Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.1956, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.1956, Síða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 299 Læknavísindi fyrir sig eina stund. Þar verður . farið eftir fyrirfram ákveðinni „dagskrá“ og aginn verður að vera mjög strangur, því að ekkert má út af bera. Menn mundu verða þarna eins og hiól í vél. — 0 — Hvers vegna skyldum vér nú hætta lífum margra manna, og eyða þúsundum milljóna dollara til þess að komast á þennan eyðihnött, þeg- ar enn er svo margt órannsakað hér á jörð? Er það vegna þess að vér búumst við því að finna dýr- mæta málma og ný frumefni? Nei. Er það þá vegna þess að það hafi mikla hernaðarþýðingu að ná fót- fesíu á Marz? Fásinna. Búumst vér þá við því að hitta þar mannkyn, sem oss sé fremra að öllu leyti? Það er nær óhugsandi. Samt sem áður er ég viss um, að ef nokkrar líkur eru tii þess að vér getum flogið til Marz, þá verði það reynt. Og vér munum gera það enda þótt vér vitum hér um bil fyrirfram hvað þar er að sjá. Hvers vegna? Það er vegna þess- arar sífelldu og óslökkvandi þrár mannsins að sjá og skynja hvað er á bak við næsta leiti. Vér verð- um ekki í rónni fyrr en oss hefir tekizt að komast til Marz Þótt eng- in skynsamleg ástæða sé til þess að íerðast þangað, munum vér verða knúðir til þess af sömu þrá og réði því, að menn gerðu hverja tilraunina eftir aðra til þess að komast upp á Everest-fjallið. Það stóð þarna og ögraði oss — og það var nóg. Að mínu áliti er eina skynsam- lega ástæðan fyrir flugi til Marz, að með því getum vér aukið vís- indalega þekkingu vora. Mjög fróð- legt væri t. d. að vita hvernig seg- ulmagnið hagar sér þar, hve öflugt það er og hvernig það breytist. Líf- eðlisfræðingar ættu þó sennilega brýnast erindi þangað. Ef grænu blettirnir á Marz eru gróður, þá MEÐAL VIÐ SYKURSÝKI Þýzkur læknir, dr. Ferdinand Bert- ram, sem er yfirlæknir við Hamburg- Barmbech sjúkrahúsið, tilkynnti fyrir nokkru, að hann hefði notað súlfa- töflur handa 82 mönnum með sykur- sýki, og hefði árangur orðið furðulega góður. Læknar voru í fyrstu vantrúaðir á þetta, en eftir 18 mánaða tilraunir i Bandaríkjunum, er nú talið að sulfa- meðalið muni vera gott handa sjúkl- ingum, er tekið hafa veikina á fullorð- ins aldri, en það muni gagnslaust handa þeim, er fengið hafi hana á barns- aldri. Ástæðan er sú, að þegar börn fá sykursýki, þá er það vegna þess að ekkert insulin framleiðist í líkama þeirra. En hjá fullorðnum mönnum, sem vejkjast, er það oft svo að í lík- ama þeirra framleiðist nokkuð insulin, en kemur ekki að gagni af einhverjum ástæðum. Þennan galla getur nýa meðalið lagað þannig, að líkaminn hafi fullt gagn af því insulin, sem hann framleiðir. Og fyrir sjúklinga er miklu þægilegra að taka inn þessar töflur, heldur en fá innspýtingar af insulin. Nýa meðalið nefnist Z-55 og upp- götvaðist af tilviljun, eins og svo margt annað. Þýzku vísindamennirnir voru að leita að sulfalyfi sem væri heppi- mundu blasa þar við nýar upp- götvanir, hvert sem litið væri. Og það væri ekki ónýtt fyrir grasa- fræðingana að kynnast gróðri, sem dafnað hefir við svo örðug skilyrði sem eru þar og gjörólík því sem er hér á jörð. Margt annað þyrfti einnig að at- huga, en erfiðast verður að ákveða á hverju skuli byrja. Mundu borg- arar verða viljugir að leggja fram 10 þúsund milljónir dollara til þess eins að fá að vita mismuninn á halla segulskauts og mönduls stjörnunnar? Eg er hræddur um að þeir segi að sér komi það ekk- ert við. legra en þau, sem fyrir voru. Tilraun- irnar voru gerðar á músum, en þær veiktust og kom í ljós að það var vegna þess, að sykurefni í blóði þeirra hafði minkað að miklum mun. VARIÐ YKKUR A KÖTTUNUM í „British Medical Journal" er grein eftir læknana Terence Brand og Kenneth Finkel þar sem þeir vara menn við því að láta ketti klóra sig eða bíta, því að spilling geti hlaupið þar í, vegna sýkils, sem fari í sárið. Sýkill þessi er í jurtum, én berst á klær kattanna þegar þeir eru úti og eru að klóra eða hvessa klærnar. Af klónum getur hann svo hæglega bor- izt í gin kattarins og þess vegna geta bæði klór og bit verið eitrað. Það er alveg nýlega að menn hafa komizt að þessu, vegna þess að eitrunar áhrif- in koma ekki í ljós fyrr en þremur vikum eftir að köttur hefir klórað mann. Fá menn þá oft mikinn hita, en áður heldu menn að það stafaði af einhverju öðru. Kettirnir geta verið heilbrigðir þótt þeir séu þessir sýkil- berar. Læknarnir kalla þetta „cat- schratch fewer“ (kattarklórssýki) og hún getur verið svo slæm, að menn verði að fara í sjúkrahús. REYKINGAR OG KRABBI Dr. Ernest L. Wynder, sem er fyrir „Memorial Center for Car,cer“ í New York, segist nýlega hafa fundið 18 órækar sannanir fyrir því að reyking- ar valdi krabbameini í lungum og hálsi. Hann gizkar á, að ef Bandaríkja- menn og Bretar hættu að reykja, þá mundi lungnakrabbi réna um 80%, en það væri sama sem að 15.000 manns- lífum væri bjargað árlega í Banda- ríkjunum. Nú fara fram víðtækar rannsóknir á því hvað það sé í tóbaksreykingum sem aðallega veldur krabbameini. Menn eru nokkurn veginn vissir um að það sé eitthvert efni í sótinu, sem af reyknum kemur. Takist að finna þetta efni, má vera að hægt verði að ná því úr tóbakinu, svo að það verði ekki jafn hættulegt og nú er.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.