Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.1956, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.1956, Blaðsíða 10
302 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS þess að framleiða aðhverfa raf- eind. Þá voru engar svo öflugar orkustöðvar til, nema þá úti í geimnum. Fóru nú fram ýtarlegar rannsóknir á geimgeislum, en ekki fannst antiproton þar, og sumir voru þá orðnir vondaufir um að þessi eind mundi vera til. En þá bentu aðrir fræðimenn á, að það væri alveg í samræmi við niður- stöður vísindanna um eðli rafeind- anna, að in aðhvería rafeind fannst, og þess vegna hlyti öfug foreind einnig að vera til, nema því aðeíns að einhver villa væri í útreikning- um og fræðikenningum kjarnavís- indanna. Það var ekki fyrr en kjarna- kljúfurinn Bevatron við háskólann í Kaliforníu var kominn upp, að menn höfðu yfir nægilegri orku að ráða. Og eftir miklar og marg- brotnar rannsóknir þykjast menn nú með vissu hafa fundið fráhverfa foreind (antiproton). Þetta er þó aðeins byrjunin. Nú er eftir að finna ?ðli þessarar eindar og hvern- ig fara muni, ef aðhverfri og frá- hverfri foreind skyldi ljósta sam- »n. Þegar aðhverfri og fráhverfri rafeind lýstur saman, þá verður „bræðrabylta", þær eta hver aðra upp, verða að engu. En um leið kemur fram geislabiossi. Á líkan hátt halda menn að fara muni ef foreind og öfugri foreind lýstur saman, þær muni springa og verða að engu. En krafturinn, sem þá leysist úr læðingi, verður allur annar, en þegar um rafeindir er að ræða. Og nú bíða vísindamenn þess með óþreyu hvernig f ara muni þeg- ar tekst að valda slíkri spreng- ingu. — o — Úi af þessu hafa komið fram ný- »r bollaleggingar. Getur það ekki áít sér stað, að sumir hnettir séu úr „öfugaíni", þar sem fráhverf og aðhverf rafhleðsia verkar öfugt við það, sem er hér á jörð? Þetta öfug- Úr hfí alþýbunnar Eldhúsið hennar mömmu EG hef valið greininni þetta nafn vegna þess, að hér er lýst fyrsta eldhúsinu, sem ég man eftir. En um þær mundir munu eldhús á sveitar- bæum víðast hvar hafa verið svipuð þessu. Síðan eru nú 60 ár. Oft verður mér hugsað til þessa gamla eldhúss, þegar ég virði fyrir mér eldhúsin nú á dögum. Samanburðurinn á þeim getur jafnframt verið saman- burður á lífi almennings fyrir alda- mótin, og því lífi, sem nú er lifað. Og það mundi hollt fyrir ungu kynslóðina í landinu að athuga þann samanburð. Hún hefur alizt upp við nýtízku eld- hús, bjórt og rúmgóð, lakkmáluð og flísalögð, með mörgum og stórum geymsluskápum og flestum þægindum, sem hægt er að hugsa sér rafmagni tíl ljósa og suðu og ýmsum rafmagns- áhöldum, rennandi vatni, heitu og kbldu, yfir stórum svelg úr ryðfríu stáli; í rafsuðuvélinni er bökunarofn, og ísskápur stendur þar á gólfi. Þarna þarf ekki að standa við stórþvotta eða stórsuðu, og auðvelt er að halda öllu hreinu og fáguðu. Þetta þykir svo sjálfsagt, að unga fólkið hefur gleymt því hvernig voru eldhúsin, sem ömmur þeirra og langömmur urðu að notast við. Miklar breytingar hafa orðið hér á þessari öld, en til þess að kunna að meta þær, verða menn að vita hvernig áður var. „Án fræðslu ins liðna sést ei hvað er nýtt". Og til þess að skilja sjálfa sig verður þjóðin að vita úr hvaða jarðvegi hún er sprottin. Þar getur samanburður á eldhúsunum fyrr og nú, orðið góð leiðbeining. Eldhúsið er þýðingarmesta herbergið á hverjum bæ og í hverju húsi, því að þar ræðst að miklu leyti hvernig heilsufar hverr- ar fjölskyldu verður. Það sýnir einnig gleggst af öllu hver eru kjör húsmæðr- anna í þjóðfélaginu á hverjum tima. FRÁ bæardyrum voru dimm moldar- göng inn að baðstofu. Yzt í þeim var skellihurð, nefnd svo vegna þess efni væri þá myndað af antiprot- ons og positrons, í stað þess að vera myndað af foreindum og rafeind- um. Ef tveir hnettir, myndaðir úr gagnstæðum efnum, kæmi í ná- munda hvor við annan, mundu þeir springa og verða að engu. En þess hefir aldrei orðið vart í vorri vetr- arbraut, sem auðveldast er að skoða, og þess vegna eru líkur til að allir hnettir í henni sé úr sams konar efni. En getur það þá ekki skeð, að hnettir í einhverri annari vetrarbraut sé úr „öfugefni"? Úr því verður ekki skorið að sinni, því að menn hafa engar aðrar upplýs- ingar um þær vetrarbrautir, nema Ijósið sem frá þeim stafar. Og þótt ljósið hafi veitt mönnum margar og merkilegar upplýsingar um fjarlæg heimshverfi, þá veitir það engar upplýsingar um þetta. Fyrir skömmu hafa menn tekið ef tir því hvað ef tir annað, að tvaer vetrarbrautir hafa rekizt á, eða öllu heldur farið hvor inn í aðra. Þessa varð vart vegna þess, að um leið stafa frá þeim ósýnisgeislar og undarlegir bjartir geislar, en þó hvergi nærri svo öflugir, að um sprengingar hnatta geti verið að ræða, eins og vera mundi ef mót- stæð efni væri í vetrarbrautunum. Það er því eðlilegast að álykta sem svo að öll in miklu himinhverfi séu úr sama efni, og að antiproton sé ekki annað en fágætt fyrirbæri, sem stafar af geisilegri orku — stundarsköpun, sem eyðist og verð- ur að engu jafnharðan.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.