Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.1956, Qupperneq 12

Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.1956, Qupperneq 12
304 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS unum var jafnótt raðað í trogið, þar til deigið var uppgengið. Þá var byrjað að baka kökurnar á glóðinni í hlóðun- um. Til eldamennskunnar þurfti einnig skörung og eldtöng. Skörungurinn var járnteinn með ofurlitlu tréskafti. Eld- töngin var eintrjánungur. Voru dálitlir spaðar fremst á örmunum, en annars voru þeir sívalir, og efst á milli þeirra þunnur og flatur járnbogi, sem fjaðr- aði, svo að töngin opnaði sig sjálf. Þetta var ið mesta þarfaþing. Með henni var hægt að hagræða taðflögunum inni í hlóðunum, hvernig sem maður vildi, og færa þær alla vega til, svo að eld- urinn logaði sem bezt og hagkvæmast til hitunar, En til skörungsins var grip- ið þegar skara þurfti í ösku. Svo var lítill járnspaði til þess að moka ösk- unni úr hlóðunum. Enn má nefna þvöru og skefil, ausu og eysil og strympu. Þvaran var úr járni, alnar löng og með tréskafti. Fremst á henni var þríhyrndur spaði með egg. Meðan soðið var, lá þvaran oftast milli pottbarmanna öðrum meg- in, og hvildi potthlemmurinn á henni þannig að hann lyftist frá barminum þeim megin, svo að gufan gæti komizt þar upp. En annars var þvaran notuð til þess að hræra í pottinum og skafa botninn, svo að maturinn brynni ekki við. Skefillinn var svipað áhald, nema miklu styttri, aðeins þríhyrnt blað, sem gekk fram úr tréskafti. Til hans var gripið þegar pottur hafði verið tæmd- ur og með honum hreinsaðar burt allar skófir, áður en potturinn væri þveginn. En til þvottanna var notuð þvaga, sem geri var úr fínum meltægjum. Ausan var stór tréskeið og djúp með löngu skafti og krókur, kallaður nef, á skaft- enda, og nam það við pottbarminn, ef ausan var skilin eftir í suðunni. Hún var annars notuð til þess að ausa upp úr pottinum spónamat og færa upp kjötbita úr suðunni. Eysillinn var svip- aður, nema minni og miklu skaftstyttri. Hann var stundum notaður til þess að fleyta með (veiða flotið ofan af pott- inum) en einnig var notuð til þess trésleif. Strympan var öðru vísi. Hún var gerð úr stöfum og girt, botninn lítill, en víkkaði mjög upp. Einn staf- urinn var langlengstur og gekk upp úr henni sem skaft og var settur krókur á endann. Strympan var höfð til þess að ausa vatni og hekk því alltaf á barmi vatnstunnunnar. Þá var skaftpottur lítill úr potti og undir honum þrír fætur, eins og á pottunum. í honum var brennt kaffi. Var þá glóð skarað fremst í hlóðirnar og hann settur þar á, og mátti þannig brenna kaffið meðan verið var að sjóða. Svo var vöndurinn, sem hafður var til þess að sópa gólfið. Hann var gerð- ur úr fjalldrapa. Hnifur mun ekki hafa verið í eld- húsi að jafnaði, heldur i búri og var kallaður búrhnífur, En þegar verið var að svíða í hlóðunum á haustin, þurfti hnífa til að skafa sviðin og voru þá fengnar einhverjar óvandaðar grélur til þess. Ljósið var grútarpanna með fífu- kveik, eins og venjulegt var. Hún var með oddmjóu skafti aftur úr og var því stungið í holu i stoð. Þurfti oft að gera að kveiknum og til þess var notað- ur teinn, sem hekk í bar.di við pönn- una. Eldsneyti var aldrei geymt í eldhúsi að neinu ráði. Taðinu var hlaðið í hrauka úti á túni, eða undir fjárhús- vegg, og þakið yfir með torfi. — Þang- að var taðið sótt smám saman og borið