlendi jarðar og Marz, þá er ekki mikið á mununum. j Þegar vér tölum um eyðimerk- ur hér á jörðinni, verður oss ósjálf- rátt að setja þær í samband við hita. En á Marz er öðru máli að gegna. Þar er víðast þurrt og kalt, eins og á hásléttum jarðar, svo sem í Tíbet. Og vegna þess að Marz er 80 milljónum km lengra frá sól heldur en jörðin, þá er ekki óeðli- legt að þar sé kaldara. Og það hafa menn fengið rtaðfest með þvf að nota hárnákvæm vísindatæki til mælinga á hitanum þar. 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.