i pokum inn i skemmu, og geymt þar í pokunum eða látið á gólfið. Eitt áhald má enn nefna, þótt ekki væri það smíðisgripur. Það var kallað físifjöl. Var það stundum ónýtur ull- arkambur, eða þá þunn fjöl af líkri stærð. Með þessari fjöl var físt í eld- inn, til þess að halda honum við. Ekki minnist ég þess að eldhúsáhöld væri fleiri. En þótt þau væri heldur fáskrúðug, þá var þó nokkur vandi að koma þeim fyrir í þessum þröngu húsa- kynnum, þannig að hver hlutur væri ávallt á sínum stað. Pottarnir voru geymdir á hlóðarsteinunum, þegar ekki var verið að nota þá, og ef ekki þurfti að þurrka sokka á steinunum, en það var alvanalegt. Einnig var til sérstök grind, sem sett var yfir hlóðirnar og sokkar bréiddir á hana til þerris. Þessi grind reis einhvers staðar upp við vegg þegar hún var ekki í notkun. Ösku- trogið stóð oftast ofan á keitutunnunni, en brauðtrogið stóð á borðinu og í því lágu ausan og eysillinn, sleifin, brauð- hlemmurinn og keflið. Þvagan hekk á nagla á stoð, og eins pottkrókarnir. Vendinum v.ar stungið bak við stoð. Skörungurinn og eldtöngin lágu ýmist á hlóðarsteinum, eða risu upp við hlóða bálkinn. Ketillinn, skaftpotturinn og steikarpannan voru undir borðinu. Þannig var hver hlutur tiltækilegur, þegar á þurfti að halda. í RÓTINNI En þó var fleira í eldhúsinu en þetta. Uppi undir sperrukverkum voru þver- slár og á þeim hengu magálar og sperðlar, en kjötlæri og síður hengu á stórum nöglum í sperrunum, þar sem reykurinn var mestur, en það var í grennd við strompinn. Utan um mag- álana var saumað léreft, svo að sót skyldi ekki skemma þá. Stundum kom fyrir að skinn væri hengt á innsta bita. Þóttu þau skinn endingarbetri í skó fyrir það að hafa hangið í hlýum reyk. En búsílagið í rótinni, magálar, sperðl- ar og kjöt, var þar ekki nema á vetr- um, því að allt var það upp etið um sumarmál. Mikið sót safnaðist alltaf í eldhús- rótina, einkum vegna tróðsins, og þeg- ar votviðri gengu og þakið lak, þá draup sótið sífellt. Var þá stundum svo, að varla mátti taka hlemm af potti, eða hafa brauð óbyrgt. Það voru engar öfgar hjá Guðmundi skáldi á Sandi að kalla eldhúsreykinn „sót- skúraþoku". Og betra var fyrir þá, sem í eldhúsinu voru, að hafa skýluklút yfir höfði sér, svo að hárið yrði ekki klístrað af sóti. Þarna varð öll eldamennska að fara fram, eigi aðeins venjuleg matseld, heldur einnig stórsuða. Þar til telst það að sjóða hval, og slátur, svið og kæfu og bræða mör á haustin. Þarna varð einnig að þvo alla þvotta. Þá voru sóttir þvottabalar fram í skemmu og stór pottur, sem nefndur var þvotta- pottur. Balinn var venjulega lát- inn standa á kassa og lögð breið fjöl yfir hann. Blautasápa var höfð til þess að losa óhreinindin úr þvottinum, og svo var hann nuddaður á fjölinni með berum hönd- um, því að þá þekktust ekki einu sinni þvottabretti, og þvottvífl var ekki not- að, það þótti slíta fatnaðinum að berja hann. Á sumrin var þvotturinn skol- aður úti, en á vetrum varð að skola hann inni. Hvítur þvottur var þá skol- aður upp úr sérstöku vatni, sem blámi hafði verið látinn í, og varð hann áferðarfallegri fyrir það. Fyrir jólin var mikið að gera í eld- húsinu. Þá þurfti að steikja laufabrauð- ið og snarkaði þá í tólgarpottinum frá morgni til kvölds. Þá þurfti einnig að steypa jólakertin. Var þá strokkurinn sóttur inn í búr, fylltur sjóðandi vatni

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.